Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

33. fundur 18. febrúar 2014 kl. 16:15 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
  • Jón Grímsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Jón Helgi Björnsson aðalmaður
  • Olga Gísladóttir 2. varaforseti
  • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá
Samþykkt samhljóða að bæta 6. lið inn á dagskrá fundarins - Bakkavegur (857) og Húsavíkurhöfn, nýr vegur um jarðgöng að Bakka og breytingar á Húsavíkurhöfn.

1.Námsver á framhaldsskólastigi á Raufarhöfn

Málsnúmer 201401157Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 34. fundi fræðslu- og menningarnefndar: Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Frida Elisabeth Jörgensen, skólastóri Grunnskólans á Raufarhöfn tengdist fundinum með síma undir þessum lið. Fyrir nefndinni liggur erindi frá Fridu Elisabeth þar sem hún óskar þess að sveitarfélagið fari í formlegar viðræður við framhaldsskóla á svæðinu um stofnun námsvers á Raufarhöfn. Frida Elisabeth telur mikilvægt að fleiri kostir standi nemendum til boða til að auka líkur á að þeir geti stundað það nám sem hugur þeirra stendur til og jafnframt stundað nám sitt að mestum hluta á Raufarhöfn. Meirihluti fræðslu- og menningarnefndar leggur til við bæjarstjórn að heimilað verði að starfsmaður í námsveri í Grunnskólanum á Raufarhöfn hafi umsjón með nemendum í dreifnámi frá fleiri en einum framhaldsskóla samþykki framhaldsskólarnir það. Samþykkt með atkvæðum Önnu Kristrúnar, Olgu, Huldar og Stefáns. Soffía sat hjá." Til máls tók: Soffía Soffia og Olga leggja til að þar sem kostnaður og fyrirkomulag liggur ekki fyrir vísar bæjarstjórn erindinu til bæjarráðs. Tillagan samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Olgu, Jóns Helga, Jóns Grímssonar, Þráins, Hjálmars Boga og Soffíu. Friðrik og Trausti sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar.

2.Vegagerðin,ósk um breytingu á deiliskipulagi Dettifossvegar

Málsnúmer 201310056Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 114. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Nú er lokið kynningu á tillögu að breytingum deiliskipulags Dettifossvegar innan Norðurþings, en kynningartími var frá 23. desember 2013 til 5. febrúar 2014. Tillagan er sett fram á tveimur uppdráttum og greinargerð felld inn á uppdrætti. Breytingar deiliskipulagsins eru tvíhliða. Annarsvegar eru skilgreind tvö svæði fyrir tímabundnar vinnubúðir vegna framkvæmdanna. Hinsvegar er skipulagssvæðið útvíkkað lítillega til suðurs að meintum sveitarfélagamörkum Norðurþings og Skútustaðahrepps. Þar er skilgreindur reitur fyrir vatnsveitu og raforkuframleiðslu.
Breytingartillagan var sérstaklega kynnt á opnu húsi í bæjarskrifstofu Norðurþings þann 20. desember s.l. Engin sjónarmið komu fram á þeirri kynningu sem gáfu tilefni til breytinga á skipulagstillögunni. Engar athugasemdir bárust við almenna kynningu tillögunnar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt." Til máls tók: Jón Grímsson. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarefndar.

3.Hulda Sigmarsdóttir arkitekt f.h. lóðarhafa að Lyngholti 3 óskar eftir breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 201312022Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 114. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Nú er lokið athugasemdafresti vegna grenndarkynningar tillögu að smávægilegri breytingu deiliskipulags Holtahverfis. Skipulagstillagan og greinargerð er sett fram á einu blaði í stærð A2. Breytingin felur í sér smávægilegar breytingar á byggingarrétti innan lóðarinnar að Lyngholti 3. Skipulagsbreytingin var grenndarkynnt nágrönnum sbr. fundargerð skipulagsnefndar í desember, með athugasemdafresti til 6. febrúar s.l. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt." Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

4.Deiliskipulag brúarsvæðis við Jökulsá á Fjöllum

Málsnúmer 201402035Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 114. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir framkvæmdasvæði vegna vegagerðar og byggingar nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samráði við Skútustaðahrepp. Jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að kynna skipulagshugmyndirnar skv. 4. mgr. 40. gr. sömu laga." Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

5.Orkuveita Húsavíkur ohf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir fráveitu á Hafnarstétt

