Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna efnisnámu við Grjótháls

Málsnúmer 201404067

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 116. fundur - 23.04.2014

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna nýrrar efnisnámu við Grjótháls (E38). Í ljós hefur komið að efni úr nærliggjandi efnisnámum skv. gildandi aðalskipulagi er ekki nægilega sterkt í burðarlag vegarins um Reykjaheiði. Hinsvegar fannst mögulegt efnistökusvæði í Grjóthálsi við lagningu vegarins þar sem efni virðist standast gæðakröfur. Landsvirkjun sendi Skipulagsstofnun kynningu á breytingu á matsskyldri framkvæmd þar sem burðarlagsefni yrði tekið úr nýrri námu E38/RHN-1c. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að ekki sé um matsskylda framkvæmd að ræða og birtist auglýsing þar að lútandi 3. apríl s.l. Fyrirhuguð efnisnáma er fast við Reykjaheiðarveg á svæði sem skilgreint er sem fjarsvæði vatnsverndar. Til að neikvæð áhrif efnistökunnar verði sem minnst verður náman aðlöguð að landi eins vel og hægt er að efnistöku lokinni. Reynt verður að raska ósnertu landi sem minnst og gróðursvæði sem raskast endurheimt sem kostur er. Landslagi á efnistökusvæðinu hefur þegar verið raskað við vegagerðina. Þær jarðmyndanir sem verða fyrir áhrifum vegna efnistökunnar eru algengar og njóta ekki sérstakrar verndar. Svæðið telst ekki sérstakt eða markvert með tilliti til jarðmyndana og auðvelt er að móta námu á þann hátt að falli vel að landi. Nefndin telur því áhrif námunnar á jarðmyndanir óverulegar. Fyrirhugað námasvæði er á lítt grónum mel, en umhverfis melinn eru lyngmóar. Gróðurlendið sem efnistakan raskar er algengt og hefur ekki sérstakt verndargildi. Umfang efnistöku er lítið og hún við áður raskað svæði. Þéttleiki fuglalífs á svæðinu er lítill og telja má að áhrif efnistökunnar á fuglalíf verði óveruleg. Skipulags- og byggingarnefnd telur þá tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem kynnt er vera óverulega og leggur því til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt skv. ákvæðum 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.

Bæjarstjórn Norðurþings - 35. fundur - 29.04.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 116. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna nýrrar efnisnámu við Grjótháls (E38). Í ljós hefur komið að efni úr nærliggjandi efnisnámum skv. gildandi aðalskipulagi er ekki nægilega sterkt í burðarlag vegarins um Reykjaheiði. Hinsvegar fannst mögulegt efnistökusvæði í Grjóthálsi við lagningu vegarins þar sem efni virðist standast gæðakröfur.

Landsvirkjun sendi Skipulagsstofnun kynningu á breytingu á matsskyldri framkvæmd þar sem burðarlagsefni yrði tekið úr nýrri námu E38/RHN-1c. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að ekki sé um matsskylda framkvæmd að ræða og birtist auglýsing þar að lútandi 3. apríl s.l.
Fyrirhuguð efnisnáma er fast við Reykjaheiðarveg á svæði sem skilgreint er sem fjarsvæði vatnsverndar. Til að neikvæð áhrif efnistökunnar verði sem minnst verður náman aðlöguð að landi
eins vel og hægt er að efnistöku lokinni. Reynt verður að raska ósnertu landi sem minnst og gróðursvæði sem raskast endurheimt sem kostur er.
Landslagi á efnistökusvæðinu hefur þegar verið raskað við vegagerðina. Þær jarðmyndanir sem verða fyrir áhrifum vegna efnistökunnar eru algengar og njóta ekki sérstakrar verndar.
Svæðið telst ekki sérstakt eða markvert með tilliti til jarðmyndana og auðvelt er að móta námu á þann hátt að falli vel að landi. Nefndin telur því áhrif námunnar á jarðmyndanir óverulegar.
Fyrirhugað námasvæði er á lítt grónum mel, en umhverfis melinn eru lyngmóar. Gróðurlendið sem efnistakan raskar er algengt og hefur ekki sérstakt verndargildi.
Umfang efnistöku er lítið og hún við áður raskað svæði. Þéttleiki fuglalífs á svæðinu er lítill og telja má að áhrif efnistökunnar á fuglalíf verði óveruleg.
Skipulags- og byggingarnefnd telur þá tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem kynnt er vera óverulega og leggur því til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt skv. ákvæðum 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.