Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

111. fundur 05. nóvember 2013 kl. 13:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Grímsson formaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Hauksdóttir aðalmaður
  • Hannes Höskuldsson 3. varamaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hjálmar Bogi Hafliðason 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun liðar 09 árið 2014

Málsnúmer 201310053Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu sína að fjárhagsáætlun ársins 2014 fyrir lið 09. Skipulags- og byggingarnefnd telur ekki unnt að veita fjármunum til uppsetningar gæðakerfis byggingarfulltrúaembættis á árinu eins og lagt er til í tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa. Þess í stað verði áætluð fjárveiting þess liðar sett til deiliskipulagsvinnu. Stefnt verði að innleiðingu gæðarkerfis sem fyrst á árinu 2015. Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa að veita fjármunum til húsakönnunar á Raufarhöfn, enda fáist mótframlag til verksins frá öðrum aðilum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmála fyrir 2014 verði afgreidd með þeim breytingum sem nefndar eru hér að ofan. Nefndin áréttar að framlagður rammi bíður ekki upp á umtalsverða skipulagsvinnu. ´Framboð atvinnulóða á Húsavík er takmarkað og engin laus lóð liggur fyrir undir fjölbýlishús. Gera þurfi ráð fyrir verulegum aukafjárveitingum þar að lútandi komi til framkvæmda á Bakka.

2.Breyting aðalskipulags Norðurþings vegna veglegu frá Húsavíkurhöfn að Bakka

Málsnúmer 201311002Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Mannvits að skipulagslýsingu og tilheyrandi umhverfisskýrslu fyrir breytingu Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna breyttrar legu vegar frá höfn að iðnaðarsvæði á Bakka. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði sent á lögboðna umsagnaraðila og kynnt almenningi skv. ákvæðum skipulagslaga. Ennfremur verði hugmynd að skipulagsbreytingunni kynnt á almennum fundi fyrir desemberfund skipulagsnefndar.

3.Deiliskipulag urðunarsvæðis í Laugardal

Málsnúmer 201303054Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu deiliskipulags urðunarsvæðis í Laugardal. Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra sendu umsagnir um skipulagstillöguna og kemur þar fram að stofnanirnar gera ekki athugasemdir við tillöguna. Engar aðrar umsagnir eða athugasemdir bárust um skipulagstillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda hana til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en gildistaka verður auglýst.

4.Deiliskipulag lóðar Hótel Húsavíkur

Málsnúmer 201308074Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu deiliskipulags lóðarinnar að Ketilsbraut 22 á Húsavík. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra sendi umsögn um skipulagstillöguna þar sem fram kemur að ekki sé gerð athugasemd við framlagða tillögu. Engar aðrar umsagnir bárust um skipulagstillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda hana til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en gildistaka verður auglýst.

5.Deiliskipulag hótellóðar Stracta

Málsnúmer 201309010Vakta málsnúmer

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt mætti til fundarins og kynnti skipulagstillögur vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar við golfvöll. a) Kynnt var tillaga að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun þjónustusvæðis við golfvöll þannig að unnt verði að útbúa lóð undir hótel við golfvöllinn auk áður fyrirhugaðrar lóðar undir golfskála. Skipulagstillagan sýnir einnig tillögu að vegtengingu frá þjóðvegi nr. 85 sunnan sláturhúss Norðlenska í Langholt og tengingu af þeim vegi til þjónustusvæðis við golfvöll.Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagstillöguna á opnu húsi við fyrsta tækifæri. Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn að leitað verði samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu skipulagstillögunnar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. b) Kynnt var tillaga að deilliskipulagi þjónustusvæðis við golfvöll. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingarlóðum á skipulagssvæðinu, annari undir hótel og hinni undir golfskála.Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagstillöguna á opnu húsi við fyrsta tækifæri. Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst til almennrar kynningar skv. 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023

Málsnúmer 201310140Vakta málsnúmer

Landsnet vinnur að undirbúningi að mótun kerfisáætlunar 2014-2023 sem ætlað er að gefa heildarsýn yfir þróun flutningakerfis raforku á næstu árum. Landsnet hefur nú hafið á heimasíðu sinni kynningu á matslýsingu fyrir þessa áætlun og bíður þeim sem vilja að koma fram athugasemdum eða ábendingum um matslýsinguna fyrir 30. nóvember n.k. Lagt fram.

