Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

35. fundur 29. apríl 2014 kl. 16:15 - 19:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
 • Jón Grímsson aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Jón Helgi Björnsson aðalmaður
 • Olga Gísladóttir 2. varaforseti
 • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
 • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
 • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
 • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
 • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Deiliskipulag iðnaðarlóðar á Bakka, 2. áfangi

Málsnúmer 201312053Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 116. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Á fundi skipulagsnefndar 19. mars s.l. voru bókaðar inn athugasemdir Umhverfisstofnunar og Vegagerðarinnar við tillögu að deiliskipulagi 2. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka og var skipulagsráðgjafa falið að gera tillögu að viðbrögðum.
1.
Vegagerðin leggst gegn krossgatnamótum og leggur því til að teiknuð krossvegamót í deiliskipulagstillögunni verði brotin upp í tvenn T-gatnamót.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að tengingu iðnaðarlóðanna þriggja við þjóðveg nr. 85 verði hliðrað til norðurs til samræmis við tillögu skipulagsráðgjafa að höfðu samráði við Vegagerðina. Skipulagsnefnd fellst ekki á kröfu Vegagerðarinnar um að gert verði rammasamkomulag um vegamót við þjóðveg norðar samhliða afgreiðslu þessa skipulags, enda á sú krafa ekki skýra tilvísun í lög. Nefndin mun hinsvegar hafa samráð við Vegagerðina um skipulagningu nýrra tenginga við þjóðveg eins og verið hefur.
2a)
Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að eins þreps skólphreinsistöð verði ekki reist á svæði á náttúruminjaskrá heldur verði staðsett sunnar svo Bakkahöfðinn haldi verndargildi sínu.
Skipulagsnefndin fellst á þau sjónarmið. Nú er því stefnt að því að skólpi frá iðnaðarsvæðinu verði dælt til fyrirhugaðs hreinsivirkis við Húsavík. Umfjöllun greinargerðar hefur verið lagfærð m.t.t. núverandi hugmynda.
2b)
Að mati Umhverfisstofnunar þyrftu að koma fram í greinargerð þær kröfur sem gerðar eru til frárennslis sem fer í regnvatnskerfi eða er
leitt beint til sjávar. Skipulagsráðgjafi hefur gert tillögu að orðalagi greinargerðar um meðhöndlun þess fráveituvatns sem ekki fer til hreinsivirkis
og fellst skipulagsnefndin á þá tillögu.
2c)
Umhverfisstofnun telur að allt að 20 m há sementssíló fari ekki vel á svæðinu og að mikilvægt sé að við hönnun bygginga verði skoðað vandlega hvar setja skuli hæstu byggingarhluta svo sjónræn áhrif verði sem minnst. Skipulagsnefnd fellst á að bætt verði við setningu í greinargerð um að hæstu mannvirkjum verði valinn staður innan lóðarinnar til að þau valdi sem minnstum sjónrænum áhrifum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan með áorðnum breytingum verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa gildistöku að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

2.Breyting aðalskipulags Norðurþings vegna ferðaþjónustu í landi Krossdals

Málsnúmer 201401050Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 116. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningarfresti breytingar aðalskipulags Norðurþings vegna ferðaþjónustu í landi Krossdals.
Innan athugasemdafrests barst athugasemd frá Vegagerðinni um að uppbygging þjónustusvæðis við Krossdal kalli á aukna umferð um núverandi vegtengingar inn á svæðið.
Vegtenging að nýju þjónustusvæði er mjög nálægt heimreið að lögbýlinu Árdal eða um 60 m og telur Vegagerðin þessa stuttu fjarlægð óásættanlega til lengri tíma.
Hugmynd Vegagerðarinnar felst í að sameina þessar tvær vegtengingar við þjóðveg í eina.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst fyrir sitt leiti á að heimreiðarnar verði sameinaðar en minnir á að umræddar tengingar hafa verið til staðar til áratuga.
Nefndin hvetur Vegagerðina í samráði við hagsmunaaðila til að leysa þessa óheppilegu stöðu, en telur ekki tilefni til umfjöllunar þar að lútandi í aðalskipulagbreytingunni.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Skipulagsfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

