Fara í efni

Frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, beiðni um umsögn vegna umsóknar um ívilnun vegna nýfjárfestingar

Málsnúmer 201308072

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 81. fundur - 29.08.2013

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um umsögn vegna umsóknar Thorsil ehf um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Samkvæmt 3. mgr. 17. gr. í lögum nr. 99/2010 skal nefndin hafa samráð við sveitarfélög í tengslum við aðkomu þeirra að fyrirhuguðum fjárfestingarverkefnum sem staðsett eru innan umdæma þeirra. Því er farið þess á leit að sveitarfélagið Norðurþing veiti umsögn sína um verkefnið. ;
Sveitarfélagið Norðurþing hefur um skeið unnið með Thorsil ehf., sem fyrirhugar að reisa og reka kísilverksmiðju í landi Bakka við Húsavík. Í tillögu að matsáætlun er gert ráð fyrir ársframleiðslu allt að 100.000. tonn af kísilmálmi. Sveitarfélagið hefur sett fram viðmið gagnvart sínum samstarfsaðilum sem m.a. fela í sér kröfu um reynslu, skýra áætlun og faglega nálgun og fjárhagslegan styrk til að ljúka verkefninu. Gott samstarf við heimamenn er einnig lykilatriði. Jafnframt er þess krafist að hálfu sveitarfélagsins að viðkomandi aðili hafi undirritað samstarfsyfirlýsingu við orkusöluaðila þar sem komi fram skýr vilji orkufyrirtækisins til að afhenda þá orku sem nauðsynleg er til að verkefnið geti orðið að veruleika. ;
Bæjarráð Norðurþing veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að framangreind atriði séu uppfyllt.