Fara í efni

Endurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðis á Húsavík

Málsnúmer 201310139

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 35. fundur - 05.11.2013

Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við jarðgöng og vegtengingu við Bakka, ásamt nýjum fyllingum og breytingum á grjótgörðum er við Bökugarð og Norðurgarð svo og stækkun fyllingar undir Stangarbakka, er nauðsynlegt að láta vinna deiliskipulag af hafnarsvæðinu á Húsavík. Deiliskipulagið þarf að ná til hafnarsvæðisins bæði sunnan og norðan við miðhafnarsvæðið. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við skipulags- og bygginganefnd að umrædd svæði verði deiliskipulögð.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 112. fundur - 11.12.2013

Á fundi sínum þann 5. nóvember s.l. lagði framkvæmda- og hafnanefnd til við skipulags- og byggingarnefnd að farið verði í endurskoðun deiliskipulaga á hafnarsvæði Húsavíkur, bæði norðan og sunnan skipulagssvæðis miðhafnar. Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir þau sjónarmið framkvæmda- og hafnanefndar að endurskoða þurfi deiliskipulög á hafnarsvæði í tengslum við jarðgangagerð í Húsavíkurhöfða. Einnig þarf að endurskoða deiliskipulag á Höfða. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að veitt verði fjármunum til þessara skipulagsverkefna svo ekki komi til tafa við framkvæmd gangnagerðar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 31. fundur - 17.12.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 112. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Á fundi sínum þann 5. nóvember s.l. lagði framkvæmda- og hafnanefnd til við skipulags- og byggingarnefnd að farið verði í endurskoðun deiliskipulaga á hafnarsvæði Húsavíkur, bæði norðan og sunnan skipulagssvæðis miðhafnar.Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir þau sjónarmið framkvæmda- og hafnanefndar að endurskoða þurfi deiliskipulög á hafnarsvæði í tengslum við jarðgangagerð í Húsavíkurhöfða. Einnig þarf að endurskoða deiliskipulag á Höfða.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að veitt verði fjármunum til þessara skipulagsverkefna svo ekki komi til tafa við framkvæmd gangnagerðar."
Til máls tóku: Jón Grímsson, Friðrik, Hjálmar Bogi, Bergur, Gunnlaugur og Þráinn.

Jón Grímsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að afgreiðslu málsins verði frestað þar til að bæjarráð hefur fjallað um málið.

Þráinn lagði fram frávísunartillögu á tillögu Jóns og hún er felld.

Hjámar Bogi lagði fram breytingartillögu við tillögu Jóns Grímssonar um að bæjarráði verði heimuluð fullnaðarafgreiðsla málsins.

Tillaga Hjálmars Boga samþykkt samhljóða.