Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

36. fundur 11. desember 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Þráinn Guðni Gunnarsson formaður
  • Jón Grímsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Tryggvi Jóhannsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sveinn Birgir Hreinsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Anna Romanska og Kristín Þormar óska eftir að gerast umsjónarmenn félagsheimilisins Hnitbjarga á Raufarhöfn

Málsnúmer 201311147Vakta málsnúmer

Anna og Kristín sækja um að sjá um húsvörslu í félagsheimilinu Hnitbjörgum ásamt því að reka barinn Félagann þar. Í umsóknarbréfinu gera þær nánari grein fyrir hugmyndum sínum um reksturinn. Framkvæmda- og hafnanefnd felur umsjónarmanni fasteigna að ganga til samninga við bréfritara.

2.Eyvindur Ólafsson sækir um að reka félagsheimilið Hnitbjörg

Málsnúmer 201312016Vakta málsnúmer

Eyvindur sækir um rekstur félagsheimilisins Hnitbjarga. Hann reifar líka hugmyndir sínar um reksturinn lauslega í umsókninni. Framkvæmda- og hafnanefnd hafnar erindinu enda gengið til samninga við annan aðila.

3.Beiðni um styrk frá Landgræðslunni

Málsnúmer 201311149Vakta málsnúmer

Styrkurinn er í samræmi við samning vegna verkefnisins: "Bændur græða landið" Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið.

4.Eignasjóður, viðhaldsþörf íbúða

Málsnúmer 201311057Vakta málsnúmer

Umsjónarmaður fasteigna gerði grein fyrir ýmsum atriðum sem snerta rekstur fasteignanna.- talið æskilegt að fara í viðhald í Grundargarði 5 - 7 á Húsavík; kostnaðarmat liggur fyrir.- talið æskilegt að fara í viðhald í Grundargarði 9 - 11 á Húsavík; kostnaðarmat liffur ekki fyrir.- verið að semja um utanhúsviðgerðir á Garðarsbraut 67 - 71 á Húsavík; kostnaðarmat liggur fyrir. Framkvæmda- og hafnanefnd felur umsjónarmanni fasteigna að gera kostnaðarmat vegna viðhalds í Grundargarði 5 - 7 og 9 - 11.Jafnframt felur nefndin umsj.manni fasteigna og ásamt fjármálastjóra sveitarfélagsins að ganga til samninga við Íslandsbanka um fjármögnun vegna þessa. Nefndarmenn telja skynsamlegt að mótuð verði stefna varðandi fasteignir Norðurþings sem sér félag.

5.Erindi frá Orkuveitu Húsavíkur, framkvæmdaáætlun fráveitu

Málsnúmer 201311053Vakta málsnúmer

Stjórn Orkuveitunnar hefur fjallað um drög að framkvæmdaáætlun fráveitu á Húsavík og vísar þeim til umræðu í framkvæmda- og hafnanefnd auk skipulags- og bygginganefndar áður en hún staðfestir áætlunina. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar fyrir erindið og gerir ekki athugasemd við það.

6.Gatnagerð á hafnarsvæði á Húsavík

Málsnúmer 201312023Vakta málsnúmer

Til stendur að endurbyggja akstursleið gegnum hafnarsvæðið samhliða fráveituframkvæmdum Orkuveitunnar sem fjallað var um hér í næsta lið á undan. Það er hagkvæmt að vinna þessar tvær framkvæmdir sem eitt verk og semja um kostnaðarskiptingu áður en verkið hefst. Fyrir fundinum liggur kostnaðaráætlun frá Mannviti vegna framkvæmdanna. Framkvæmda- og hafnanefnd telur mikilvægt að semja um kostnaðarskiptingu milli f&h nefndar annarsvegar og OH ohf. hinsvegar áður en verkið hefst.

7.Frá Varasjóði húsnæðismála, könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2012

Málsnúmer 201311051Vakta málsnúmer

Varsjóður húsnæðismála í samvinnu við velferðarráðuneytið hefur frá árinu 2004 árlega gert könnun á stöðu húsnæðismála hjá sveitarfélögum. Tilgangur könnunarinnar er að fylgjast með framvindu og breytingum á stöðu leiguíbúða en upplýsingarnar koma m.a. að notum við stefnumótun stjórnvalda í húsnæðismálum. Könnun vegna ársins 2012 var gerð í maí síðast liðnum. Könnunin var gerð með nýju rafrænu sniði og nokkuð ítarlegri en fyrri kannanir. Þátttaka sveitarfélga hefur verið góð undanfarin ár en svör að þessu sinni bárust frá 62 af þeim 74 sveitarfélögum eða 83,8%. Í þeim sveitarfélögum sem svörðuð könnuninni búa 98,2% íbúa landsins.Lagt fram til kynningar.

