Fara í efni

Viðaukar við fjárhagsáætlanir

Málsnúmer 201406060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 108. fundur - 26.06.2014

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar erindi frá Innanríkisráðuneytinu þar sem fjallað er um viðauka við fjárhagsáætlanir. Fram kemur í erindinu, með vísan til sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nýmæli sem felast í 64. gr. laganna um fjárhagsleg viðmið. Það er mat ráðuneytisins að með tilkomu hinna nýju fjárhagslegu viðmiða hafi árangur náðst í fjármálum sveitarfélaga sem muni styrkja fjárhagsstöðu þeirra til lengri tíma.í 62. og 63. gr. sveitarstjórnarlaga er vikið að fjárhagsáætlunum og mikilvægi þess að um bindandi ákvörðun sé að ræða vegna fjármálanna. Í 63. gr. sveitarstjórnarlaga er fjallað um viðauka við fjárhagsáætlun en þar segir að óheimilt sé að víkja frá fjárhagsáætlun nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina. Á þetta við um hvers kyns ákvarðanir, samninga eða aðrar fjárhagslegar ráðstafanir sem hafa í för með sér breytingar á tekjum, útgjöldum, skuldbindingum eða tilfærslum milli liða í fjárhagsáætlun í þegar samþykktri áætlun. Einnig segir að viðauki sé ekki gildur nema hann feli einnig í sér útfærða ákvörðun um það hvernig þeim útgjöldum eða tekjulækkun sem gert er ráð fyrir verði mætt. Vert er að árétta að í lögunum koma fram skýr fyrirmæli um að ef ætlunin er að víkja frá fjárhagsáætlun þarf fyrirfram að afla heimildar til þess. Á undanförnum mánuðum hafa ráðuneytinu borist fyrirspurnir um það hvernig staðið skuli að gerð slíkra viðauka. Ráðuneytið hefur ásamt reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga hafið undirbúning að heildarendurskoðun á reglugerðum um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga og er fyrirhugað að þar verði meðal annars fjallað um form og efni viðauka við fjárhagsáætlun. Þrátt fyrir að vinnu þessari sé ekki lokið er nú þegar í 63. gr. sveitarstjórnarlaga kveðið á um að viðauki sé "ekki gildur nema hann feli einnig í sér útfærða ákvörðun um það hvernig þeim útgjöldum eða tekjulækkun sem ger er ráð fyrir verði mætt". Að áliti ráðuneytisins felst í framansögðu að viðauki skuli innifela upplýsingar í formi tölulegra yfirlita um hvernig fjárhagslegar ráðstafanir viðaukans hafi í för með sér breytingar á samþykktri fjárhagsáætlun.Það eru tilmæli ráðuneytisins að sveitarstjórnir yfirfari verklag við gerð viðauka með hliðsjón af ofangreindum upplýsingum og ef frekari spurningar vakna, um hvaða kröfur þurfi að uppfylla til að viðauki teljist gild útfærsla á ákvörðun sveitarstjórnar, eru sveitarstjórnir hvattar til að hafa samband um frekari upplýsingar og samráð. Óskað er eftir að bréfið verði lagt fyrir sveitarstjórn til umræðu. Lagt fram til kynningar.