Fara í efni

Deiliskipulag urðunarsvæðis í Laugardal

Málsnúmer 201303054

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 102. fundur - 20.03.2013

Sorpsamlag Þingeyinga óskar eftir formlegri umfjöllun um tillögu að skipulagslýsingu fyrir sorpurðunarsvæði í Laugardal. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga eins og hún er lögð fram.

Bæjarstjórn Norðurþings - 23. fundur - 22.03.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 102. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Sorpsamlag Þingeyinga óskar eftir formlegri umfjöllun um tillögu að skipulagslýsingu fyrir sorpurðunarsvæði í Laugardal.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga eins og hún er lögð fram. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 104. fundur - 08.05.2013

Nú er lokið þeim fresti sem lögboðnum umsagnaraðilum og almenningi var gefinn til að koma á framfæri athugasemdum vegna skipulags- og matslýsingar fyrir deiliskipulag sorpurðunarsvæðis í Laugardal. Athugasemdir og umsagnir bárust frá þremur aðilum: 1. Skipulagsstofnun kemur ýmsum athugasemdum og ábendingum á framfæri í bréfum dags. 10. og 11. apríl.2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerir með bréfi dags. 17. apríl athugasemdir við umfang fyrirhugaðrar urðunar.3. Minjavörður staðfestir með tölvupósti 7. maí 2013 að hann geri ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna. Ljóst er að mistök hafa átt sér stað varðandi lýsingu á magni og umfangi urðanlegs úrgangs á svæðinu í áður kynntri skipulagslýsingu. Ekki er gert ráð fyrir að urðun á svæðinu upp á meira en 500 tonnum á ári af óvirkum úrgangi. Þegar hefur verið skilað inn til Norðurþings leiðréttri skipulags- og matslýsingu fyrir urðunarsvæðið þar sem tekið er tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar hafa verið.

Bæjarstjórn Norðurþings - 25. fundur - 13.05.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 104. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið þeim fresti sem lögboðnum umsagnaraðilum og almenningi var gefinn
til að koma á framfæri athugasemdum vegna skipulags- og matslýsingar fyrir deiliskipulag sorpurðunarsvæðis í Laugardal.
Athugasemdir og umsagnir bárust frá þremur aðilum:
1. Skipulagsstofnun kemur ýmsum athugasemdum og ábendingum á framfæri í bréfum dags. 10. og 11. apríl.2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerir með bréfi dags. 17. apríl athugasemdir við umfang fyrirhugaðrar urðunar.3. Minjavörður staðfestir með tölvupósti 7. maí 2013 að hann geri ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.
Ljóst er að mistök hafa átt sér stað varðandi lýsingu á magni og umfangi urðanlegs úrgangs á svæðinu í áður kynntri skipulagslýsingu.
Ekki er gert ráð fyrir að urðun á svæðinu upp á meira en 500 tonnum á ári af óvirkum úrgangi.
Þegar hefur verið skilað inn til Norðurþings leiðréttri skipulags- og matslýsingu fyrir urðunarsvæðið þar sem tekið er tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar hafa verið. Til máls tók: Jón Grímsson. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 109. fundur - 11.09.2013

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi sorpurðunarstaðar í Laugardal sem unnin er af verkfræðistofunni Eflu. Tillagan er sett fram á uppdrætti í blaðstærð A2 og eru greinargerð og umhverfisskýrsla færð inn á uppdrátt. Skipulagstillagan tekur mið af þeim athugasemdum sem bárust við kynningu lýsingar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga.

Bæjarstjórn Norðurþings - 28. fundur - 17.09.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 109. fundi skipulags- og byggingarnefndar:Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi sorpurðunarstaðar í Laugardal sem unnin er af verkfræðistofunni Eflu. Tillagan er sett fram á uppdrætti í blaðstærð A2 og eru greinargerð og umhverfisskýrsla færð inn á uppdrátt. Skipulagstillagan tekur mið af þeim athugasemdum sem bárust við kynningu lýsingar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga." Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 111. fundur - 05.11.2013

Nú er lokið kynningu deiliskipulags urðunarsvæðis í Laugardal. Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra sendu umsagnir um skipulagstillöguna og kemur þar fram að stofnanirnar gera ekki athugasemdir við tillöguna. Engar aðrar umsagnir eða athugasemdir bárust um skipulagstillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda hana til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en gildistaka verður auglýst.

Bæjarstjórn Norðurþings - 30. fundur - 19.11.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 111. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningu deiliskipulags urðunarsvæðis í Laugardal.
Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra sendu umsagnir um skipulagstillöguna og kemur þar fram að stofnanirnar gera ekki athugasemdir við tillöguna.
Engar aðrar umsagnir eða athugasemdir bárust um skipulagstillöguna.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda
hana til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en gildistaka verður auglýst. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.