Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings
201401083
2.Eldvarnir í Norðurþingi, samningur um eftirlit
201401131
Fyrir fund framkvæmda- og hafnanefnd liggur samningur við Eldstoðir ehf. um eldvarnareftirlit á starfssvæði Slökkviliðs Norðurþings. Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri kom á fundinn, fór yfir og gerði grein fyrir fyrirliggjandi samningi og þeim lausnum sem samningurinn felur í sér.
Framkvæmda -og hafnanefnd þakkar Grími fyrir kynninguna og felur honum að vinna að samningnum frekar og leggja fyrir nefndina að nýju.
3.Ósk um mótun stefnu í málefnum skemmtiferðaskipa á Húsavík 2014 - 2016
201402038
Húsavíkurstofa og Fjallasýn óska eftir viðræðum við Hafnasjóð/Norðurþing um að mörkuð verði stefna í málefnum skemmtiferðaskipa á Húsavík fyrir árin 2014-2016.
Framkvæmda- og hafnanefnd frestar erindinu til næsta fundar.
Framkvæmda- og hafnanefnd frestar erindinu til næsta fundar.
4.Samstæða Norðurþings viðhald og fjárfestingar yfirlit
201402023
Bæjarstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar Bergi Elíasi fyrir kynninguna.
5.Gatnagerð á hafnarsvæði á Húsavík
201312023
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur tillaga og kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við fráveitulögn og jarðvegsskipti milli Árgils og Naustagils. Orkuveita Húsavíkur ohf. mun leggja fráveitulögnina og bera þann kostnað en jarðvegsskiptin er hluti sveitarfélagsins. Unnin hafa verið útboðsgögn fyrir framkvæmdinni ásamt áætlun fyrir jartðvegsskiptum í vegstæði gegnum sama svæði. Erindið var áður til umfjöllunar í nefndinni á 36. fundi. Framkvæmda- og hafnanefnd ákveður að fara ekki í verkið að sinni.
6.Afgreiðsla umsóknar í Landbótasjóð 2014
201401126
Norðurþing hefur fengið styrk frá Landbótasjóði Landgræðslu ríkisins að upphæð 830.000 kr. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar sjóðnum fyrir styrkveitinguna.
7.Bakkavegur (857) og Húsavíkurhöfn, nýr vegur um jarðgöng að Bakka og breytingar á Húsavíkurhöfn
201401122
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til kynningar skýrslur og bréf Vegagerðarinnar og Skipulagsstofnunar vegna vegtengingar, og gagnagerð ásamt tilteknum breytingum við Húsavíkurhöfn. 24. janúar s.l. sendi Skipulagsstofnu erindi til Umhverfissofnunar þar sem óskað er umsagnar stofnunarinnar, hvort og á hvaða forsendum framkvæmd við Húsavíkurhöfn og Bakkaveg skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Lagt fram til kynningar.
8.Hafnarframkvæmdir 2014 sem styrktar eru af hafnabótasjóði
201401104
Í drögum að samgönguáætlun 2013 - 2016 sem lögð var fyrir Alþingi s.l. vor, en náði ekki fram að ganga, var gert ráð fyrir framlögum til hafnabótasjóðs að upphæð 232,4 m.kr. fyrir árið 2014. Nú liggur fyrir að samkvæmt fjárlögum 2014 verður þessi upphæð einungis 162,4 m.kr. og nemur skerðingin því um 30%. Hafnabótasjóður óskar eftir viðbrögðum hafnarsjóðs við niðurskurði þ.e. hvort hafnarsjóður vill halda sig við áætlunina þrátt fyrir niðurskurð eða óska eftir breytingum á áætluninni. Ef haldið verður áfram miðað við óbreytta áætlun þýðir það kostnaðarauka fyrir hafnarsjóð. Framkvæmda- og hafnanefnd felur hafnastjóra að fara yfir málið og vera í sambandi við Vegagerðin / Siglingastofnun.
9.Hafnasamband Íslands, fundagerðir 2014
201401137
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur fundargerð Hafnasambands Íslands til kynningar. Lagt fram til kynningar.
10.Jóhanna Hallsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir sækja um leyfi fyrir Bryggjukofann á hafnasvæðinu á Húsavík
201401092
Jóhanna Hallsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir sækja um leyfi fyrir Bryggjukofann á hafnarsvæðinu á Húsavík. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur jákvætt í erindið og bendir umsækjanda á að hafa samráð við hafnarvörð um staðsetningu.
11.Leikvellir í sveitarfélaginu Norðurþingi.
201006081
Tómstunda- og æskulýðsnefnd lagði það til við famkvæmda- og hafnarnefnd á sínum tíma að einn leikvöllur yrði uppfærður árlega.
Engin nýframkvæmd vegna þessa hefur orðið á síðustu tveimur árum þrátt fyrir áætlanir þar um.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til að leikvöllurinn við Túngötu verði uppfærður.
Framkvæmda- og hafnanefnd ákveður að setja viðhald eins leikvallar á viðahalds- og fjárfestingaráætlun ársins 2014.
