Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

31. fundur 17. desember 2013 kl. 16:15 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
 • Jón Grímsson aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Olga Gísladóttir 2. varaforseti
 • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
 • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
 • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
 • Sigurgeir Höskuldsson 1. varamaður
 • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
 • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Reglur um afslátt af fasteignaskatti

Málsnúmer 201312047Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 90. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs: "Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu ákvörðun um reglur um afslátt á fasteingaskatti.
Í gildi hafa verið reglur sem samþykktar voru í bæjarstjórn í desember 2011. Reglurnar hafa ekki tekið breytingum en samkvæmt 1. gr. reglnanna skal ákvörðum um gildistöku tekin af bæjarstjórn ár hvert.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi reglur um afslátt á fasteignaskatti verði samþykktar." Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.Álagning gjalda 2014

Málsnúmer 201311087Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 90. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs: "Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu álagning gjalda fyrir árið 2014.
Eftirfarandi er tillaga að álagningu gjalda fyrir árið 2014.
Útsvar.....................14,52%
FasteignaskatturA flokkur ................0,575%B flokkur ................1,320%C flokkur ................1,650%Lóðaleiga 1..............1,500%Lóðaleiga 2..............2,500%
VatnsgjaldA flokkur ................0,225%B flokkur ................0,450%C flokkur ................0,450%
HolræsagjaldA flokkur ................0,225%B flokkur ................0,225%C flokkur ................0,225%
Sorphirðing/eyðingHeimili .................. kr. 50.586.-Sumarhús ............. kr. 19.849.-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að gjaldskrá álagningar 2014 verði samþykkt, með fyrirvara um að frumvarp um hámarksútsvar verði að lögum.
Breyting á lögunum er vegna samkomulags um tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga vegna málaflokks fatlaðra. Breytingin felur ekki í sér hækkun á sköttum einstaklinga." Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2014 - samstæða

Málsnúmer 201309019Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu, við síðari umræðu, fjárhagsáætlun samstæðu sveitarfélagsins fyrir árið 2014, sem tekin var til meðferðar á 90. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs: "Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014. Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings til síðari umræðu í bæjarstjórn." Til máls tóku: Bergur, Friðrik, Hjálmar Bogi, Þráinn, Gunnlaugur og Soffía.
Eftirfarandi er bókun bæjarstjórnar:
Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2014 er gert ráð fyrir að A - hluti skili tekjuafgangi fyrir fjármagnsliði upp á 261 m.kr. en niðurstaða samstæðu sveitarfélagsins skilar tekjuafgangi að upphæð 256,5 m.kr. Að teknu tilliti til fjármagnsliða, skatta og hlutdeild minnihluta er afkoman fyrir A - hluta jákvæð um 145,7 m.kr. og fyrir samstæðu sveitarfélagsins um 81,6 m.kr. Hreint veltufé frá rekstri er 363,8 m.kr. fyrir A - hluta og 521,9 m.kr fyrir samstæðu Norðurþings.
Sveitarfélagið Norðurþing hefur á undanförnum misserum unnið að atvinnuuppbyggingu á Bakka, í samvinnu við ríkisvaldið, Landsvirkjun, Landsnet og fjárfesta og hefur það verkefni þokast í rétta átt. Á þessu tímabili hefur sveitarfélagið hagað rekstri sínum í samræmi við þau verkefni sem bíða þess þegar framkvæmdir hefjast. Fjárfestingar hafa verið í lágmarki og hagræðinga hefur gætt í rekstri og þjónustu en þó án þess að til skerðinga hafi komið. Árið 2013 var fimmta árið í röð þar sem umtalsverð óvissa gætti um þróun tekna og hefur þessi staða gert sveitarfélaginu erfiðara um vik við gerð fjárhagsáætlana. Ef hliðrun verður á tímasetningum um verkefnið á Bakka mun það án efa hafa áhrif á áætlanir sveitarfélagsins en þess bera að geta að fjárhagsáætlanir eru áætlanir og taka mið af þeim forsendum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Sveitarfélagið mun ekki ráðast í stórtækar framkvæmdir fyrr en fyrirliggjandi samningar eru frágengnir og því eðlilegt að sveitarfélagið fái andrými til að gera viðeigandi lagfæringar á fjárhagsáætlunum sínum þar til undirritaðir samningar verða virkir.
Þeir sem til þekkja eru meðvitaðir um að það sem skiptir máli fyrir framtíðar rekstur sveitarfélagsins og burði þess til að þjónusta íbúa, er öflugt atvinnulíf með tilheyrandi hagvexti. Það er trú bæjarstjórnar að samstaða um atvinnuuppbyggingu í tengslum við orkufrekan iðnað í Þingeyjarsýslum er lykillinn að hagsæld svæðisins til lengri tíma. Fjárfesting í orkufrekum iðnaði mun skila verulegum tekjum inn í samfélagið og styrkja tekjugrunn þess varanlega til langs tíma.
Í allri þessari óvissu sem ríkt hefur undanfarin ár hefur sveitarfélaginu tekist að þokast nær þeim markmiðum sem sett eru fram í lögum um fjármál sveitarfélaga. Að þeim verður áfram unnið. Fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014 samþykkt samhljóða, við síðari umræðu.

