Fara í efni

Breyting aðalskipulags Norðurþings vegna veglegu frá Húsavíkurhöfn að Bakka

Málsnúmer 201311002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 111. fundur - 05.11.2013

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Mannvits að skipulagslýsingu og tilheyrandi umhverfisskýrslu fyrir breytingu Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna breyttrar legu vegar frá höfn að iðnaðarsvæði á Bakka. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði sent á lögboðna umsagnaraðila og kynnt almenningi skv. ákvæðum skipulagslaga. Ennfremur verði hugmynd að skipulagsbreytingunni kynnt á almennum fundi fyrir desemberfund skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 30. fundur - 19.11.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 111. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Mannvits að skipulagslýsingu og tilheyrandi umhverfisskýrslu fyrir breytingu Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna breyttrar legu vegar frá höfn að iðnaðarsvæði á Bakka.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði send á lögboðna umsagnaraðila og kynnt almenningi skv. ákvæðum skipulagslaga.
Ennfremur verði hugmynd að skipulagsbreytingunni kynnt á almennum fundi fyrir desemberfund skipulagsnefndar. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 112. fundur - 11.12.2013

Nú er liðinn athugasemdafrestur sem gefinn var vegna skipulags- og matslýsingar. 1. Athugasemd barst frá Vinnuvélum Eyþórs ehf sem lóðarhafa að Höfða 12. Lýst er yfir áhyggjum af jarðgangnagerð svo nærri lóð fyrirtækisins og áskilinn bótaréttur komi til skemmda á fasteigninni eða mögulegri skerðingu notkunarmöguleika eignarinnar vegna framkvæmdanna. 2. Minjastofnun bendir á að ekki er lokið úttektum á fornminjum. Sérstaklega er minnt á að áður en kemur til jarðrasks vegna jarðfræðiathugana verði haft samráð við Minjastofun. 3. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra kynnti með bréfi dags. 3. desember að ekki væri gerð athugasemd af hálfu stofnunarinnar við lýsinguna. 4. Skipulagsstofnun bendir á:a) Rökstyðja þarf þörf fyrir jarðgöng á hluta fyrirhugaðs tengivegar og helstu forsendur jarðgangna. Í matslýsingu kemur ekki fram hvaða valkosti á að skoða. Í umhverfisskýrslu þarf að meta raunhæfa valkosti við stefnuna sbr. 6. gr. lið f í lögum um umhverfismat. Óbreytt stefna eða svokallaður núllkostur ætti að minnsta kosti að vera til samanburðar við umhverfismat breytingartillögunnar.b) Gera þarf grein fyrir efnislosun vegna jarðgangnagerðar. Fram þarf að koma hvert magn jarðefna verður og hvar á að losa efnið eða nýta.c) Í matslýsingu er ekki vísað til viðmiða sem varða breytingartillöguna og lögð verða til grundvallar umhverfismatinu. Í umhverfisskýrslu þarf að gera grein fyrir umhverfisverndarmarkmiðum og viðmiðum stjórnvalda sem höfð verða til hliðstjónar við umhverfismatið sbr. 6. gr. lið e. í lögum um umhverfismat áætlana. 5. Umhverfisstofnun kynnti með tölvupósti dags. 11. desember að stofnunin teldi að gerð sé fullnægjandi grein fyrir þeim umhverfisþáttum sem mestu máli skipta og ráðgert er að fjalla um við mat á umhverfisáhrifum umræddra breytinga á skipulaginu. Stofnunin gerir því ekki athugsemdir við matslýsinguna. Skipulagsnefnd þakkar umsagnir.1. Nefndin tekur undir athugasemd Vinnuvéla Eyþórs en telur hana ekki heyra undir skipulagsmál. Sjónarmið um mögulegar skemmdir eða aðra verðmætarýrnun eigna verði skoðuð á framkvæmdastigi og við veitingu framkvæmdaleyfis.2. Nefndin tekur undir sjónarmið Minjastofnunar varðandi úttektir á fornminjum og fer fram á við framkvæmdaaðila að samráð verði haft við Minjastofnun við jarðfræðiathuganir.3. Umsögn Heilbrigðiseftirlits gefur ekki tilefni til viðbragða.4. Skipulagsfulltrúi fól skipulagsráðgjafa að gera tillögu að viðbrögðum við athugasemdum Skipulagsstofnunar. Þau voru kynnt á fundinum og samþykkt.5. Umsögn Umhverfisstofnunar gefur ekki tilefni til viðbragða. Grunnhugmynd aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt á opnu húsi á bæjarskrifstofu Norðurþings 27. nóvember s.l. sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Engin ný sjónarmið komu fram við þá kynningu. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu ásamt umhverfisskýrslu þar sem tekið hefur verið tillit til sjónarmiða sem fram komu við kynningu skipulagslýsingar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagsbreytingu verði kynnt skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 115. fundur - 19.03.2014

Nú er lokið athugasemdafresti vegna breytingar aðalskipulags Norðurþings vegna legu vegar frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarsvæði á Bakka. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti, Minjastofnun. Enginn umsagnaraðila gerir athugasemd við skipulagstillöguna eða umhverfisskýrslu hennar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Norðurþings - 34. fundur - 25.03.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 115. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið athugasemdafresti vegna breytingar aðalskipulags Norðurþings vegna legu vegar frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarsvæði á Bakka.
Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti, Minjastofnun. Enginn umsagnaraðila gerir athugasemd við skipulagstillöguna eða umhverfisskýrslu hennar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Skipulagsfulltrúa verði falið að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.