Bæjarráð Norðurþings

109. fundur 03. júlí 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
  • Óli Halldórsson formaður
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá
Óli Halldórsson kom inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Deiliskipulag brúarsvæðis við Jökulsá á Fjöllum

201402035

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 118. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Afgreiðsla bæjarráðs er í umboði bæjarstjórnar. Eftirfarandi er afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar: Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi vegna tímabundinna athafnasvæða við nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum.
Skipulagstillagan hefur verið unnin í samráði við Skútustaðahrepp og Norðurþing. Hún tekur til vinnubúða og athafnasvæðis sem áformað er að setja upp vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við byggingu nýrrar brúar við Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði og vegaframkvæmda á Hringvegi (1). Um er að ræða tímabundna notkun á svæði sem skilgreint er sem óbyggt svæði. Auk þess tekur deiliskipulagið til efnistökusvæða sem skilgreind eru í aðalskipulögum sveitarfélaganna.
Að framkvæmd lokinni verða vinnubúðir fjarlægðar. Skipulagssvæðið sem er 170 ha að flatarmáli nær yfir breytta legu Hringvegarins, tvö námusvæði og fjögur athafnasvæði við brúarstæðið og þrjú svæði fyrir vinnubúðir sem hvert um sig er 1,0 ha að stærð. Við kynningu skipulagslýsingar bárust engar athugasemdir Norðurþingi, en í umsögn Skipulagsstofnunar dags. 27. mars 2014 var vakin athygli á að fyrirhugað deiliskipulag væri háð lögum um umhverfismat áætlana.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að skipulagstillagan verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga í samráði við Skútustaðahrepp. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

2.Efla hf. f.h. Vatnajökulsþjóðgarðs óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir vatns-, frá- og rafveitu fyrir ferðamannaaðstöðu við Dettifoss að vestan

201406070

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 118. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Afgreiðsla bæjarráðs er í umboði bæjarstjórnar. Eftirfarandi er afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar: Óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna vatnsveitu, rafveitu með vindmyllu og sólarsellum fyrir ferðamannaðstöðu við Dettifoss að vestanverðu.
Veitur munu þjóna ferðamannaaðstöðu við Dettifoss. Meðfylgjandi erindi eru teikningar af fyrirhuguðum mannvirkjum.Fyrirhuguð veitumannvirki eru í samræmi við samþykkt deiliskipulag á svæðinu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að veita umbeðið framkvæmdaleyfi. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

3.Fundarboð á hluthafafund Orkuveitu Húsavíkur ohf.

201401098

Fyrir bæjarráði liggur beiðni um að haldinn verði hluthafafundur í Orkuveitu Húsavíkur ohf. Bæjarráð óskar eftir að hluthafafundur verði haldinn í Orkuveitu Húsavíkur ohf. 15. júlí n.k. kl. 15:00.Bæjarráð felur Friðrik Sigurðssyni að fara með umboð sveitarfélagsins og Gunnlaugur Stefánsson til vara.

4.817. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201407016

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 817. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Birna Björnsdóttir f.h. íbúasamtaka Raufarhafnar, erindi varðandi blokkina á Raufarhöfn

