Fara í efni

Skipulagslýsing lóðar undir ferðaþjónustu í landi Krossdals

Málsnúmer 201312021

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 112. fundur - 11.12.2013

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt, f.h. hagsmunaaðila, hefur lagt fram tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 og gerð deiliskipulags þar sem skipulagt verði svæði undir ferðaþjónustu í landi Krossdals. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði send á umsagnaraðila og kynnt almenningi skv. ákvæðum skipulagslaga.

Bæjarstjórn Norðurþings - 31. fundur - 17.12.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 112. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Arnhildur Pálmadóttir arkitekt, f.h. hagsmunaaðila, hefur lagt fram tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 og gerð deiliskipulags þar sem skipulagt verði svæði undir ferðaþjónustu í landi Krossdals.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði send á umsagnaraðila og kynnt almenningi skv. ákvæðum skipulagslaga."

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 113. fundur - 15.01.2014

Þann 7. janúar s.l. lauk athugasemdafresti vegna skipulagslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags í landi Krossdals vegna nýs þjónustusvæðis og deiliskipulags sama svæðis. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra. 1. Skipulagsstofnun bendir á að gera þarf grein fyrir fjölda gistiskála á lóðinni og hámarksstærð þeirra.2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra bendir á mikilvægi þess að fram komi í deiliskipulagi svæðisins áætlanir um fráveitu og þær verði í samræmi við reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp, leiðbeiningar um fráveitur og skólp sem Umhverfisstofnun hefur gefið út og Samþykkt um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra að undanteknum Húsavíkurbæ. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á þau sjónarmið sem fram koma hér að ofan. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi nýs ferðaþjónustusvæðis í landi Krossdals ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu. Um er að ræða 3 ha lóð þar sem ætlunin er að reisa tvo gistiskála auk þjónustuhúss fyrir tjaldsvæði. Hluti lóðarinnar er afmarkaður undir tjaldstæði og húsbílastæði. Vegtenging við þjóðveg nr. 85 verði um núverandi afleggjara að fyrrum seiðaeldisstöð. Gerð er grein fyrir fráveitumálum til samræmis við ábendingu Heilbrigðiseftirlits við skipulagslýsingu og skilmálar settir um byggingarmagn á lóð til samræmis við ábendingu Skipulagsstofnunar. Hugmynd að deiliskipulagi svæðisins var kynnt á almennum fundi á opnu húsi í bæjarskrifstofu Norðurþings þann 13. janúar s.l. Engar athugasemdir/ábendingar bárust í kjölfar fundarins. Skipulagsnefndin fer fram á að sett verði í skipulagsskilmála að litaval veggja og þaks falli að nánasta umhverfi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan að deiliskipulagi verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu.

Bæjarstjórn Norðurþings - 32. fundur - 21.01.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 113. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Þann 7. janúar s.l. lauk athugasemdafresti vegna skipulagslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags í landi Krossdals vegna nýs þjónustusvæðis og deiliskipulags sama svæðis.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra.
1. Skipulagsstofnun bendir á að gera þarf grein fyrir fjölda gistiskála á lóðinni og hámarksstærð þeirra.2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra bendir á mikilvægi þess að fram komi í deiliskipulagi svæðisins áætlanir um fráveitu og þær verði í samræmi við reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp, leiðbeiningar um fráveitur og skólp sem Umhverfisstofnun hefur gefið út og Samþykkt um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra að undanteknum Húsavíkurbæ.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á þau sjónarmið sem fram koma hér að ofan.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi nýs ferðaþjónustusvæðis í landi Krossdals ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu.

Um er að ræða 3 ha lóð þar sem ætlunin er að reisa tvo gistiskála auk þjónustuhúss fyrir tjaldsvæði. Hluti lóðarinnar er afmarkaður undir tjaldstæði og húsbílastæði.
Vegtenging við þjóðveg nr. 85 verði um núverandi afleggjara að fyrrum seiðaeldisstöð. Gerð er grein fyrir fráveitumálum til samræmis við ábendingu Heilbrigðiseftirlits við skipulagslýsingu og skilmálar settir um byggingarmagn á lóð til samræmis við ábendingu Skipulagsstofnunar.
Hugmynd að deiliskipulagi svæðisins var kynnt á almennum fundi á opnu húsi í bæjarskrifstofu Norðurþings þann 13. janúar s.l.
Engar athugasemdir/ábendingar bárust í kjölfar fundarins.
Skipulagsnefndin fer fram á að sett verði í skipulagsskilmála að litaval veggja og þaks falli að nánasta umhverfi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan að deiliskipulagi verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 116. fundur - 23.04.2014

Nú er lokið kynningarfresti vegna deiliskipulags lóðar undir ferðaþjónustu í landi Krossdals. Umsögn barst frá Veiðifélagi Litluárvatna þar sem áréttað er að gæta þurfi ítrustu nærgætni við frágang og umgengni á þessum viðkvæma stað í nágrenni Litluár. Sérstaklega þurfi að tryggja að meðhöndlun fráveituvatns fylgi reglum þar að lútandi. Skipulagsnefnd þakkar umsögnina, en telur hana ekki gefa tilefni til breytinga deiliskipulagstillögunnar. Ekki bárust aðrar athugasemdir/umsagnir um skipulagstillöguna á kynningartíma. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að færa inn í skipulagstillöguna ákvæði um hámarks vegghæð og mænishæð þeirra húsa sem reisa má á lóðinni. Í því samhengi telur nefndin hæfilegt að heimila vegghæð upp á allt að 2,8 m og mænishæð risþaks að 4,5 m yfir gólfkóta. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með umræddum breytingum og að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 35. fundur - 29.04.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 116. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningarfresti vegna deiliskipulags lóðar undir ferðaþjónustu í landi Krossdals.
Umsögn barst frá Veiðifélagi Litluárvatna þar sem áréttað er að gæta þurfi ítrustu nærgætni við frágang og umgengni á þessum viðkvæma stað í nágrenni Litluár.
Sérstaklega þurfi að tryggja að meðhöndlun fráveituvatns fylgi reglum þar að lútandi.
Skipulagsnefnd þakkar umsögnina, en telur hana ekki gefa tilefni til breytinga deiliskipulagstillögunnar.
Ekki bárust aðrar athugasemdir/umsagnir um skipulagstillöguna á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að færa inn í skipulagstillöguna ákvæði um hámarks vegghæð og mænishæð þeirra húsa sem reisa má á lóðinni.
Í því samhengi telur nefndin hæfilegt að heimila vegghæð upp á allt að 2,8 m og mænishæð risþaks að 4,5 m yfir gólfkóta.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með umræddum breytingum og að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.