7.Sveinn Hreinsson f.h. eignasjóðs sækir um að stofnuð verði lóð út úr Aðalbraut 20-22 undir og umhverfis löndunarhús

Málsnúmer 201310074Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 946 m² lóðar undir og umhverfis löndunarhús á Raufarhöfn. Meðfylgjandi umsókn er hnitsett lóðarblað. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

8.Sveinn Þórarinsson og Þórarinn Sveinsson Krossdal óska eftir stofnun lóðar úr Krossdal undir ferðaþjónustu

Málsnúmer 201310138Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 2 ha lóðar út úr Krossdal undir ferðaþjónustu. Fram kemur í umsókn að fyrirhugað sé að leigja út lóðina aðila sem vill reisa á henni um 450 m² gistiskála. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur uppdráttur af lóðinni á loftmynd auk rissmyndar af staðsetningu fyrirhugað húss. Einnig fylgja drög að lóðarleigusamningi, auk samþykkis eigenda Árdals fyrir stofnun lóðarinnar út úr Krossdal. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í stofnun lóðar undir ferðaþjónustu á þessum stað. Í ljósi umfangs lóðar og fyrirhugaðs mannvirkis telur hún þó nauðsynlegt að breyta aðalskipulagi til að skilgreina nýja þjónustulóð á þessum stað og jafnframt verði að vinna deiliskipulag fyrir lóðina. Nefndin lýsir sig reiðubúna til að vinna tillögu að aðalskipulagsbreytingu samhliða vinnu hagsmunaaðila að deiliskipulagi lóðarinnar. Minnt er á ákvæði aðalskipulags þar sem gert er ráð fyrir að ekki sé byggt nær Litluá en 75 m.

9.Gísli Guðmundsson f.h. Vísis hf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Hafnarstétt 25-31

Málsnúmer 201309005Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi samþykkti þann 21. október s.l. byggingaráform Vísis hf fyrir endurbyggingu jarðhæðar og byggingu nýrrar hæðar að Hafnarstétt 25. Afgreiðslan var kynnt.

10.Árni Pétur Aðalsteinsson sækir um leyfi til að breyta gluggum að Sólbrekku 21

Málsnúmer 201310039Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi samþykkti þann 7. október s.l. breytingu á gluggum að Sólbrekku 21. Afgreiðslan var kynnt.

11.Benedikt Kristjánsson, Val ehf. f.h. Fasteigna ríkissjóðs sækir um leyfi til að gera skjólvegg við aðalinngang F.S.H.

Málsnúmer 201310114Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi samþykkti þann 24. október s.l. leyfi til að byggja skjólvegg við aðalinngang Framhaldsskóla Húsavíkur. Afgreiðslan var kynnt.

12.Benedikt Kristjánsson, Val ehf. f.h Fasteigna ríkissjóðs sækir um leyfi til að skipta um tvær hurðir og loka einu hurðargati á bílgeymslu sjúkrabíla

Málsnúmer 201310115Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi samþykkti þann 24. október s.l. ósk um leyfi fyrir tveimur nýjum innkeyrsluhurðum og lokun nyrstu innkeyrsludyra á bílgeymslu sjúkrabíla við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík. Afgreiðslan var kynnt.

13.Vegagerðin óskar eftir breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030

Málsnúmer 201309058Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að skipulagslýsingu vegna breyttrar legu hringvegar við Jökulsá á Fjöllum. Nefndin telur ekki tilefni til breytinga á skipulagslýsingunni á þessu stigi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Fundi slitið - kl. 13:00.