Fara í efni

Deiliskipulag brúarsvæðis við Jökulsá á Fjöllum

Málsnúmer 201402035

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 114. fundur - 12.02.2014

Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir framkvæmdasvæði vegna vegagerðar og byggingar nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samráði við Skútustaðahrepp. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að kynna skipulagshugmyndirnar skv. 4. mgr. 40. gr. sömu laga.

Bæjarstjórn Norðurþings - 33. fundur - 18.02.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 114. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir framkvæmdasvæði vegna vegagerðar og byggingar nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samráði við Skútustaðahrepp. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að kynna skipulagshugmyndirnar skv. 4. mgr. 40. gr. sömu laga." Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 118. fundur - 01.07.2014

Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi vegna tímabundinna athafnasvæða við nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum. Skipulagstillagan hefur verið unnin í samráði við Skútustaðahrepp og Norðurþing. Hún tekur til vinnubúða og athafnasvæðis sem áformað er að setja upp vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við byggingu nýrrar brúar við Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði og vegaframkvæmda á Hringvegi (1). Um er að ræða tímabundna notkun á svæði sem skilgreint er sem óbyggt svæði. Auk þess tekur deiliskipulagið til efnistökusvæða sem skilgreind eru í aðalskipulögum sveitarfélaganna. Að framkvæmd lokinni verða vinnubúðir fjarlægðar. Skipulagssvæðið sem er 170 ha að flatarmáli nær yfir breytta legu Hringvegarins, tvö námusvæði og fjögur athafnasvæði við brúarstæðið og þrjú svæði fyrir vinnubúðir sem hvert um sig er 1,0 ha að stærð.Við kynningu skipulagslýsingar bárust engar athugasemdir Norðurþingi, en í umsögn Skipulagsstofnunar dags. 27. mars 2014 var vakin athygli á að fyrirhugað deiliskipulag væri háð lögum um umhverfismat áætlana. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að skipulagstillagan verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga í samráði við Skútustaðahrepp.

Bæjarráð Norðurþings - 109. fundur - 03.07.2014

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 118. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Afgreiðsla bæjarráðs er í umboði bæjarstjórnar. Eftirfarandi er afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar: Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi vegna tímabundinna athafnasvæða við nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum.
Skipulagstillagan hefur verið unnin í samráði við Skútustaðahrepp og Norðurþing. Hún tekur til vinnubúða og athafnasvæðis sem áformað er að setja upp vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við byggingu nýrrar brúar við Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði og vegaframkvæmda á Hringvegi (1). Um er að ræða tímabundna notkun á svæði sem skilgreint er sem óbyggt svæði. Auk þess tekur deiliskipulagið til efnistökusvæða sem skilgreind eru í aðalskipulögum sveitarfélaganna.
Að framkvæmd lokinni verða vinnubúðir fjarlægðar. Skipulagssvæðið sem er 170 ha að flatarmáli nær yfir breytta legu Hringvegarins, tvö námusvæði og fjögur athafnasvæði við brúarstæðið og þrjú svæði fyrir vinnubúðir sem hvert um sig er 1,0 ha að stærð. Við kynningu skipulagslýsingar bárust engar athugasemdir Norðurþingi, en í umsögn Skipulagsstofnunar dags. 27. mars 2014 var vakin athygli á að fyrirhugað deiliskipulag væri háð lögum um umhverfismat áætlana.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar, að skipulagstillagan verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga í samráði við Skútustaðahrepp. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar.