Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

81. fundur 29. ágúst 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Olga Gísladóttir 1. varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Málefni Slökkviliðanna í Norðurþingi

Málsnúmer 201305010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar niðurstaða skýrslu sem nefnd um málefni slökkviliða í Norðurþingi hefur tekið saman. Á fundinn mætti Áki Hauksson og kynnti hann skýrsluna og helstu niðurstöður. Bæjarráð skipaði nefnd um málefni slökkviliðana í Norðurþingi á fundi sínum þann 20. júní s.l. en eftirtaldir aðilar voru skipaðir: Áki Hauksson - formaðurFriðrik Jónsson - Almannavörnum ÞingeyingaGrímur Kárason - VaraslökkviliðsstjóriJón Ásberg Salómonsson - SlökkviliðsstjóriJón Grímsson - Bæjarfulltrúi og Slökkviliðsstjóri á KópaskeriTryggvi Jóhannsson - Framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings.Óskar Óskarsson - Slökkviliðsstjóri á Raufarhöfn. Bæjarráð þakkar Áka fyrir greinargóða kynningu og vísar skýrslunni til Framkvæmda- og hafnarnefndar.

2.Frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, beiðni um umsögn vegna umsóknar um ívilnun vegna nýfjárfestingar

Málsnúmer 201308072Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um umsögn vegna umsóknar Thorsil ehf um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Samkvæmt 3. mgr. 17. gr. í lögum nr. 99/2010 skal nefndin hafa samráð við sveitarfélög í tengslum við aðkomu þeirra að fyrirhuguðum fjárfestingarverkefnum sem staðsett eru innan umdæma þeirra. Því er farið þess á leit að sveitarfélagið Norðurþing veiti umsögn sína um verkefnið. ;
Sveitarfélagið Norðurþing hefur um skeið unnið með Thorsil ehf., sem fyrirhugar að reisa og reka kísilverksmiðju í landi Bakka við Húsavík. Í tillögu að matsáætlun er gert ráð fyrir ársframleiðslu allt að 100.000. tonn af kísilmálmi. Sveitarfélagið hefur sett fram viðmið gagnvart sínum samstarfsaðilum sem m.a. fela í sér kröfu um reynslu, skýra áætlun og faglega nálgun og fjárhagslegan styrk til að ljúka verkefninu. Gott samstarf við heimamenn er einnig lykilatriði. Jafnframt er þess krafist að hálfu sveitarfélagsins að viðkomandi aðili hafi undirritað samstarfsyfirlýsingu við orkusöluaðila þar sem komi fram skýr vilji orkufyrirtækisins til að afhenda þá orku sem nauðsynleg er til að verkefnið geti orðið að veruleika. ;
Bæjarráð Norðurþing veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að framangreind atriði séu uppfyllt.

3.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Erlu Rögnvaldsdóttur f.h. Sigtúns ehf. v/Gbr 77

Málsnúmer 201308054Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Erlu Rögnvaldsdóttir f.h. Sigtún ehf., v/Gbr. 77. Bæjarráð leggst ekki gegn erindinu að því tilskyldu að aðrir sem um málið fjalla geri slíkt hið sama.

4.Vinstri-Hægri-Vinstri, umferðarfræðsla, umsókn um styrk

Málsnúmer 201308070Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Vintri-Hægri-Vinstri vegna umferðarfræðslu fyrir yngsta stig grunnskóla. Félagið óskar eftir styrk að upphæð 105.000.- til að fræða yngstu nemendur í Norðurþingi um hætturnar sem leynast í umferðinni. Vinstri-Hægri-Vinstri er tuttugu mínútna langt leikrit. Farið er í allar grunnreglur umferðarinnar. Hvernig á að fara yfir götu, hvernig á að haga sér í bíl og hvað þarf að passa upp á þegar farið er út að hjóla. Ætlunin er að fara með verkið í hvern einasta grunnskóla á landinu og fræða yngstu börnin um helstu hættur umferðarinnar. Eftir hverja sýningu eru umræður milli persóna og áhorfenda. Umferðarstofa er í samstarfi um verkefnið og var handritið unnið í samvinnu við fagmenn sem þar vinna. Áætlað er að heimsækja alla skóla á Íslandi á tímabilinu 1. september 2013 til 15. febrúar 2014. Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í fræðslu- og menningarnefnd.

5.Sjóböð ehf. ósk um lóð

Málsnúmer 201111058Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Pétri J. Eiríkssyni, f.h. Sjóbaða ehf., þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið Norðurþing um lóð fyrir starfsemi félagsins. Á lóðinni hyggst félagið byggja og reka sjóböð. Stærð baðsvæðis er áætlað um 985 m2 og stæð húsnæðis um 498 m2. Einnig er gert ráð fyrir í framtíðinni að byggt verði 70 til 100 herbergja heilsuhótel í tengslum við sjóböðin og þá í tveimur áföngum. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um beiðni félagsins.

Fundi slitið - kl. 18:00.