Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir fráveitu á Hafnarstétt

Málsnúmer 201401139

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 114. fundur - 12.02.2014

Óskað er eftir heimild til að leggja fráveitulagnir frá Búðarárgili um Hafnarstétt inn á fráveitulögn í Naustagili. Meðfylgjandi umsókn eru útboðsgögn. sem lýsa framkvæmdinni. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að veitt verði heimild til framkvæmdanna eins og þær eru kynntar. Soffía vék af fundi við þessa afgreiðslu.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 38. fundur - 12.02.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur beiðni Orkuveitu Húsavíkur ohf. um að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda á Hafnarstétt.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna fráveituframkvæmda á Hafnarstétt.

Bæjarstjórn Norðurþings - 33. fundur - 18.02.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 114. fundi skipulags- og byggingarnefndar og 38. fundi framkvæmda- og hafnanefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar: "Óskað er eftir heimild til að leggja fráveitulagnir frá Búðarárgili um Hafnarstétt inn á fráveitulögn í Naustagili. Meðfylgjandi umsókn eru útboðsgögn. sem lýsa framkvæmdinni.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að veitt verði heimild til framkvæmdanna eins og þær eru kynntar.
Soffía vék af fundi við þessa afgreiðslu." Eftirfarandi er afgreiðsla framkvæmda- og hafnanefndar: "Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur beiðni Orkuveitu Húsavíkur ohf. um að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda á Hafnarstétt.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna fráveituframkvæmda á Hafnarstétt." Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Jón Grímsson og Trausti Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu og afgreiðslur nefndanna.