3.Deiliskipulag lóðar undir ferðaþjónustu í landi Krossdals

Málsnúmer 201312021Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 116. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er lokið kynningarfresti vegna deiliskipulags lóðar undir ferðaþjónustu í landi Krossdals.
Umsögn barst frá Veiðifélagi Litluárvatna þar sem áréttað er að gæta þurfi ítrustu nærgætni við frágang og umgengni á þessum viðkvæma stað í nágrenni Litluár.
Sérstaklega þurfi að tryggja að meðhöndlun fráveituvatns fylgi reglum þar að lútandi.
Skipulagsnefnd þakkar umsögnina, en telur hana ekki gefa tilefni til breytinga deiliskipulagstillögunnar.
Ekki bárust aðrar athugasemdir/umsagnir um skipulagstillöguna á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að færa inn í skipulagstillöguna ákvæði um hámarks vegghæð og mænishæð þeirra húsa sem reisa má á lóðinni.
Í því samhengi telur nefndin hæfilegt að heimila vegghæð upp á allt að 2,8 m og mænishæð risþaks að 4,5 m yfir gólfkóta.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með umræddum breytingum og að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

4.Deiliskipulag hótellóðar Stracta

Málsnúmer 201309010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 116. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Með bréfi dags. 9. apríl 2014 bendir Skipulagsstofnun á að ákvæði vanti um hámarkshæð útveggja og mænis fyrirhugaðra bygginga sem og
ákvæði um þakform. Ekki sé heldur gerð grein fyrir yfirbragði fyrirhugaðra mannvirkja. Stofnunin óskar leiðréttingar þar á áður en stofnunin tekur afstöðu til afgreiðslu tillögunnar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að viðbrögðum við ábendingunum í formi viðbóta við greinargerð. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á tillögu skipulagsráðgjafa.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum og skipulagsfulltrúa falið að afla samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu gildistöku. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

5.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna efnisnámu við Grjótháls

Málsnúmer 201404067Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 116. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna nýrrar efnisnámu við Grjótháls (E38). Í ljós hefur komið að efni úr nærliggjandi efnisnámum skv. gildandi aðalskipulagi er ekki nægilega sterkt í burðarlag vegarins um Reykjaheiði. Hinsvegar fannst mögulegt efnistökusvæði í Grjóthálsi við lagningu vegarins þar sem efni virðist standast gæðakröfur.

Landsvirkjun sendi Skipulagsstofnun kynningu á breytingu á matsskyldri framkvæmd þar sem burðarlagsefni yrði tekið úr nýrri námu E38/RHN-1c. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að ekki sé um matsskylda framkvæmd að ræða og birtist auglýsing þar að lútandi 3. apríl s.l.
Fyrirhuguð efnisnáma er fast við Reykjaheiðarveg á svæði sem skilgreint er sem fjarsvæði vatnsverndar. Til að neikvæð áhrif efnistökunnar verði sem minnst verður náman aðlöguð að landi
eins vel og hægt er að efnistöku lokinni. Reynt verður að raska ósnertu landi sem minnst og gróðursvæði sem raskast endurheimt sem kostur er.
Landslagi á efnistökusvæðinu hefur þegar verið raskað við vegagerðina. Þær jarðmyndanir sem verða fyrir áhrifum vegna efnistökunnar eru algengar og njóta ekki sérstakrar verndar.
Svæðið telst ekki sérstakt eða markvert með tilliti til jarðmyndana og auðvelt er að móta námu á þann hátt að falli vel að landi. Nefndin telur því áhrif námunnar á jarðmyndanir óverulegar.
Fyrirhugað námasvæði er á lítt grónum mel, en umhverfis melinn eru lyngmóar. Gróðurlendið sem efnistakan raskar er algengt og hefur ekki sérstakt verndargildi.
Umfang efnistöku er lítið og hún við áður raskað svæði. Þéttleiki fuglalífs á svæðinu er lítill og telja má að áhrif efnistökunnar á fuglalíf verði óveruleg.
Skipulags- og byggingarnefnd telur þá tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem kynnt er vera óverulega og leggur því til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt skv. ákvæðum 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

6.Landsvirkjun óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnisvinnslu úr námu RHN-1c, vegna vegagerðar á Reykjaheiði