12.Skemmdir á bryggjukantinum Kirkjubakka, Raufarhöfn
201401147
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur bréf frá Erlendi Bogasyni sem hefur forskoðað skemmdir á bryggjukanti (stálþil) og svo virðist sem um 20 metrar þilsins sé götótt. Skoða þarf aðstæður betur t.a.m. þykktarmæla ofl. Við þessa frumskoðun á bryggjukanti er ljóst að einhverjar skemmdir eru á honum. Framkvæmda- og hafnanefnd felur hafnastjóra að gera frekari úttekt og gera kostnaðaráætlun um viðgerðina og leggja fyrir næsta fund.
13.Skíðagöngudeild Völsungs, trjárækt á skíðagöngusvæði við Höskuldsvatn
201402022
Skíðagöngudeild Völsungs óskar eftir samstarfi og samvinnu við gróðursetningu plantna á svæði sem göngubrautir eru lagðar. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur jákvætt í erindið og felur Garðyrkjustjóra að annast samskipti við skíðagöngudeildina.
14.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir samþykki Norðurþings fyrir að Meiðavallaskógur verði innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs
201402031
Umhverfis- auðlindaráðuneytið óskar eftir samþykki Norðurþings á breytingum á mörkum Vatnajökulsþjóðgarðs þannig að Meiðavallaskógur verði innan marka þjóðgarðsins. Framkvæmda- og hafnanefnd frestar erindinu þar sem meðfylgjandi gögn fylgdu ekki erindinu.
15.Cruise Iceland
201303007
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur fundargerð og aðalfundarboð hjá Cruise Iclend. Aðalfundurinn fer fram á Ísafirði 23. maí n.k. Framkvæmda- og hafnanefnd vísar fundargerð Cruise Iceland til umsagnar hjá Húsavíkurstofu. Aðalfundarboð - lagt fram til kynningar.
16.Erindi frá Menningarfélaginu Úti á Túni
201306034
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Menningarfélaginu úti á túni um afnot hluta efri hæðar Verbúðarinnar við Hafnastétt. Lagt fram til kynningar.
17.Orkuveita Húsavíkur ohf. óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir fráveitu á Hafnarstétt
201401139
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur beiðni Orkuveitu Húsavíkur ohf. um að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra fráveituframkvæmda á Hafnarstétt.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna fráveituframkvæmda á Hafnarstétt.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna fráveituframkvæmda á Hafnarstétt.
18.Bílavog Húsavíkurhafnar
201402041
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur tilboð frá Islux ehf. í nýjan pall fyrir bílavog Húsavíkurhafnar, 100 tonn og 60 fet. Kostnaður við pallinn er um 8 mkr. án uppsetningar. Á fundinn mætti Stefán Stefánsson hafnarvörður og fór yfir og kynnti ástand og stöðu bílavogarinnar. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að viðhald palls á bílavog verði tekið inn í viðhalds- og fjárfestingaráætlun ársins 2014.
19.Áki Hauksson leggur til að stofnaður verði bílastæðasjóður fyrir sveitarfélagið
201402043
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggja drög , sem Áki Hauksson leggur fram, að samþykktum fyrir bílastæðasjóð. Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmda- og hafnafulltrúa að vinna fekar að málinu og leggja fyrir fundinn að nýju.
20.Vegna skúrs á lóð heimavistarhússins í Lundi, Öxarfirði
201312030
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggja drög að samkomulagi um uppkaup á fasteign við Nýja-Lund/heimavistarhús. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir uppkaup á geymsluhúsnæði/bílskúr og felur Umsjónarmanni fasteigna að ganga frá kaupsamningi. Að lokinni skigreiningu lóðarinnar verði Umsjónarmanni fasteigna falið að auglýsa tilgreindar fasteignir á lóðinni til sölu.
21.Eignasjóður, viðhaldsmál fjölbýlishúsa
201305009
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur tilboð í framkvæmdir vegna viðhalds á fjölbýlishúsinu Garðarsbraut 67 - 71. Ljóst er að leigutekjur sveitarfélagsins lækka sem nemur endurgreiðslu á framkvæmdaláni. Hússjóður er framkvæmdaaðili og ber ábyrgð á framkvæmdinni.Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi tilboð í viðahald á fjölbýlishúsinu að Garðarsbraut 67 - 71 og heimilar Umsjónarmanni fasteigna að ganga frá samningum sveitarfélagsins vegna framkvæmda húsfélagsins.Einnig liggja fyrir kostnaðartölur vegna viðhalds á fjölbýlishúsunum í Grundargarði 5 -7 og 9 - 11.Kostnaðartölur kynntar.Framkvæmda- og hafnanefnd felur Umsjónarmanni fasteigna að vinna frekar að fyrirhuguðu viðhaldi við Grundargarð 5 - 7 og 9 - 11 ásamt því að funda með íbúunum og leggja kostnaðartölur fyrir nefndina þegar þær eru endanlegar.
22.Lánasamningar og endurgreiðslusamkomulög milli Hafnasjóðs og ríkissjóðs
201402048
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur fyrir lánasamningar milli ríkissjóðs og Hafnarsjóðs Norðurþings, ásamt samkomulagi um endurgreiðslur milli sömu aðila. Samningarnir eru hluti af uppbyggingu PCC á Bakka. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri fór yfir og kynnti innihald samninga og samkomulags aðila á milli. Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Fyrir fund framkvæmda- og hafnanefnd liggur til afgreiðslu tillaga að gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings. Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri kom á fundinn, fór yfir og kynnti tillögu að gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings.
Framkvæmda- og hafnanefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.