201406073

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Birnu Björnsdóttir, Ingibjörgu H. Sigurðardóttir og Þóru S. Gylfadóttir, f.h. íbúasamtaka Raufarhafnar vegna ástands á blokkaríbúðum að Aðalbraut 67 - 69 á Raufarhöfn. Fram kemur í erindinu að ástand íbúðanna og húsnæðisins er afar slæmt. Á aðalfundi Íbúasamtaka Raufarhafnar sem haldinn var 14. maí s.l. var stjórn samtakanna falið að senda frá sér bókun varðandi ástand "blokkarinnar". <SPAN style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 115%; LINE-HEIGHT: Verdana?,?sans-serif?;>Íbúasamtök Raufarhafnar lýsa yfir miklum áhyggjum með ástand blokkarinnar, þ.e. Aðalbrautar 67-69 á Raufarhöfn. Ástand hússins er mjög bágborið, bæði utan- og innanhúss. Engin kynding er á hluta hússins þar sem rafmagnsreikningar hafa ekki verið greiddir. Ekkert viðhald eða endurbætur hafa farið fram á húsinu í mörg ár og eru margar íbúðir varla hæfar til búsetu. Blokkin stendur á áberandi stað á Raufarhöfn og er ásýnd hennar mikið lýti á annars fallegu þorpi. <SPAN style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 115%; LINE-HEIGHT: Verdana?,?sans-serif?;>Ef ekkert verður að gert, þá er hætt við að húsnæðið eyðileggist, eða a.m.k. verði orðið það illa farið að enginn treysti sér til að koma því í nothæft ástand. <SPAN style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 115%; LINE-HEIGHT: Verdana?,?sans-serif?;>Því skora Íbúasamtök Raufarhafnar á eigendur ”blokkarinnar“ að gera án tafar viðeigandi ráðstafanir til þess að koma ástandi hússins í eðlilegt horf, þannig útlit hússins verði með sóma og að íbúðirnar nýtist að fullu á leigumarkaði. <SPAN style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 115%; LINE-HEIGHT: Verdana?,?sans-serif?;>Enn fremur skora Íbúasamtök Raufarhafnar á Norðurþing og aðra þá hagsmunaaðila sem kunna að eiga hagsmuna að gæta eða koma að þessu máli með einhverjum hætti, að beita öllum tiltækum ráðum til að fylgja því eftir að ”blokkinni“ verði komið í viðunandi horf. <SPAN style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 115%; LINE-HEIGHT: Verdana?,?sans-serif?;> <SPAN style="FONT-SIZE: 10pt; FONT-FAMILY: " Tahoma? mso-bidi-font-family: 115%; LINE-HEIGHT: Verdana?,?sans-serif?;>Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir erindið og mun beita sér eins og kostur er í málinu.

6.Björn G. Björnsson, umsókn um styrk vegna útgáfu bókar um Rögnvald Ólafsson, arkitekt

201406074

Fyrir bæjarráði liggur umsókn frá Birni G. Björnssyni um styrk vegna útgáfu bókar um Rögnvald Ólafsson, arkitekt. Fram kemur í erindinu að bréfritari er að vinna að ljósmyndabók um Rögnvald Ólafsson, fyrsta íslenska arkitektinn og verk hans en meðal þeirra er Húsavíkurkirkja. Bókin kemur út í haust en þá verða liðin 140 ár frá fæðingu hans. Útgefandi er Salka. Rögnvaldur hóf störf 1904 og varð ráðunautur stjórnvalda um opinberar byggingar árið 1906. Hann teiknaði um 30 kirkjur og alls rúmlega 100 byggingar á stuttum ferli, en lést 43 ára úr berklum árið 1917. Árið 1996 gerði bréfritari heimildarmynd um Rögnvald, sem sýnd var í sjónvarpi, og fékk meðal annars til þess styrk frá Húsavíkurbæ. Óskað er eftir stuðningi frá Norðurþingi til að ljúka við myndatökur fyrir bókina. Styrkurinn felst m.a. í kostnaði við ferðir um Norðurland og mynda Húsavíkurkirkju ásamt öðrum byggingum hans. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við því.

7.Dögg Káradóttir og Jóhann Rúnar Pálsson f.h. forvarnarhóps Norðurþings senda inn erindi varðandi vínveitingaleyfi á Mærudögum

201407014

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá fulltrúum Norðurþings í forvarnarhópi, Dögg Káradóttir og Jóhanni Rúnari Pálssyni og er eftirfarndi tilmæli lögð fram:
Undirrituð, starfandi í forvarnarhópi Norðurþings, hafa áhyggjur af því í hvaða átt Mærudagar eru að stefna með tilliti til áfengisdrykkju ungmenna. Á mærudögum síðast liðið sumar var mikið um ölvun ungmenna langt fram eftir nóttu á hátíðarsvæðinu og þykir okkur mikilvægt að reynt verði að sporna við þeirri þróun.
Við beinum því þeim tilmælum til bæjarráðs að hafa í huga mikilvægi þess að takmarka fjölda vínveitingaleyfa þegar umsagnir um þau eru veittar. Við mælum með að þeir aðilar sem fá leyfi til að selja áfengi í tjöldum á hátíðarsvæðinu fái ekki að selja það lengur en til kl. eitt eftir miðnætti.
Með því að setja tímatakmarkanir á sölu áfengra drykkja á hátíðarsvæðinu, og þrengja þannig aðgengi ungmenna að áfengi, eru meiri líkur til þess að þau sæki síður niður á hafnarsvæðið fram eftir nóttu.
Aukið aðgengi að áfengi eykur líkur á meiri drykkju og því mikilvægt að vínveitingaleyfum verði stillt í hóf og takmarkist t.d. við þá sem bjóða upp á heitan mat og að skýrar tímatakmarkanir verði settar.
Einnig teljum við mikilvægt að leyfishöfum verði gerð grein fyrir ábyrgð sinni, að ekki sé selt áfengi eftir að veittur leyfistími er útrunninn og að aldurstakmarkanir séu virtar.

Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir erindið og tekur undir þau sjónarmið sem koma þar fram og mun beita sér fyrir því að fylgja tilmælunum eftir.

8.Ósk um hlutahafafund í Pálsreit ehf.

201407011

Fyrir bæjarráði liggur beiðni um að haldinn verði hluthafafundur í Pálsreit ehf. Bæjarráð óskar eftir að haldinn verði hluthafafundur í Pálsreit ehf. Bæjarráð felur Friðriki Sigurðssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

9.Ósk um hluthafafund frá Norðurþingi

201407010

Fyrir bæjarráði liggur beiðni um að haldinn verði hluthafafundur í Hótel Norðurljósum ehf. Bæjarráð óskar eftir að haldinn verði hluthafafundur í Hótel Norðurljósum ehf. Bæjarráð felur Friðriki Sigurðssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

10.Rafnar Orri og Harry Bjarki Gunnarssynir, tilboð um þjónustusamning

201406069

Fyrir bæjarráði liggur tilboð frá Rafnari Orra Gunnarssyni og Harry Gunnarssni f.h. Víkurblaðisins sf. um upptökur af bæjarstjórnarfundum til birtingar á heimasíðu sveitarfélagsins. Í tilboðinu felst upptaka, klipping og birting funda. Friðrik Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið. Bæjarráð þakkar fyrir erindið en vísar málefninu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

11.Sorpsamlag Þingeyinga, aðalfundur 2014

201406053

Fyrir bæjarráði liggur árseikningur Sorpsamlags Þingeyinga ehf. ásamt fylgiskjölum. Umræða um fjárhagsstöðu félagsins. Óli óskar bókað:Óli Halldórsson lýsir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem ný sveitarstjórn situr frammi fyrir í sorpmálum. Lagt fram til kynningar.

12.Sýslumaðurinn á Húsavík, löggæslukostnaður vegna Mærudaga 2014

201407012

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sýslumanninum á Húsavík vegna löggæslukostnaðar yfir Mærudaga. Í erindinu kemur fram að miðað við forsendur eins og undanfarin ár er gert ráð fyrir að löggæslukostnaður geti numið á bilinu 1,6 mkr. til 1,9 mkr. Eins og undanfarin ár þarf að ganga frá tryggingu eða yfirlýsingu sveitarfélagsins um að þessi kostnaður fáist greiddur áður en lögreglan getur veitt og gengið frá umsögn sinni varðandi tækifærisleyfi yfir Mærudaga. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um tryggingu eða yfirlýsingu vegna Mærudaga.

13.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Elvari Daða Guðjónsyni

201407003

Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni frá Sýslýmanninum á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Elvari Daða Guðjónssyni f,h. Fjalladrottningu ehf. umsóknar um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar á Hólsseli. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

14.Tilboð um samning um fébætur vegna langninar háspennulínu í landi Norðurþings

201406083

Fyrir bæjarráði liggur fyrir drög að samningi milli Landsnets hf., og Norðurþings vegna greiðslu fébóta fyrir langingu 220 kV háspennulínu, Þeystareykjalína 1, og ljósleiðara sem lögð verða í landi sveitarfélagsins sem og fyrir umsamin afnot af landi Húsavíkur undir 37 stauravirki vegna rafmagnslínunnar, ljósleiðara og vegslóða samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Samkvæmt samningnum mun Landsnet hf. skuldbinda sig til að jafna allt jarðrask að framkvæmdum loknum. Allur frágangur skal vera til fyrirmyndar. Þar sem ekki reynist unnt að skila landi í sama ástandi og áður, skal haft samráð við landeiganda um lokafrágang. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.

15.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 118

1406006

Fyrir bæjarráði, í umboði bæjarstjórnar, liggur til staðfestingar fundargerð 118. fundar Skipulags- og byggingarnefndar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

Fundi slitið - kl. 18:00.