Málsnúmer 201404041Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 116. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir leyfi til efnisvinnslu úr nýrri efnisnámu E38 skv. umfjöllun hér að ofan. Meðfylgjandi umsókn er greinargerð um kynningu á breytingu á matsskyldri framkvæmd frá febrúar 2014. Greinargerðin innifelur m.a. ítarlega framkvæmdalýsingu vegna efnistökunnar.
Skipulags- og byggingarnefnd telur mikilvægt að farið verði eftir þeim áformum sem sett eru fram í greinargerð um umgang svæðis meðan á vinnslu stendur og frágang þess í verklok til að draga úr neikvæðum sjónrænum áhrifum efnistökunnar til frambúðar. Nefndin telur að rask á jarðmyndunum, gróðri og fuglalífi verði óverulegt vegna efnistökunnar.
Nefndin telur að í þeirri aðalskipulagsbreytingu sem er komin í ferli sé gerð nægileg grein fyrir framkvæmdinni og að ekki þurfi að koma til deiliskipulag efnisvinnslunnar. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni þegar aðalskipulagsbreyting hefur verið staðfest. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

7.Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir Dettifossveg(862), Dettifoss - Norðausturvegur

Málsnúmer 201404022Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 116. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna gerðar Dettifossvegar frá þjóðvegi upp að slitlagsenda við Dettifoss. Fyrirhugað er að hefja vinnu við 3,5 km vegkafla frá Norðausturvegi að Meiðavallaskógi sumarið 2014 en veturinn 2014-2015 verði boðið út áframhald vegarins, frá Meiðavallaskógi að Dettifossi. Markmið framkvæmdarinnar er að styrkja byggðarlög í Þingeyjarsýslum með bættu vegasambandi milli byggðakjarna og stuðla að farsælli þróun vaxandi ferðamennsku á svæðinu. Nýr vegur mun bæta samgöngur og umferðaröryggi og tryggja heilsárs samgöngur að mikilvægum ferðamannastöðum eins og Dettifossi.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við samþykkt deiliskipulag Dettifossvegar og að skilað hafi verið inn fullnægjandi gögnum til Norðurþings um framkvæmdina. Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir vegagerðinni. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

8.Ístak hf. óskar eftir aðstöðu á iðnaðar/þjónustulóð á Bakka fyrir starfsmannabúðir

Málsnúmer 201404054Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 116. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir aðstöðu á skipulagðri iðnaðarlóð á Bakka undir vinnubúðir. Sótt er um til tveggja ára með möguleika á framlengingu síðar.
Skipulags- og byggingarnefnd telur það í samræmi við deiliskipulag að nota skipulagðar iðnaðarlóðir undir vinnubúðir.
Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að Ístaki verði boðinn aðgangur að lóð B3 skv. deiliskipulagi 1. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka. Þar sem ekki er um að ræða tilbúna lóð með tilheyrandi vegtengingum skal áréttað að semja þarf sérstaklega um framkvæmdir og gjöld fyrir afnot lóðarinnar. Þeim þætti er vísað til umfjöllunar í Framkvæmda- og hafnanefnd. Jón Grímsson leggur fram breytingatillögu um að Ístak hf. fái lóðina B-5 í stað B-3. Fyrirliggjandi afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar með framlagðri breytingatillögu samþykkt samhljóða.

9.Ársreikningar Norðurþings 2013

Málsnúmer 201404004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu fyrri umræða um ársreikning samstæðu Norðurþings fyrir árið 2013. Ársreikningur samstæðu sveitarfélagsins var tekin til afgreiðslu á 104. fundi bæjarráðs þar sem honum er vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Til máls tóku: Bergur, Þráinn, Jón Helgi, Gunnlaugur og Hjálmar Bogi,
Tilkynning bæjarstjórnar vegna ársreiknings samstæðu sveitarfélagsins fyrir árið 2013.
Rekstrarafkoma samstæðu Norðurþings Jákvæð Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2013 námu 2.718 milljónum króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta. Rekstrargjöld sveitarfélagsins námu 2.599 milljónum króna. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var 68 milljón króna betri en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir en samstæðan skilaði um 51 milljón í rekstrarafgang. Eigið fé samstæðu sveitarfélagsins í árslok nam 485 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri samstæðunnar nam um 339 milljónum króna. Handbært fé í árslok nam 597 milljónum króna. Á árinu 2013 var gjaldfært hjá málaflokknum félagsþjónusta sérstakt framlag um 21 milljón króna til reksturs Dvalarheimilis aldraðra sf., sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Á árinu 2013 ver einnig gjaldfært hjá málaflokknum hreinlætismál sérstakt framlag um 25 milljónir króna til reskstrar Sorpsamlags Þingeyinga ehf., sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þá var einnig gjaldfært hjá Aðalsjóði sérstakt framlag um 74 milljónir króna vegna rekstrar Þjónustumiðstöðvar sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun. Laun og launatengd gjöld á árinu námu alls 1.447 milljónum króna en starfsmannafjöldi hjá sveitarfélaginu nam 234 stöðugildum. Íbúafjöldi sveitarfélagsins 1. desember 2013 var 2.826 og fækkaði um 37 frá fyrra ári. Skuldahlutfall skv. reglum um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga fór úr 184% árið 2012 í 179% árið 2013. Skuldir samstæðu sveitarfélagsins lækkuðu um 234 milljónir milli ára. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi samstæðu sveitarfélagsins fyrir árið 2013 til meðferðar og lokafrágangs fyrir síðari umræðu bæjarstjórnar sem fram fer 20. maí n.k.

