Fara í efni

Deiliskipulag lóðar Hótel Húsavíkur

Málsnúmer 201308074

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 109. fundur - 11.09.2013

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna vinnslu deiliskipulags reits umhverfis hótelbyggingu við Ketilsbraut á Húsavík. Athugasemdir/ábendingar komu frá tveimur aðilum á kynningartíma. 1. Rarik óskar eftir að gert verði ráð fyrir lóð undir spennistöð innan skipulagsreitsins.2. Skipulagsstofnun minnir á tilvísanir í skipulagslög og markmið aðalskipulags Norðurþings. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings felur skipulagsráðgjafa að taka tillit til ábendinganna. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi svæðisins þar sem tekið hefur verið tillit til framkominna sjónarmiða. Skipulagsnefnd telur að rýmka þurfi svæði umhverfis spennistöð og afnema kvöð um steinveggi. Ekki verði gert ráð fyrir aðkomu að bílastæðum hótellóðar frá gatnamótum Stóragarðs og Miðgarðs. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt með þeim breytingum skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga.

Bæjarstjórn Norðurþings - 28. fundur - 17.09.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 109. fundi skipulags- og byggingarnefndar:Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna vinnslu deiliskipulags reits umhverfis hótelbyggingu við Ketilsbraut á Húsavík. Athugasemdir/ábendingar komu frá tveimur aðilum á kynningartíma.
1. Rarik óskar eftir að gert verði ráð fyrir lóð undir spennistöð innan skipulagsreitsins.2. Skipulagsstofnun minnir á tilvísanir í skipulagslög og markmið aðalskipulags Norðurþings.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings felur skipulagsráðgjafa að taka tillit til ábendinganna. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi svæðisins
þar sem tekið hefur verið tillit til framkominna sjónarmiða. Skipulagsnefnd telur að rýmka þurfi svæði umhverfis spennistöð og afnema kvöð um steinveggi. Ekki verði gert ráð fyrir aðkomu að bílastæðum hótellóðar frá gatnamótum Stóragarðs og Miðgarðs.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt með þeim breytingum skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga." Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 111. fundur - 05.11.2013

Nú er lokið kynningu deiliskipulags lóðarinnar að Ketilsbraut 22 á Húsavík. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra sendi umsögn um skipulagstillöguna þar sem fram kemur að ekki sé gerð athugasemd við framlagða tillögu. Engar aðrar umsagnir bárust um skipulagstillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda hana til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en gildistaka verður auglýst.

Bæjarstjórn Norðurþings - 30. fundur - 19.11.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 111. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningu deiliskipulags lóðarinnar að Ketilsbraut 22 á Húsavík. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Eystra sendi umsögn um skipulagstillöguna þar sem fram kemur að ekki sé gerð athugasemd við framlagða tillögu. Engar aðrar umsagnir bárust um skipulagstillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda hana til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en gildistaka verður auglýst. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.