Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Leigusamningur við Norður-Siglingu um dráttarbrautina á Húsavík
201110052
Núverandi leigusamningur við Norðursiglingu rennur út um næstu áramót. Steinunn Sigvaldadóttir, framkvæmdastjóri og Ragnar Hermannsson viðhaldsstjóri Norðursiglingar komu á fundinn og kynntu hugmyndir fyrirtækisins um framtíðaruppbyggingu slippsins á Húsavík. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar þeim fyrir kynninguna. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að framlengja leigusamning um dráttarbrautina um eitt ár eða til áramóta 2014-2015. Leiguverð skal taka mið af verðlagsbreytingum.
2.360. fundur stjórnar Hafnasambands Íslands
201310117
Lagt fram til kynningar.
3.Framkvæmda- og hafnanefnd fjárhagsáætlun 2014
201310035
Fyrir fundinum lá tillaga að fjárhagsáætlun vegna málaflokka 07, 08, 10 og 11 sem framkvæmda- og þjónustufulltrúi hafði unnið ásamt tillögu um að gjaldskrár tilheyrandi fyrrgreindum málaflokkum, sem ekki eru þegar vísitölutengdar eða breytt sérstaklega, hækki milli ára í samræmi við vísitölu neysluverðs. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir tillögu að fjárhagsáætlun 2014 ásamt tillögum að gjaldskrárhækkunum. Framkvæmda- og hafnanefnd felur hafnastjóra að ganga frá fjárhagsáætlun hafnasjóðs og gera tillögu gjaldskrá fyrir hafnir Norðurþings og leggja fyrir nefndina.
4.Minnisblað v/fjárframlaga til hafnarframkvæmda í fjárlögum 2014
201310112
Lagt fram til kynningar.
5.Ólafur Hafsteinn Kárason sækir um leigu á verbúð
201310116
Ólafur Hafsteinn óskar eftir að taka á leigu verbúð nr. 2 á neðri hæð verbúðar á Húsavík. Fyrirhugað er að nota húsnæðið undir sjávartengda starfsemi. Húsnæðið er ekki tilbúið til útleigu og verður auglýst til leigu síðar.
6.Þ.G. köfunarþjónusta, umsókn um leigu á verbúð
201310113
Þ.G. Köfunarþjónusta, Þórir Örn Gunnarsson, óskar eftir að taka á leigu einingu í verbúð á Húsavík. Húsnæðið á að nota undir köfunarrekstur. Húsnæðið er ekki tilbúið til útleigu og verður auglýst til leigu síðar.
7.Endurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðis á Húsavík
201310139
Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við jarðgöng og vegtengingu við Bakka, ásamt nýjum fyllingum og breytingum á grjótgörðum er við Bökugarð og Norðurgarð svo og stækkun fyllingar undir Stangarbakka, er nauðsynlegt að láta vinna deiliskipulag af hafnarsvæðinu á Húsavík. Deiliskipulagið þarf að ná til hafnarsvæðisins bæði sunnan og norðan við miðhafnarsvæðið. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við skipulags- og bygginganefnd að umrædd svæði verði deiliskipulögð.
8.Vinnufundur um mótun sameiginlegrar stefnu fyrir hafnir Íslands
201310143
Föstudag 15. nóvember nk. verður haldin vinnustofa um mótun sameiginlegrar langtímastefnu fyrir aðildarhafnir Hafnasambands Íslands. Gert er ráð fyrir að á vinnustofuna mæti einn til tveir aðilar frá hverjum hafnarsjóði. Lagt fram til kynningar
9.Cruise Iceland
201303007
Rætt um markaðssetningu Húsavíkurhafnar og stefnt að því að ræða málið við Siglingastofnun vegna bryggjupláss. Lagt fram til kynningar.
10.Deiliskipulag hótellóðar Stracta
201309010
Nefndin kynnti sér deiliskipulagstillögu vegna hótellóðar Stracta sem er á milli Lyngholts og Katlavallar.
11.Starf við þjónustustöð og höfn á Raufarhöfn
201209024
Málið var áður á dagskrá á 22. fundi framkvæmda- og hafnanefndar þann 17. október 2012 og svo aftur á 26. fundi þann 13. febrúar 2013. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að auglýsa starf við þjónustustöð og hafnarvörslu á Raufarhöfn. Skilyrði að viðkomandi hafi löggildingu sem vigtarmaður. Jafnframt verði núverandi vigtarmanni og starfsmanni í þjónustustöð sagt upp enda störfin sameinuð í eitt.
Fundi slitið - kl. 16:00.