Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

28. fundur 17. september 2013 kl. 16:15 - 20:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Jón Helgi Björnsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
  • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir 1. varamaður
  • Sigurgeir Höskuldsson 1. varamaður
  • Birna Björnsdóttir 1. varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar óskaði eftir að taka nýtt mál á dagskrá. Mál nr. 201006035 - Skipan fulltrúa í nefndir og ráð 2010 - 2014.

Tillagan samþykkt samhljóða. Málið er 12. dagskrárliður fundargerðarinnar.

1.Atli Vigfússon óskar eftir samþykki til að stofna og skipta út úr Laxamýri lóð undir Gamla veiðiheimilið

Málsnúmer 201309021Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 82. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs: "Fyrir bæjarráði liggur umsókn frá Atla Vigfússyni um stofnun fasteigna í fasteignaskrá - ný lóð (Gamla veiðiheimilið).
Bæjarráð vísar erindinu um stofnun nýrrar lóðar í fasteignaskrá til bæjarstjórnar." Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi erindi samhljóða. Jón Helgi Björnsson vék af fundi undir þessum lið.

2.Tillaga frá bæjarstjóra, styrkir til nýsköpunar í atvinnulífi Norðurþings

Málsnúmer 201308062Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir 80. fundi bæjarráðs. Erindið er tillaga bæjarstjóra um styrki til nýsköpunar í atvinnulífi Norðurþings. Til máls tóku: Bergur og Hjálmar Bogi. Fyrirliggjandi tillaga samþykkt samhljóða.

3.Deiliskipulag hótellóðar Stracta

Málsnúmer 201309010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 109. fundi skipulags- og byggingarnefndar:Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Arnhildur Pálmadóttir arkitekt kynnti tillögu sína að skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna stækkunar þjónustureits við golfvöll á Húsavík sem og tillögu að deiliskipulagi þess reits undir golfskála og hótelbyggingar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga." Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

4.Deiliskipulag lóðar Hótel Húsavíkur

Málsnúmer 201308074Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 109. fundi skipulags- og byggingarnefndar:Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna vinnslu deiliskipulags reits umhverfis hótelbyggingu við Ketilsbraut á Húsavík. Athugasemdir/ábendingar komu frá tveimur aðilum á kynningartíma.
1. Rarik óskar eftir að gert verði ráð fyrir lóð undir spennistöð innan skipulagsreitsins.2. Skipulagsstofnun minnir á tilvísanir í skipulagslög og markmið aðalskipulags Norðurþings.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings felur skipulagsráðgjafa að taka tillit til ábendinganna. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi svæðisins
þar sem tekið hefur verið tillit til framkominna sjónarmiða. Skipulagsnefnd telur að rýmka þurfi svæði umhverfis spennistöð og afnema kvöð um steinveggi. Ekki verði gert ráð fyrir aðkomu að bílastæðum hótellóðar frá gatnamótum Stóragarðs og Miðgarðs.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt með þeim breytingum skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga." Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

5.Deiliskipulag urðunarsvæðis í Laugardal

Málsnúmer 201303054Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 109. fundi skipulags- og byggingarnefndar:Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi sorpurðunarstaðar í Laugardal sem unnin er af verkfræðistofunni Eflu. Tillagan er sett fram á uppdrætti í blaðstærð A2 og eru greinargerð og umhverfisskýrsla færð inn á uppdrátt. Skipulagstillagan tekur mið af þeim athugasemdum sem bárust við kynningu lýsingar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulags- og byggingarlaga." Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

6.Deiliskipulag urðunarstaðar við Kópasker

Málsnúmer 201212023Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 109. fundi skipulags- og byggingarnefndar:Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Alta að skipulags- og matslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna stækkunar sorpurðunarsvæðis norðan Kópaskers.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga. Ennfremur leggur skipulags- og byggingarnefnd til að haldinn verði kynningarfundur á Kópaskeri í lok september þar sem skipulagshugmyndirnar eru kynntar." Bæjarstjórn samykkir fyrirliggjandi tillögur skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

7.Breyting aðalskipulags Norðurþings vegna lagningar jarðstrengs frá Húsavík að Höfuðreiðarmúla

Málsnúmer 201309015Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 109. fundi skipulags- og byggingarnefndar:Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Alta að skipulags- og matslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna lagningar 66 kV jarðstrengs frá Húsavík að Höfuðreiðarmúla.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga." Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

8.Ungmennaráð Norðurþings

Málsnúmer 201201039Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi til afgreiðslu sem tekið var fyrir á 22. fundi tómstunda- og æskulýðsnefndar.Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til við bæjarstjórn að Ungmennaráð verði endurvakið og vistað undir málaflokki 06. Nefndin leggur til að Ungmennaráð fái allt að eina milljón til ráðstöfunar í málaflokknum. Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til að erindisbréf Ungmennaráðs verði tekið upp og samþykkt af Tómstunda- og æskulýðsnefnd." Til máls tóku: Hjálmar Bogi. Forseti bæjarstjórnar óskar eftir að tillögurnar verði afgreiddar í þrennu lagi.1. Tillaga um endurvakningu Ungmennaráðs og falli undir málaflokk tómstunda- og æskulýðsnefndar (06).2. Tillaga um að fjárheimild fyrir Ungmennaráð verði að upphæð allt að 1 milljón króna.3. Tillaga um að erindisbréf Ungmennaráðs verði tekið til endurskoðunar og afgreitt af tómstunda- og æskulýðsnefnd. Tillaga 1. samþykkt samhljóða.Tillaga 2. samþykkt samhljóða að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar.Tillaga 3. samþykkt samhljóða.

