Fara í efni

Gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings

Málsnúmer 201401083

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 38. fundur - 12.02.2014


Fyrir fund framkvæmda- og hafnanefnd liggur til afgreiðslu tillaga að gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings. Grímur Kárason, slökkviliðsstjóri kom á fundinn, fór yfir og kynnti tillögu að gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings.

Framkvæmda- og hafnanefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 39. fundur - 19.03.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Grími Kárasyni slökkviliðsstjóra Norðurþings um gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings. Grímur kom á fund nefndarinnar og fór yfir gjaldskránna. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi gjaldskrá verði samþykkt.

Bæjarstjórn Norðurþings - 34. fundur - 25.03.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 39. fundi framkvæmda- og hafnanefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Grími Kárasyni slökkviliðsstjóra Norðurþings um gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings. Grímur kom á fund nefndarinnar og fór yfir gjaldskránna.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi gjaldskrá verði samþykkt. Til máls tóku: Þráinn og Hjálmar Bogi. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu framkvæmda- og hafnanefndar samhljóða.