Fara í efni

Cruise Iceland

Málsnúmer 201303007

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.05.2013
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur aðalfundarboð Cruise Iceland en aðalfundurinn fer fram 8. maí 2013, í fundarsal 3. hæðar Hafnarhússins við Tryggvagötu í Reykjavík og hefst hann kl. 15:00.

Lagt fram til kynningar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 35. fundur - 05.11.2013

Rætt um markaðssetningu Húsavíkurhafnar og stefnt að því að ræða málið við Siglingastofnun vegna bryggjupláss. Lagt fram til kynningar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 36. fundur - 11.12.2013Í samræmi við ákvörðun aðalfundar Cruise Iceland í maí 2013 voru útgerðarfélög í USA heimsótt dagana 18. til 22 nóvember.
;
Í ferðinni voru 11 fyrirtæki heimsótt í borgunum Seattle, Los Angeles, Miami og Fort Lauderdale. Samtals mættu 32 á fundina og auk þess var opin símalína til Southampton á einum fundi. ;
Móttökur voru mjög góðar, en þó mismunandi eftir fyrirtækjum. Almennt telja félögin að Ísland sé mjög góður áfangastaður; tiltölulega auðvelt að selja landið, mjög stórt hlutfall gesta fer í ferðir sem gefa vel af sér, engin stór tæknileg vandamál við siglingar og aðkomu í Íslenskum höfnum og þjónusta í landi til fyrirmyndar. ;
Viðhorf og afstaða fyrirtækja til Íslandsferða er nokkuð mismunandi. ;
Lagt fram til kynningar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 38. fundur - 12.02.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur fundargerð og aðalfundarboð hjá Cruise Iclend. Aðalfundurinn fer fram á Ísafirði 23. maí n.k. Framkvæmda- og hafnanefnd vísar fundargerð Cruise Iceland til umsagnar hjá Húsavíkurstofu. Aðalfundarboð - lagt fram til kynningar.