Fara í efni

Málefni Slökkviliðs Húsavíkur

Málsnúmer 201305010

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.05.2013

Fyrir framkvæmda- hafnanefnd liggur erindi frá Jóni Ásbergi Salómonssyni, f.h. Slökkviliðs Húsavíkur um ýmis málefni slökkviliðsins.
Fram kemur í erindinu m.a. endurmenntun slökkviliðsmanna, viðbragðsáætlun vegna sjóslysa, viðbragðsáætlun vegna jarðskjálfta og viðbragðsáætlun vegna flugslyss við Húsavíkurflugvöll en slökkviliðinu er ætluð verulega aðkoma vegna allra þessara áætlana.
Fram kemur í erindinu ýmis viðhaldsmál sem bíða úrlausnar sem og endurnýjun á öryggisbúnaði slökkviliðsins.
Jafnfram er óskað eftir heimild til kaupa á nýrri þvottavél til hreinsunar á menguðum búnaði liðsins.

í erindinu kemur einngi fram yfirlitsskýrsla um verkefni slökkviliðssins í tengslum við uppbyggingu iðnaðarsvæðisins á Bakka.

Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar bréfritara fyrir erindið og felur Tryggva, framkvæmda- og hafnafulltrúa, í samvinnu við slökkviðlisstjóra, að taka saman heildarkostnað vegna viðhaldsmála sem og að fara yfir og greina hvernig bregðast megi við til að leysa úrlausnarefnin.

Bæjarráð Norðurþings - 81. fundur - 29.08.2013

Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar niðurstaða skýrslu sem nefnd um málefni slökkviliða í Norðurþingi hefur tekið saman. Á fundinn mætti Áki Hauksson og kynnti hann skýrsluna og helstu niðurstöður. Bæjarráð skipaði nefnd um málefni slökkviliðana í Norðurþingi á fundi sínum þann 20. júní s.l. en eftirtaldir aðilar voru skipaðir: Áki Hauksson - formaðurFriðrik Jónsson - Almannavörnum ÞingeyingaGrímur Kárason - VaraslökkviliðsstjóriJón Ásberg Salómonsson - SlökkviliðsstjóriJón Grímsson - Bæjarfulltrúi og Slökkviliðsstjóri á KópaskeriTryggvi Jóhannsson - Framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings.Óskar Óskarsson - Slökkviliðsstjóri á Raufarhöfn. Bæjarráð þakkar Áka fyrir greinargóða kynningu og vísar skýrslunni til Framkvæmda- og hafnarnefndar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 33. fundur - 03.09.2013

Á 30. fundi framkvæmda- og hafnanefndar 12. júní sl. samþykkti framkvæmda- og hafnanefnd að leggja til við bæjarstjórn að skipuð yrði nefnd til þess að fara yfir málefni slökkviliðanna í Norðurþingi og myndi nerfndin skila af sér fyrir 1. september n.k. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að skipa starfshóp og fól bæjarráði að gera erindisbréf fyrir starfshópinn og skipa fulltrúa í hann. Starfshópurinn hefur nú skilað skýrslu um stöðu slökkviliðanna og gert tillögur til úrbóta og áætlað kostnað vegna þeirra. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar starfshópnum fyrir vel unna skýrslu. Í skýrslunni er lagt til að í sveitarfélaginu verði starfsrækt eitt slökkvilið í stað þriggja áður með starfsstöðvar á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Jafnframt er lagt til að einn slökkviliðsstjóri verði ráðinn og eldvarnareftirlitsmaður.Í skýrslunni er bent á mikilvægi þess að endurvinna brunavarnaráætlun.Auka þarf rekstrarframlag til málaflokksins. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að skýrslan verði lögð til grundvallar við endurskipulagningu brunavarnarmála í Norðurþingi. Í samræmi við skýrslu starfshópsins óskar framkvæmda- og hafnanefnd eftir aukafjárveitingu að upphæð 4.000.000 kr. vegna málaflokksins á árinu 2013 til bæjarráðs.

