Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

109. fundur 11. september 2013 kl. 13:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir varaformaður
  • Guðlaug Gísladóttir aðalmaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Hauksdóttir aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Sveinbjörn Árni Lund 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fiskistofa óskar eftir umsögn Norðurþings v/rekstrarleyfi fyrir Fiskeldið Haukamýri

Málsnúmer 201308048Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd hefur skoðað erindi Fiskistofu þar sem óskað er umsagnar Norðurþings um rekstrarleyfi fyrir Fiskeldið Haukamýri vegna framleiðslu 450 tonna af bleikju til manneldis auk framleiðslu laxaseiða til flutnings í aðrar stöðvar. Fiskeldið Haukamýri er á lóð sem ætluð er undir fiskeldi skv. gildandi aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Nefndin veitir því f.h. Norðurþings, jákvæða umsögn vegna veitingar rekstrarleyfis.

2.Deiliskipulag hótellóðar Stracta

Málsnúmer 201309010Vakta málsnúmer

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt kynnti tillögu sína að skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna stækkunar þjónustureits við golfvöll á Húsavík sem og tillögu að deiliskipulagi þess reits undir golfskála og hótelbyggingar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

3.Deiliskipulag lóðar Hótel Húsavíkur

Málsnúmer 201308074Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna vinnslu deiliskipulags reits umhverfis hótelbyggingu við Ketilsbraut á Húsavík. Athugasemdir/ábendingar komu frá tveimur aðilum á kynningartíma. 1. Rarik óskar eftir að gert verði ráð fyrir lóð undir spennistöð innan skipulagsreitsins.2. Skipulagsstofnun minnir á tilvísanir í skipulagslög og markmið aðalskipulags Norðurþings. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings felur skipulagsráðgjafa að taka tillit til ábendinganna. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi svæðisins þar sem tekið hefur verið tillit til framkominna sjónarmiða. Skipulagsnefnd telur að rýmka þurfi svæði umhverfis spennistöð og afnema kvöð um steinveggi. Ekki verði gert ráð fyrir aðkomu að bílastæðum hótellóðar frá gatnamótum Stóragarðs og Miðgarðs. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt með þeim breytingum skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga.

4.Deiliskipulag urðunarsvæðis í Laugardal

Málsnúmer 201303054Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi sorpurðunarstaðar í Laugardal sem unnin er af verkfræðistofunni Eflu. Tillagan er sett fram á uppdrætti í blaðstærð A2 og eru greinargerð og umhverfisskýrsla færð inn á uppdrátt. Skipulagstillagan tekur mið af þeim athugasemdum sem bárust við kynningu lýsingar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga.

5.Deiliskipulag urðunarstaðar við Kópasker

Málsnúmer 201212023Vakta málsnúmer






Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Alta að skipulags- og matslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna stækkunar sorpurðunarsvæðis norðan Kópaskers.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.

Ennfremur leggur skipulags- og byggingarnefnd til að haldinn verði kynningarfundur á Kópaskeri í lok september þar sem skipulagshugmyndirnar eru kynntar.

6.Vigfús Sigurðsson f.h. Ólafs Ármanns Sigurðssonar sækir um byggingarleyfi fyrir sólstofu og forstofu við íbúðarhúsið að Höfðabrekku 23

Málsnúmer 201309006Vakta málsnúmer





Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 16,5 m² sólstofu og 3,9 m² anddyri við Höfðabrekku 23. Viðbyggingar verði úr timbri og með bárujárnsklæðningum. Einnig er óskað eftir leyfi til að einangra húsið að utan og klæða með bárujárni. Fyrir fundi liggja teikningar unnar af Vigfúsi Sigurðssyni byggingartæknifræðingi.

Sýna þarf fram á með teikningum að fyrirhugaðar viðbyggingar standist ákvæði greinar 9.7.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Ef fullnægjandi gögn þar að lútandi berast byggingarfulltrúa verði erindið grenndarkynnt nágrönnum að Höfðabrekku 21 og 25 auk Laugarbrekku 18, 20, 22 og 24.

7.Breyting aðalskipulags Norðurþings vegna lagningar jarðstrengs frá Húsavík að Höfuðreiðarmúla

Málsnúmer 201309015Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Alta að skipulags- og matslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna lagningar 66 kV jarðstrengs frá Húsavík að Höfuðreiðarmúla. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.

Fundi slitið - kl. 13:00.