Fara í efni

Ársreikningar Norðurþings 2013

Málsnúmer 201404004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 104. fundur - 25.04.2014

Á fund bæjarráðs mætti fulltrúi endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte, Hólmgrímur Bjarnson og fór hann yfir og kynnti niðurstöðu ársreiknings samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014. Undir þessum lið var öllum aðalfulltrúum í bæjarstjórn boðið að sitja. Auk bæjarráðsfulltrúa sat Soffía Helgadóttir fundinn. Bæjarráð þakkar Hólmgrími fyrir yfirferð og kynningu á ársreikningi samstæðu Norðurþings fyrir árið 2013. Jafnframt er ársreikningi samstæðu Norðurþings fyrir árið 2013 vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Norðurþings - 35. fundur - 29.04.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu fyrri umræða um ársreikning samstæðu Norðurþings fyrir árið 2013. Ársreikningur samstæðu sveitarfélagsins var tekin til afgreiðslu á 104. fundi bæjarráðs þar sem honum er vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Til máls tóku: Bergur, Þráinn, Jón Helgi, Gunnlaugur og Hjálmar Bogi,
Tilkynning bæjarstjórnar vegna ársreiknings samstæðu sveitarfélagsins fyrir árið 2013.
Rekstrarafkoma samstæðu Norðurþings Jákvæð Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2013 námu 2.718 milljónum króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta. Rekstrargjöld sveitarfélagsins námu 2.599 milljónum króna. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var 68 milljón króna betri en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir en samstæðan skilaði um 51 milljón í rekstrarafgang. Eigið fé samstæðu sveitarfélagsins í árslok nam 485 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri samstæðunnar nam um 339 milljónum króna. Handbært fé í árslok nam 597 milljónum króna. Á árinu 2013 var gjaldfært hjá málaflokknum félagsþjónusta sérstakt framlag um 21 milljón króna til reksturs Dvalarheimilis aldraðra sf., sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Á árinu 2013 ver einnig gjaldfært hjá málaflokknum hreinlætismál sérstakt framlag um 25 milljónir króna til reskstrar Sorpsamlags Þingeyinga ehf., sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Þá var einnig gjaldfært hjá Aðalsjóði sérstakt framlag um 74 milljónir króna vegna rekstrar Þjónustumiðstöðvar sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun. Laun og launatengd gjöld á árinu námu alls 1.447 milljónum króna en starfsmannafjöldi hjá sveitarfélaginu nam 234 stöðugildum. Íbúafjöldi sveitarfélagsins 1. desember 2013 var 2.826 og fækkaði um 37 frá fyrra ári. Skuldahlutfall skv. reglum um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga fór úr 184% árið 2012 í 179% árið 2013. Skuldir samstæðu sveitarfélagsins lækkuðu um 234 milljónir milli ára. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi samstæðu sveitarfélagsins fyrir árið 2013 til meðferðar og lokafrágangs fyrir síðari umræðu bæjarstjórnar sem fram fer 20. maí n.k.

Bæjarráð Norðurþings - 106. fundur - 15.05.2014

Fyrir bæjarráði liggur ársreikningur samstæðu sveitarfélagsins fyrir árið 2013. Bæjarráð vísar ársreikningi samstæður sveitarfélagsins til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 20. maí n.k.

Bæjarstjórn Norðurþings - 36. fundur - 20.05.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu við síðari umræðu, ársreikningur samstæðu Norðurþings fyrir árið 2013. Ársreikningi samstæðunnar var vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn á 106. fundi bæjarráðs. Til máls tóku: Gunnlaugur, Bergur, Jón Helgi og Hjálmar Bogi Bæjarstjórn samþykkir, við síðari umræðu, ársreikning samstæðu Norðurþings fyrir árið 2013 samhljóða.