Málsnúmer 201401139Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 114. fundi skipulags- og byggingarnefndar og 38. fundi framkvæmda- og hafnanefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar: "Óskað er eftir heimild til að leggja fráveitulagnir frá Búðarárgili um Hafnarstétt inn á fráveitulögn í Naustagili. Meðfylgjandi umsókn eru útboðsgögn. sem lýsa framkvæmdinni.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að veitt verði heimild til framkvæmdanna eins og þær eru kynntar.
Soffía vék af fundi við þessa afgreiðslu." Eftirfarandi er afgreiðsla framkvæmda- og hafnanefndar: "Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur beiðni Orkuveitu Húsavíkur ohf. um að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda á Hafnarstétt.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna fráveituframkvæmda á Hafnarstétt." Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Jón Grímsson og Trausti Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu og afgreiðslur nefndanna.

6.Bakkavegur (857) og Húsavíkurhöfn, nýr vegur um jarðgöng að Bakka og breytingar á Húsavíkurhöfn

Málsnúmer 201401122Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi, sem samþykkt hefur verið samhljóða að taka inn með afbrigðum á dagskrá fundarins. Erindið er tillaga að svarbréfi skipulags- og byggingarfulltrúa f.h. Norðurþings til Skipulagsstofnunar vegna umsagnar á matsskyldu um gerð nýs vegar frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarsvæði á Bakka (857) og breytinga á höfninni á Húsavík í Norðurþingi. Umsögnin er skv. 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum sem svar við erindi sem barst sveitarfélaginu frá Skipulagsstofnun dags. 24. janúar 2014. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa að umsögn til Skipulagsstofnunar.

7.Bæjarráð Norðurþings - 93

Málsnúmer 1401009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 93. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir 1. lið - Hjálmar Bogi, Bergur og Gunnlaugur.Til máls tóku undir 2. lið - Hjálmar Bogi, Soffía, Bergur, Jón Helgi, Friðrik, Olga, Þráinn, Jón Grímsson og Trausti.Til máls tóku undir 14. lið - Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

8.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 39

Málsnúmer 1401008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 39. fundar félags- og barnaverndarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 7. lið - Friðrik, Jón Helgi, Olga og Soffía. Friðrik vill vekja athygli á eftirfarandi í bréfi Færni- og heilsumatsnefndar Norðurlands. "Ljóst er að fólk er að bíða í langan tíma jafnvel nokkur ár eftir að fá boð um dvalarrýmispláss í Hvammi. Ef skoðað er hve oft hafa losnað dvalarrýmispláss á ári síðustu ár eða 2 - 3 pláss er ljóst að þeir einstaklingar sem nú eru á biðlista um dvalararýmispláss munu þurfa að bíða í 5 - 7 ár eftir að plássi. Þjónustuþörf allra þeirra einstaklinga sem eru á biðlista eftir dvalarrýmisplássi mun ekki verða leyst næstu árin með flutningi í Hvamm." Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

9.Bæjarráð Norðurþings - 94

Málsnúmer 1402001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 94. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir 5. lið - Hjálmar Bogi, Jón Helgi og Jón Grímsson. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

10.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 34

Málsnúmer 1402004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 34. fundar fræðslu- og menningarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 6. lið - Hjálmar Bogi Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

11.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 27

Málsnúmer 1402002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 27. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

12.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 114

Málsnúmer 1402005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 114. fundar skipulags- og byggingnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 7. lið - Friðrik, Jón Grímsson, Þráinn, Hjálmar Bogi, Trausti, Jón Helgi, Soffía og Gunnlaugur Friðrik leggur til að dagsetningu í afgreiðslu nefndarinnar verði breytt þannig að í stað... að mannvirki verði fjarlægð fyrir 1. júní n.k., komi.... að mannvirki verði fjarlægð fyrir 1. október 2014. Tillagan er felld með atkvæðum Gunnlaugs, Jóns Grímssonar, Hjálmars Boga og Soffíu. Jón Helgi, Olga, Trausti og Þráinn sátu hjá. Friðrik greiddi atkvæði með tillögunni. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

13.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 38

Málsnúmer 1402003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 38. fundar framkvæmda- og hafnanefnd til staðfestingar. Til máls tóku undir 18. lið - Hjálmar Bogi, Friðrik, Bergur, Jón Helgi, Þráinn og Trausti. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

14.Bæjarráð Norðurþings - 95

Málsnúmer 1402007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 95. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir 5. lið - Trausti, Gunnlaugur, Jón Helgi og Bergur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

Fundi slitið - kl. 19:00.