Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

34. fundur 25. mars 2014 kl. 16:15 - 19:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
 • Jón Grímsson aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Olga Gísladóttir 2. varaforseti
 • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
 • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
 • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
 • Sigurgeir Höskuldsson 1. varamaður
 • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
 • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna nýrrar brúar á Jökulsá á Fjöllum

Málsnúmer 201402086Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 115. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningu á breytingu aðalskipulags vegna nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum. Umhverfisstofnun, Skútustaðahreppur og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra sendu umsagnir þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir við skipulagsbreytinguna. Engar aðrar umsagnir/ábendingar bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt og að
skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

2.Deiliskipulag urðunarstaðar við Kópasker

Málsnúmer 201212023Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 115. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Með bréfi dags. 7. febrúar 2014 tilkynnti Skipulagsstofnun um athugasemdir við deiliskipulagstillögu urðunarstaðar við Kópasker:
1. Skilmála vantar um tímabundið móttöku- og geymslusvæði fyrir brotajárn. Skýra þarf hvaða takmarkanir gilda um brotajárn sem má losa s.s. vegna mengunarhættu og setja skilmála um mengunarvarnir. Skilgreina þarf tímamörk fyrir tímabundna starfsemi.2. Afmarka þarf á deiliskipulagsuppdrátt skotæfingavellina og öryggissvæði þeirra.3. Gera þarf grein fyrir aðkomu að geymslusvæði brotajárns og skotæfingasvæði. 4. Samræma þarf umfjöllun greinargerðar um umfang og gerð úrgangs.
Skipulagsráðgjafi hefur gert tillögu að viðbrögðum og fært inn á skipulagstillöguna:1. Bætt hefur verið í texta greinargerðar umfjöllun um brotajárn og mengunarvarnir.2. Afmörkun skotæfingasvæðis og öryggissvæðis hefur verið færð inn á uppdrátt.
3. Gerð hefur verið grein fyrir aðkomuvegum að geymslusvæði og skotæfingasvæði á uppdrætti.4. Umfjöllun greinargerðar um umfang og gerð úrgangs hefur verið samræmd.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að komið hafi verið á fullnægjandi hátt til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Nefndin leggur því til bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa gildistöku skipulagsins. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

3.Breyting aðalskipulags Norðurþings vegna veglegu frá Húsavíkurhöfn að Bakka

Málsnúmer 201311002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 115. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið athugasemdafresti vegna breytingar aðalskipulags Norðurþings vegna legu vegar frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarsvæði á Bakka.
Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti, Minjastofnun. Enginn umsagnaraðila gerir athugasemd við skipulagstillöguna eða umhverfisskýrslu hennar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

4.Deiliskipulag hótellóðar Stracta

Málsnúmer 201309010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 115. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningu aðalskipulagsbreytingar vegna stækkunar þjónustusvæðis við golfvöll á Húsavík og samsvarandi deiliskipulagi. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni við aðalskipulagsbreytingunni. Ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagsbreytinguna af hálfu þessara aðila.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfisstofnun veitti umsögn um deiliskipulagstillöguna með bréfi dags. 24. febrúar. Stofnunin metur það sem svo að nýtingarhlutfall upp á 0,4 sé hátt fyrir lóð undir hótel.
Stofnunin telur mikilvægt að fyrirhugaðar hótelbyggingar og golfvallarbyggingar myndi heild ef þess er nokkur kostur. Skipulags- og byggingarnefnd telur að ósennilegt sé að þörf verði fyrir nýtingarhlutfall upp á 0,4 fyrir lóð undir hótel og fellst því á að lækka leyfilegt nýtingarhlutfall í 0,3. Nefndin telur ekki tilefni til að setja inn í skipulagið sérstakar kvaðir um samræmi hótelbygginga og golfvallarbyggingar.
Aðrar athugasemdir bárust ekki við deiliskipulagstillöguna.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeirri breytingu sem tilgreind er hér að ofan. Til máls tóku: Hjálmar Bogi Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

5.Norðurþing óskar eftir að skipta lóð undir og umhverfis heimavistarhús og bílskúr út úr lóðinni Lundur austan þjóðvegar 154188

Málsnúmer 201402106Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 115. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 2.538 m² lóðar undir heimavistarhús og bílskúr út úr landspildu Norðurþings austan þjóðvegar við Lund. Meðfylgjandi erindi er hnitsettur lóðaruppdráttur. Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að hliðra lóðinni allri um 5 m til norðurs þannig að innkeyrsla að húsinu sé innan lóðarinnar og göngustígur að mestu sunnan lóðar.
Skipulagsnefndin leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt með þeirri hliðrun. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

6.Bjarni P. Vilhjálmsson og Elsa B. Skúladóttir sækja um lóð úr Saltvík fyrir einbýlishús

Málsnúmer 201403031Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 115. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Bjarni P. Vilhjálmsson og Elsa Björk Skúladóttir sækja um endurnýjun á áður samþykktri lóðarúthlutun undir íbúðarhús í Saltvík. Lóðin var skipulögð árið 2008 vegna hugmynda sömu umsækjenda og er 2.250 m² að flatarmáli.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

