Fara í efni

Rafnar Orri og Harry Bjarki Gunnarssynir, tilboð um þjónustusamning

Málsnúmer 201406069

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 108. fundur - 26.06.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Rafnari Orra Gunnarssyni og Harry Bjarka Gunnarssyni, f.h. Víkurblaðsins sf. Erindi felur í sér að gerður verði þjónustusamnignur milli Norðurþings og Víkurblaðsins sf. um upptökur og eftirvinnslu á heimildar- og kynningarefni í formi myndbanda sem fjalla þá um sveitarfélagið, helstu stofnanir þess og viðburði. Einnig verða upptökur af sveitarstjórnarfundum og endurvinnsla gerð á heimasíðu sveitarfélagsins. Þjónustusamningur verði gerður til reynslu í eitt ár. Meðfylgjandi eru drög að þjónustusamningi þar sem helstu þættir eru dregnir saman. Áætlaður kostnaður við þjónustusamninginn nemur um 2,4 m.kr. á ári. Friðrik vék af fundi við afgreiðslu málsins. Bæjarráð tekur jákvætt í verkefnið og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við bréfritara og skilgreina verkefnið og leggja fram samningsdrög fyrir gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

Bæjarráð Norðurþings - 109. fundur - 03.07.2014

Fyrir bæjarráði liggur tilboð frá Rafnari Orra Gunnarssyni og Harry Gunnarssni f.h. Víkurblaðisins sf. um upptökur af bæjarstjórnarfundum til birtingar á heimasíðu sveitarfélagsins. Í tilboðinu felst upptaka, klipping og birting funda. Friðrik Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið. Bæjarráð þakkar fyrir erindið en vísar málefninu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Bæjarráð Norðurþings - 115. fundur - 04.09.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Rafnari Orra Gunnarssyni og Harry Bjarka Gunnarsyni þar sem annars vegar er lagt fram tilboð í upptökur á bæjarstjórnarfundum og hins vegar tilboð í uppfærslu á heimasíðu sveitarfélagsins. Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir erindið. Bæjarstjóra er falið að vinna að lýsingu á skilgreindum þörfum vegna heimasíðu og upptöku á fundum bæjarstjórnar og auglýsa eftir tilboðum.