Fara í efni

Norðurþing óskar eftir að skipta lóð undir og umhverfis heimavistarhús og bílskúr út úr lóðinni Lundur austan þjóðv.

Málsnúmer 201402106

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 115. fundur - 19.03.2014

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 2.538 m² lóðar undir heimavistarhús og bílskúr út úr landspildu Norðurþings austan þjóðvegar við Lund. Meðfylgjandi erindi er hnitsettur lóðaruppdráttur. Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að hliðra lóðinni allri um 5 m til norðurs þannig að innkeyrsla að húsinu sé innan lóðarinnar og göngustígur að mestu sunnan lóðar. Skipulagsnefndin leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt með þeirri hliðrun.

Bæjarstjórn Norðurþings - 34. fundur - 25.03.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 115. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 2.538 m² lóðar undir heimavistarhús og bílskúr út úr landspildu Norðurþings austan þjóðvegar við Lund. Meðfylgjandi erindi er hnitsettur lóðaruppdráttur. Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að hliðra lóðinni allri um 5 m til norðurs þannig að innkeyrsla að húsinu sé innan lóðarinnar og göngustígur að mestu sunnan lóðar.
Skipulagsnefndin leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt með þeirri hliðrun. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.