7.Þorfinnur Jónsson óskar eftir leyfi til að stofna lóð út úr Ingveldarstöðum ætlaða undir vélageymslu

Málsnúmer 201402103Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 115. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 1.020 m² lóðar undir fyrirhugaða vélageymslu á Ingveldarstöðum í Kelduhverfi. Fyrir liggur hnitsettur lóðaruppdráttur.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

8.Gentle Giants-Hvalaferðir ehf. óska eftir endurnýjun á stöðuleyfi fyrir mannvirki á þaki Nausts, Hafnarstétt 7

Málsnúmer 201402046Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 115. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir áframhaldandi stöðuleyfum fyrir mannvirkjum á þaki Hafnarstéttar 7.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við bæjarstjórn að áframhaldandi stöðuleyfi verði veitt fyrir miðasöluhúsi, enda ráð fyrir því gert í deiliskipulagi.
Stöðuleyfið verði ávallt uppsegjanlegt með árs fyrirvara. Sigríður leggst gegn veitingu stöðuleyfis á þessum stað. Soffía sat hjá við þessa afgreiðslu. Önnur hús á þakinu samræmast ekki gildandi deiliskipulagi og skulu því víkja.
Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Gunnlaugur, Jón Grímsson, Friðrik, Sigurgeir og Þráinn Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu meirihluta skipulags- og byggingarnefndar með atkvæðum Gunnlaugs, Olgu, Sigurgeirs, Jóns Grímssonar, Friðriks, Hjálmars Boga og Þráins. Trausti og Soffía sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

9.Breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis á Höfða

Málsnúmer 201403061Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 115. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu deiliskipulags athafnasvæðis á Höfða (merkt A2 í aðalskipulagi). Breytingin felst í skerðingu svæðisins vegna jarðgangnagerðar í gegn um Húsavíkurhöfða. Breytingin er bein afleiðing breytingar aðalskipulags vegna breyttrar veglegu út til iðnaðarsvæðis. Skipulagssvæði núverandi deiliskipulags skerðist um 6.692 m² sem m.a. skerðir lóðir að Höfða 8 og 10. Lóðirnar að Höfða 6 og 8 eru sameinaðar og til þess horft að þær nýtist mögulega undir vinnubúðir til bráðabirgða.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur frávik frá gildandi skipulagi ekki stórvægileg og þau skýrt skilgreind í aðalskipulagsbreytingunni. Því telur nefndin ekki tilefni til að taka saman lýsingu vegna skipulagsbreytingarinnar. Til máls tóku: Friðrik og Bergur. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

10.Gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings

Málsnúmer 201401083Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 39. fundi framkvæmda- og hafnanefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Grími Kárasyni slökkviliðsstjóra Norðurþings um gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings. Grímur kom á fund nefndarinnar og fór yfir gjaldskránna.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi gjaldskrá verði samþykkt. Til máls tóku: Þráinn og Hjálmar Bogi. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu framkvæmda- og hafnanefndar samhljóða.

11.Bæjarráð Norðurþings - 96

Málsnúmer 1402009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 96. fundar bæjarráðs. Til máls tóku undir 3. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi, Soffía, Þráinn, Trausti, Olga, Gunnlaugur, Jón Grímsson.Til máls tóku undir 1. lið fundargerðarinnar: Bergur og Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

12.Bæjarráð Norðurþings - 97

Málsnúmer 1403001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 97. fundar bæjarráðs. Fundargerðin staðfest án umræðu.

13.Bæjarráð Norðurþings - 98

Málsnúmer 1403003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 98. fundar bæjarráðs. Til máls tóku undir 2. lið fundargerðarinnar: Soffía Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

14.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 28

Málsnúmer 1403005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 28. fundar tómstunda- og æskulýðsnenfdar. Til máls tóku undir 5. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

15.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 35

Málsnúmer 1403004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 35. fundar fræðslu- og menningarnefndar. Til máls tóku undir 2. lið fundargerðarinnar: Soffía og Hjálmar Bogi.Til máls tóku undir 16. lið fundargerðarinnar: Soffía, Hjálmar Bogi og Jón Grímsson.Til máls tóku undir 12. lið fundargerðarinnar: Friðrik, Soffía og Bergur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

16.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 115

Málsnúmer 1403006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 115. fundar skipulags- og byggingarnefndar. Til máls tóku undir 17. lið fundargerðarinnar: Friðrik, Þráinn, Hjálmar Bogi, Jón Grímsson, Soffía og Trausti.Til máls tóku undir 15. lið fundargerðarinnar: Sigurgeir, Jón Grímsson, Friðrik, Trausti og Þráinn. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

17.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 39

Málsnúmer 1403002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 39. fundar framkvæmda- og hafnanefndar. Til máls tóku undir 6. lið fundargerðarinnar: Bergur, Trausti, Jón Grímsson og Olga.Til máls tóku undir 9. lið fundargerðarinnar: Trausti.Til máls tóku undir 8. lið fundargerðarinnar: Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

18.Bæjarráð Norðurþings - 99

Málsnúmer 1403007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 99. fundar bæjarráðs. Fundargerðin staðfest án umræðu.

Fundi slitið - kl. 19:15.