4.3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings 2015 - 2017

Málsnúmer 201311015Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu, við síðari umræðu, 3ja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2015 - 2017, sem tekin var til meðferðar á 90. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs: "Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árin 2015 - 2017. Bæjarráð samþykkir að vísa 3ja fjárhagsáætlun Norðurþings til síðari umræðu í bæjarstjórn." Til máls tók: Bergur 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árin 2015- 2017 samþykkt samhljóða, við síðari umræðu.

5.Vegagerðin óskar eftir breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030

Málsnúmer 201309058Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 112. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Nú er liðinn athugasemdafrestur sem gefinn var vegna skipulags- og matslýsingar. Engin athugasemd barst á kynningartíma, en Umhverfisstofnun tiltók í tölvupósti til skipulagsfulltrúa dags. 4. desember að stofnunin gerði ekki athugasemdir við lýsinguna. Grunnhugmynd aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt á opnu húsi á bæjarskrifstofu Norðurþings 27. nóvember s.l. sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Engin ný sjónarmið komu fram við þá kynningu. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingu aðalskipulags. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar."
Til máls tók: Jón Grímsson.


Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

6.Endurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðis á Húsavík

Málsnúmer 201310139Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 112. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Á fundi sínum þann 5. nóvember s.l. lagði framkvæmda- og hafnanefnd til við skipulags- og byggingarnefnd að farið verði í endurskoðun deiliskipulaga á hafnarsvæði Húsavíkur, bæði norðan og sunnan skipulagssvæðis miðhafnar.Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir þau sjónarmið framkvæmda- og hafnanefndar að endurskoða þurfi deiliskipulög á hafnarsvæði í tengslum við jarðgangagerð í Húsavíkurhöfða. Einnig þarf að endurskoða deiliskipulag á Höfða.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að veitt verði fjármunum til þessara skipulagsverkefna svo ekki komi til tafa við framkvæmd gangnagerðar."
Til máls tóku: Jón Grímsson, Friðrik, Hjálmar Bogi, Bergur, Gunnlaugur og Þráinn.

Jón Grímsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að afgreiðslu málsins verði frestað þar til að bæjarráð hefur fjallað um málið.

Þráinn lagði fram frávísunartillögu á tillögu Jóns og hún er felld.

Hjámar Bogi lagði fram breytingartillögu við tillögu Jóns Grímssonar um að bæjarráði verði heimuluð fullnaðarafgreiðsla málsins.

Tillaga Hjálmars Boga samþykkt samhljóða.

7.Skipulagslýsing lóðar undir ferðaþjónustu í landi Krossdals

Málsnúmer 201312021Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 112. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Arnhildur Pálmadóttir arkitekt, f.h. hagsmunaaðila, hefur lagt fram tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 og gerð deiliskipulags þar sem skipulagt verði svæði undir ferðaþjónustu í landi Krossdals.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði send á umsagnaraðila og kynnt almenningi skv. ákvæðum skipulagslaga."