10.Bæjarráð Norðurþings - 100

Málsnúmer 1403009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 100. fundar bæjarráðs Norðurþings. Fundargerðin staðfest án umræðu.

11.Bæjarráð Norðurþings - 101

Málsnúmer 1404001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 101. fundar bæjarráðs Norðurþings. Til máls tók undir 7. lið - Jón Helgi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

12.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 29

Málsnúmer 1404002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 29. fundar tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings. Til máls tók undir 5. lið - Hjálmar Bogi.Til máls tók undir 10. lið - Jón Helgi, Hjálmar Bogi, Jón Grímsson og Soffía. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

13.Bæjarráð Norðurþings - 102

Málsnúmer 1404003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 102. fundar bæjarráðs Norðurþings. Til máls tók undir 5. lið - Jón Helgi, Olga og Soffía. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

14.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 36

Málsnúmer 1404004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 36. fundar fræðslu- og menningarnefndar Norðurþings. Til máls tók undir 2. lið - Hjálmar Bogi.Til máls tók undir 1. lið - Soffía Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

15.Bæjarráð Norðurþings - 103

Málsnúmer 1404005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 103. fundar bæjarráðs Norðurþings. Til máls tók undir 1. lið - Jón Helgi, Bergur, Gunnlaugur og Hjálmar Bogi. Jón Helgi leggur til að bæjarstjórn ítreki beiðni sína eins og hún liggur fyrir í afgreiðslu bæjarráðs. "Í ljósi þess að eigendur og hluthafar Vísis hf., hafa tekið ákvörðun um að flytja starfsemi fyrirtækisins á Húsavík til Grindavíkur ásamt öllum tækjum, starfsmönnum og aflaheimildum, óskar sveitarfélagið Norðurþing eftir formlegum viðræðum við eigendur fyrirtækisins um kaup á eignum og aflaheimildum þess sem tilheyra Húsavík. Ástæða beiðninnar byggir á samkomulagi sem sveitarfélagið gerði við eigendur og hluthafa Vísis hf., þegar það keypti hlut sveitarfélagsins í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur á sínum tíma, en þar kom fram að efla ætti og byggja upp starfsemina á Húsavík. Nú liggur fyrir að þær forsendur eru brostnar og því eðlilegt að sveitarfélagið fái tækifæri til endurkaupa á eignum og aflaheimildum þannig að tryggja megi að markmið samkomulagsins nái fram að ganga." Tillagan samþykkt samhljóða.

16.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 116

Málsnúmer 1404006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 116. fundar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings. Fundargerðin staðfest án umræðu.

17.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 40

Málsnúmer 1404007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 40. fundar framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings. Til máls tók undir 12. lið - Hjálmar Bogi, Trausti og Gunnlaugur.Til máls tók undir 11. lið - Jón Grímsson, Guðbjartur og Olga. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

18.Bæjarráð Norðurþings - 104

Málsnúmer 1404008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 104. fundar bæjarráðs Norðurþings. Til máls tók undir 4. lið - Hjálmar Bogi, Trausti, Jón Grímsson, Soffía, Olga, Gunnlaugur og Jón Helgi. Bæjarstjórn tekur undir ályktanir Markaðsstofu Norðurlands og sveitarstjórnar Skútustaðhrepps þar sem lýst er yfir áhyggjum af fyrirhugaðri, ótímabærri gjaldtöku á ferðamannastöðum í Skútustaðahreppi. Óskipulögð gjaldtaka eins og nú er boðuð skaðar orðspor Íslands erlendis og er nú úr takti við þá ímynd sem ferðaþjónustuaðilar hafa lagt mikla vinnu í að kynna. Mikilvægt er að standa saman um leið sem byggir á áframhaldandi opnu aðgengi að náttúruperlum og sjálfbærri uppbyggingu á ferðamannastöðum. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

Fundi slitið - kl. 19:15.