Fara í efni

Frá Varasjóði húsnæðismála, könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2012

Málsnúmer 201311051

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 36. fundur - 11.12.2013

Varsjóður húsnæðismála í samvinnu við velferðarráðuneytið hefur frá árinu 2004 árlega gert könnun á stöðu húsnæðismála hjá sveitarfélögum. Tilgangur könnunarinnar er að fylgjast með framvindu og breytingum á stöðu leiguíbúða en upplýsingarnar koma m.a. að notum við stefnumótun stjórnvalda í húsnæðismálum. Könnun vegna ársins 2012 var gerð í maí síðast liðnum. Könnunin var gerð með nýju rafrænu sniði og nokkuð ítarlegri en fyrri kannanir. Þátttaka sveitarfélga hefur verið góð undanfarin ár en svör að þessu sinni bárust frá 62 af þeim 74 sveitarfélögum eða 83,8%. Í þeim sveitarfélögum sem svörðuð könnuninni búa 98,2% íbúa landsins.Lagt fram til kynningar.