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

8.Hulda Sigmarsdóttir arkitekt f.h. lóðarhafa að Lyngholti 3 óskar eftir breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 201312022Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 112. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Óskað er eftir samþykki fyrir breytingu á deiliskipulagsskilmálum vegna lóðarinnar að Lyngholti 3. Heimilt verði að byggja hús á tveimur hæðum á lóðinni án þess að gólfkóti aðalhæðar breytist. Norðurhluti kjallara nýtist sem íbúð og mögulega til lengri tíma sem sjálfstæð íbúð. Ekki er gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóðinni.
Skipulags- og byggingarnefnd telur umbeðna breytingu óverulega og leggur til við bæjarstjórn að farið verði með hana skv. ákvæðum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsbreytingin verði grenndarkynnt eigendum eigna að Stekkjarholti 16, 18 og 20, Lyngholti 1, 2a og 5 og 3d og 7e."

Til máls tók: Friðrik


Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með 8 atkvæðum. Friðrik greiddi ekki atkvæði vegna skyldleika við umsagnaraðila.

9.Norðursigling ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir hús á þaki Hafnarstéttar 11

Málsnúmer 201312013Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 112. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir 45 m² húsi í götuhæð ofan á þaki Hafnarstéttar 11.
Fyrir fundi liggja teikningar unnar af Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt.
"Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar telur fyrirhugað mannvirki í samræmi við heimildir deiliskipulags og leggur því til við bæjarstjórn að stöðuleyfi verði veitt fyrir húsinu.
Stöðuleyfið verði ávallt uppsegjanlegt með árs fyrirvara. Sigríður leggst gegn veitingu stöðuleyfis á þessum stað. Soffía sat hjá við afgreiðslu."
Til máls tóku: Friðrik, Soffía og Jón Grímsson.


Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Sigurgeirs, Olgu, Þráins og Jóns. Hjámar Bogi og Soffía sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Friðrik og Trausti greiddu atkvæði gegn tillögunni.

10.Vegagerðin,ósk um breytingu á deiliskipulagi Dettifossvegar

Málsnúmer 201310056Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 112. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 9. október s.l. lagði nefndin til við bæjarstjórn að kynnt yrði breyting deiliskipulags Dettifossvegar innan Norðurþings þar sem skilgreind eru tvö svæði undir vinnubúðir vegna fyrirhugaðrar vegagerðar. Nú hefur verið óskað eftir að deiliskipulaginu verði breytt enn frekar áður en það fer í kynningu. Breytingin nú felst í því að skipulagsmörkin eru færð lítillega til suðurs, að sveitarfélagamörkum við Skútustaðahrepp. Deiliskipulagið komi þar með til með að fjalla um veitumannvirki sem tengjast bílastæði við Dettifoss, þ.m.t. borholu, vatnsveitu, vatnstank, rafstöð, vindmyllu, sólarsellu og tilheyrandi lögnum. Deiliskipulagstillagan samræmist þar deiliskipulagi bílastæðisins sem fjallað hefur verið um hjá Skútustaðahreppi og kynnt hefur verið skipulagsnefnd Norðurþings.
Skipulags- og byggingarnefnd telur umræddar breytingar skynsamlegar og leggur til við bæjarstjórn að þær verði kynntar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."


Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

11.Deiliskipulag iðnaðarlóðar á Bakka, 2. áfangi

Málsnúmer 201312053Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 112. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Skipulagsfulltrúi kynnti tillögu Mannvits að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag 2. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka. Fyrirhugað skipulagssvæði er 6,6 ha að flatarmáli, austan þjóðvegar og sunnan lóðar sem ætluð er undir spennivirki.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði send til umsagnaraðila og kynnt almenningi til samræmis við ákvæði skipulagslaga."