Bæjarráð Norðurþings - 82. fundur - 12.09.2013

Fyrir bæjarráði liggur skýrsla starfshóps sem skipaður var um málefni Slökkviliðanna í Norðurþingi. Erindið var síðast tekið fyrir á 33. fundi framkvæmda- og hafnanefndar þann 3. september s.l. Eftirfarandi er afgreiðsla framkvæmda- og hafnanefndar: Á 30. fundi framkvæmda- og hafnanefndar 12. júní sl. samþykkti framkvæmda- og hafnanefnd að leggja til við bæjarstjórn að skipuð yrði nefnd til þess að fara yfir málefni slökkviliðanna í Norðurþingi og myndi nefndin skila af sér fyrir 1. september n.k. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að skipa starfshóp og fól bæjarráði að gera erindisbréf fyrir starfshópinn og skipa fulltrúa í hann. Starfshópurinn hefur nú skilað skýrslu um stöðu slökkviliðanna og gert tillögur til úrbóta og áætlað kostnað vegna þeirra.
Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar starfshópnum fyrir vel unna skýrslu.
Í skýrslunni er lagt til að í sveitarfélaginu verði starfsrækt eitt slökkvilið í stað þriggja áður með starfsstöðvar á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Jafnframt er lagt til að einn slökkviliðsstjóri verði ráðinn og eldvarnareftirlitsmaður. Í skýrslunni er bent á mikilvægi þess að endurvinna brunavarnaráætlun. Auka þarf rekstrarframlag til málaflokksins.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að skýrslan verði lögð til grundvallar við endurskipulagningu brunavarnarmála í Norðurþingi.
Í samræmi við skýrslu starfshópsins óskar framkvæmda- og hafnanefnd eftir aukafjárveitingu að upphæð 4.000.000 kr. vegna málaflokksins á árinu 2013 til bæjarráðs. Í afgreiðslu framkvæmda- og hafnanefnd er óskað eftir 4 mkr. aukafjárveitingu fyrir árið 2013.Bæjarráð samþykkir umrædda beiðni og felur nefndinni að nota til þess ónýttar fjárheimildir.

Bæjarstjórn Norðurþings - 28. fundur - 17.09.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 30 og 33. fundi framkvæmda- og hafnanefndar.Eftirfarandi er tillaga nefndarinnar: "Í skýrslunni er lagt til að í sveitarfélaginu verði starfsrækt eitt slökkvilið í stað þriggja áður með starfsstöðvar á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Jafnframt er lagt til að einn slökkviliðsstjóri verði ráðinn og eldvarnareftirlitsmaður. Í skýrslunni er bent á mikilvægi þess að endurvinna brunavarnaráætlun. Auka þarf rekstrarframlag til málaflokksins.
Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að skýrslan verði lögð til grundvallar við endurskipulagningu brunavarnarmála í Norðurþingi." Forseti bæjarstjórnar gerði að tillögu sinni að bæjarstjórn samþykki skipulagstillögu skýrslunnar en vísi fjárhagsþætti hennar til gerðar fjárhagsáætlana fyrir árin 2014 til 2017. Til máls tóku: Soffía, Jón Helgi og Hjálmar Bogi. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu forseta bæjarstjórnar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 34. fundur - 09.10.2013

Í samræmi við skýrslu starfshóps þess sem bæjarstjórn samþykkti að að stofna um málefni slökkviliðanna í Norðurþingi var öllum slökkviliðsstjórum í sveitarfélaginu sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með samningsbundnum uppsagnarfresti. Samkvæmt skýrslunni skal ráða einn slökkviliðsstjóra fyrir allt sveitarfélagið. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að auglýsa eftir slökkviliðsstjóra og að fela Capasent umsjón ráðningarferlisins.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 36. fundur - 11.12.2013

Starf slökkviliðsstjóra í sameinuðu slökkviliði Norðurþings var auglýst og rann umsóknarfrestur út 11. nóv. sl. Fimm umsóknir bárust en ein var dregin til baka. Ráðningarferlið hefur verið í höndum Capacent sem nú hefur skilað niðurstöðu. Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa ásamt bæjarstjóra að vinna að ráðningu slökkviliðsstjóra í samræmi við niðurstöðu Capacent.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 37. fundur - 15.01.2014

Grímur Kárason, nýráðinn slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Norðurþings gerði grein fyrir stöðu mála og framtíðarsýn. Nýtt slökkvilið, Slökkvilið Norðurþings, mun taka til starfa 1. febrúar n.k. Slökkviliðin á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn verða þá lögð niður.Störf slökkviliðsstjóra á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn verða aflögð samhliða þessum breytingum. Þeim slökkviliðsstjórum sem hafa um árabil sinnt þessum þessum störfum er þakkað farsælt starf. Ljóst er að byggja þarf upp slökkvilið í sveitarfélaginu til lengri tíma. Grímur kynnti drög að gjaldskrá Slökkviliðs Norðurþings sem verður lögð fyrir næsta fund nefndarinnar. Jafnframt kynnti hann nýtt merki slökkviliðs Norðurþings. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar Grími Kárasyni fyrir kynninguna og óskar honum góðs gengis í nýju starfi.