9.Málefni Slökkviliðs Húsavíkur

Málsnúmer 201305010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 30 og 33. fundi framkvæmda- og hafnanefndar.Eftirfarandi er tillaga nefndarinnar: "Í skýrslunni er lagt til að í sveitarfélaginu verði starfsrækt eitt slökkvilið í stað þriggja áður með starfsstöðvar á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Jafnframt er lagt til að einn slökkviliðsstjóri verði ráðinn og eldvarnareftirlitsmaður. Í skýrslunni er bent á mikilvægi þess að endurvinna brunavarnaráætlun. Auka þarf rekstrarframlag til málaflokksins.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að skýrslan verði lögð til grundvallar við endurskipulagningu brunavarnarmála í Norðurþingi." Forseti bæjarstjórnar gerði að tillögu sinni að bæjarstjórn samþykki skipulagstillögu skýrslunnar en vísi fjárhagsþætti hennar til gerðar fjárhagsáætlana fyrir árin 2014 til 2017. Til máls tóku: Soffía, Jón Helgi og Hjálmar Bogi. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu forseta bæjarstjórnar.

10.Axel Yngvason, rekstur ferðaþjónustunnar í Lundi

Málsnúmer 201209045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 33. fundi framkvæmda- hafnanefndar.Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Axel, sem rekið hefur ferðaþjónustu í Lundi undanfarin ár, hefur lýst því yfir að hann muni ekki sækjast eftir að reka ferðaþjónustu þar á næsta ári. Sveitarfélagið vinnur að deiliskipulagi fyrir svæðið. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að Heimavistarhúsið/íbúð í Lundi verði auglýst til sölu þegar deiliskipulag hefur verið samþykkt." Til máls tóku: Gunnlaugur, Jón Helgi og Trausti. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu framkvæmda- og hafnanefndar samhljóða.

11.Fjallalamb hf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir tvo frystigáma að Röndinni 9 á Kópaskeri

Málsnúmer 201308075Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 108. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir tvo frystigáma á lóðinni að Röndinni 9 á Kópaskeri. Meðfylgjandi umsókn er afstöðumynd. Fyrir liggur samkomulag milli lóðarhafa og Fjallalambs.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði stöðuleyfi fyrir gámunum til ársloka 2013." Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar.

12.Norðurþing, skipan fulltrúa í nefndir og ráð 2010-2014

Málsnúmer 201006035Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu kosning og skipan í eftirfarandi nefndir og ráð. Tillaga er gerð um að í stað Kristjönu Maríu Kristjánsdóttir sem aðalmaður í félags- og barnaverndarnefnd kemur Þorgrímur Sigmundsson. Sem varamaður í stað Benedikts Kristjánssonar í félags- og barnaverndarnefnd kemur Kristjana Lilja Einarsdóttir. Tillagan samþykkt samhljóða.

13.Bæjarráð Norðurþings - 80

Málsnúmer 1308003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 80. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir lið: 2 - Hjálmar Bogi og Bergur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

14.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 108

Málsnúmer 1308001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 108. fundar skipulags- og byggingarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

15.Bæjarráð Norðurþings - 81

Málsnúmer 1308005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 81. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

16.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 33

Málsnúmer 1308008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 33. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið: 2 - Hjálmar Bogi, Soffía, Bergur og Jón Helgi.Til máls tóku undir lið: 11 - Sigurgeir, Hjálmar Bogi, Friðirk, Dóra Fjóla, Soffía og Jón Helgi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

17.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 28

Málsnúmer 1308007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 28. fundar fræðslu- og menningarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið: 1 - Soffía.Til máls tóku undir lið: 3 - Bergur, Soffía og Dóra Fjóla. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

18.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 22

Málsnúmer 1309002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 22. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið: 1 - Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

19.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 109

Málsnúmer 1309003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 109. fundar skipulags- og byggingarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

20.Bæjarráð Norðurþings - 82

Málsnúmer 1309001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 82. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

21.Bæjarráð Norðurþings - 79

Málsnúmer 1308002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 79. fundar bæjarráðs sem afgreidd var í sumarleyfi bæjarstjórnar. Til máls tóku: Bergur, Friðrik, Jón Helgi og Hjálmar Bogi. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 32

Málsnúmer 1307005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 32. fundar framkvæmda- og hafnanefndar sem afgreidd var í sumarleyfi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Bæjarráð Norðurþings - 78

Málsnúmer 1307003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 78. fundar bæjarráðs sem afgreidd var í sumarleyfi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 107

Málsnúmer 1307002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 107. fundar skipulags- og byggingarnefndar sem afgreidd var í sumarleyfi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 31

Málsnúmer 1307001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 31. fundar framkvæmda- og hafnanefndar sem afgreidd var í sumarleyfi bæjarstjórnar. Til máls tóku: Birna og Hjálmar Bogi. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

26.Bæjarráð Norðurþings - 77

Málsnúmer 1306010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 77. fundar bæjarráðs sem afgreidd var í sumarleyfi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

27.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 106

Málsnúmer 1306009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til kynningar fundargerð 106. fundar skipulags- og byggingarnefndar sem afgreidd var í sumarleyfi bæjarstjórnar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.