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

12.Samþykktir Norðurþings

Málsnúmer 201312069Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til fyrri umræðu samþykktir sveitarfélagsins. Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Gunnlaugur, Friðrik, Olga, Soffía, Bergur, Trausti og Jón Grímsson. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykktum sveitarfélagsins til nefndar fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn.

13.Bæjarráð Norðurþings - 88

Málsnúmer 1311006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar 88. fundargerð bæjarráðs. Til máls tók undir 6. lið: Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

14.Bæjarráð Norðurþings - 89

Málsnúmer 1312002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar 89. fundargerð bæjarráðs. Fundargerðin staðfest án umræðu.

15.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 25

Málsnúmer 1312005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar 25. fundargerð tómstunda- og æskulýðsnefndar. Til máls tók undir 2. lið: Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

16.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 112

Málsnúmer 1312004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar 112. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

17.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 38

Málsnúmer 1312001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar 38. fundur félags- og barnaverndar. Til máls tóku undir 8. lið: Hjálmar Bogi og Olga.Til máls tóku undir 4. lið: Soffía, Olga og Jón Grímsson. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

18.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 36

Málsnúmer 1312003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar 36. fundargerð framkvæmda- og hafnanefndar. Til máls tóku undir 11. lið: Friðrik, Bergur og Þráinn.Til máls tóku undir 4. lið: Bergur og Þráinn.Til máls tóku undir 14. lið: Friðrik, Þráinn, Jón Grímsson, Olga og Trausti.Til máls tóku undir 15. lið: Soffía, Friðrik og Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

19.Bæjarráð Norðurþings - 90

Málsnúmer 1312006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar 90. fundur bæjarráðs. Til máls tóku undir 2. lið: Friðrik og Bergur.Til máls tóku undir 8. lið: Friðrik, Sigurgeir, Soffía og Olga. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

20.Úthlutun aflamarks Byggðastofnunar

Málsnúmer 201311042Vakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar óskaði eftir að erindið yrði tekið inn á dagskrá með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða. Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Friðrik og Gunnlaugur. Eftirfarandi er bókun bæjarstjórnar sem var samþykkt samhljóða.

Ein af megin áherslum sveitarfélagsins Norðurþings er að stuðla að aukinni atvinnu í héraði með það að markmiði að tryggja stöðuleika og bættri velferð. Norðurþing hefur ár hvert sótt um byggðakvóta til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, auk þess hefur sveitarfélagið átt farsælt samstarf við Byggðastofnun um aðkomu stofnunarinnar að atvinnusköpun á Raufarhöfn.Á þessu ári hefur Norðurþing fengið úthlutað eftirfarandi aflaheimildum í þorskígildistonnum talið. Húsavík 210 tonnum, Kópasker 55 tonnum, Raufarhöfn 149 tonnum að auki hefur Byggðastofnun úthlutað 400 tonnum til Raufarhafnar, vegna verkefnisins brothættar byggðir. Alls er um að ræða 814 þorskígildistonn á yfirstandandi fiskveiðiári.Hafa ber í huga að tilgangur byggðakvótans er stuðningur við byggðarlög þ.e. að styrkja minni byggðir þar sem lífsafkoma íbúa er að umtalsverðu leyti háð veiðum og/eða vinnslu. Ljóst er að í framangreindum aflaheimildum felast verðmæti og tækifæri sem ekki væru til komin nema vegna atbeina sveitarfélagsins. Í ljósi þess leggur bæjastjórn Norðurþings ríka áherslu á að þeir aðilar sem veiða og vinna úr byggða- og Byggðastofnunarkvótanum leitist við að hámarka áhrif þeirra á byggðalög sveitarfélagsins og að veiðar og vinnsla á afurðum þessara aflaheimilda og aukaafurðir þeim tengdum verði unnar innan byggðalags eða sveitarfélagsins ef ekki er vinnsla í byggðalagi.Það er bæði eðlileg og sanngjörn krafa bæjarstjórnar Norðurþings að allir sem að málinu koma leggi sig fram til að framangreindum markmiðum verði náð þannig að sem flest störf skapist innan sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 18:15.