Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna nýrrar brúar á Jökulsá á Fjöllum

Málsnúmer 201402086

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 115. fundur - 19.03.2014

Nú er lokið kynningu á breytingu aðalskipulags vegna nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum. Umhverfisstofnun, Skútustaðahreppur og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra sendu umsagnir þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir við skipulagsbreytinguna. Engar aðrar umsagnir/ábendingar bárust. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.

Bæjarstjórn Norðurþings - 34. fundur - 25.03.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 115. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningu á breytingu aðalskipulags vegna nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum. Umhverfisstofnun, Skútustaðahreppur og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra sendu umsagnir þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir við skipulagsbreytinguna. Engar aðrar umsagnir/ábendingar bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt og að
skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.