8.Grunnskólinn Raufarhöfn vatnsmál

Málsnúmer 201311088Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúa hefur borist bréf frá heilbrigðisfulltrúa þar sem vakin er athygli á að neysluvatnslagnir Grunnskóla Raufarhafnar eru að tærast og lita vatnið í hluta skólahúsnæðisins. Heilbrigðiseftirlitið óskar eftir að skoðun pípulagningameistara og úrbótaáætlun liggi fyrir eigi síðar en 1. desember nk. Píplagningameistari hefur þegar skoðað lagnirnar og ljóst að endurnýja þarf eldri lagnir í byggingunni. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að það verður gert fyrir nýtt skólaár. Miðstöðvarketill fyrir skólann, íþróttahús og sundlaug þarfnast viðgerðar eða endurnýjunar. Umsj.manni fasteigna falið að gera hið fyrsta úttekt á málinu.

9.Norðurþing auglýsir til leigu landafnot á Þórseyri og Ytri Bakka í Kelduhverfi

Málsnúmer 201310129Vakta málsnúmer

Landafnotin voru auglýst og þurftu tilboð að berast fyrir 10. nóv. sl. Tilboð í Þórseyri og Ytri Bakka saman voru sex, tilboð í Þórseyri fimm og eitt í Ytri Bakka. Þórseyri Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að ganga til samninga við hæstbjóðanda, Saltvík ehf. Ytri-Bakki Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að ganga til samninga við hæstbjóðanda, Bernharð Grímsson, Jón Halldór Guðmundsson og Stefán Haukur Grímsson. Báðir samningar skulu vera til 5 ára og uppsegjanlegir með hálfsárs fyrirvara og miða skal við áramót. Samningana skal leggja fyrir nefndina til afgreiðslu á fundi nefndarinnar í janúar 2014. Jón Grímsson vék af fundi við afgreiðslu þess máls.

10.Sveinn Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna Norðurþings óskar eftir söluheimild á löndunarhúsið á Raufarhöfn

Málsnúmer 201306022Vakta málsnúmer

Löndunarhúsið var auglýst til sölu með tilboðsfresti til 15. nóv. sl.. Tvö tilboð bárust. Annars vegar frá B.J. Vinnuvélar ehf og hins vegar frá JS Seafood ehf. Framkvæmda- og hafnanefnd hafnar báðum tilboðunum.

11.Starf við þjónustustöð og höfn á Raufarhöfn

Málsnúmer 201209024Vakta málsnúmer

Starf við þjónustustöð og höfn var auglýst og rann umsóknarfrestur út 30. nóv. sl. Tvær umsóknir bárust. Lagt fram til kynningar.

12.Málefni Slökkviliðanna í Norðurþingi

Málsnúmer 201305010Vakta málsnúmer

Starf slökkviliðsstjóra í sameinuðu slökkviliði Norðurþings var auglýst og rann umsóknarfrestur út 11. nóv. sl. Fimm umsóknir bárust en ein var dregin til baka. Ráðningarferlið hefur verið í höndum Capacent sem nú hefur skilað niðurstöðu. Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa ásamt bæjarstjóra að vinna að ráðningu slökkviliðsstjóra í samræmi við niðurstöðu Capacent.

13.Frá Hafnasambandi Íslands varðandi löggildingu hafnavoga

Málsnúmer 201311008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

14.Eigendur Bjarnastaða, Austaralands, Ferjubakka og Sigtúns óska eftir að stofna deild úr fjallskilafélagi Öxfirðinga

Málsnúmer 201308047Vakta málsnúmer

Erindi frá eigendum jarðanna var tekið fyrir á fundi f&h þann 3. sept. sl. Nefndin óskaði eftir áliti fjallskilastjóra á svæðinu. Það hefur nú borist og kemur þar fram að þrjár jarðir til viðbótar þurfi að tilheyra þessu svæði til þessað það getir orðið fjallskilahólf: Vestara-Land I og II og Hafurstaðir. Það er, að mati fjallskilastjóranna, grundvallaratriði að bætist þessar þrjár jarðir við er ekkert því til fyrirstöðu að gera svæðið að sér fjallskilafélagi. Framkvæmda- og hafnanefnd getur ekki orðið við erindinu með vísan í fundargerð fjallskilastjóra.

15.Cruise Iceland

Málsnúmer 201303007Vakta málsnúmerÍ samræmi við ákvörðun aðalfundar Cruise Iceland í maí 2013 voru útgerðarfélög í USA heimsótt dagana 18. til 22 nóvember.
;
Í ferðinni voru 11 fyrirtæki heimsótt í borgunum Seattle, Los Angeles, Miami og Fort Lauderdale. Samtals mættu 32 á fundina og auk þess var opin símalína til Southampton á einum fundi. ;
Móttökur voru mjög góðar, en þó mismunandi eftir fyrirtækjum. Almennt telja félögin að Ísland sé mjög góður áfangastaður; tiltölulega auðvelt að selja landið, mjög stórt hlutfall gesta fer í ferðir sem gefa vel af sér, engin stór tæknileg vandamál við siglingar og aðkomu í Íslenskum höfnum og þjónusta í landi til fyrirmyndar. ;
Viðhorf og afstaða fyrirtækja til Íslandsferða er nokkuð mismunandi. ;
Lagt fram til kynningar.

16.íbúafundir í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201103111Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 16:00.