Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Ársreikningar Norðurþings 2013
201404004
Á fund bæjarráðs mætti fulltrúi endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte, Hólmgrímur Bjarnson og fór hann yfir og kynnti niðurstöðu ársreiknings samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014. Undir þessum lið var öllum aðalfulltrúum í bæjarstjórn boðið að sitja. Auk bæjarráðsfulltrúa sat Soffía Helgadóttir fundinn. Bæjarráð þakkar Hólmgrími fyrir yfirferð og kynningu á ársreikningi samstæðu Norðurþings fyrir árið 2013. Jafnframt er ársreikningi samstæðu Norðurþings fyrir árið 2013 vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
2.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, 481. mál til umsagnar
201404046
Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Allsherjar- og menntamálanefnd frumvarp til laga um örnefni - mál 481. Lagt fram til kynningar.
3.Ályktun stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga vegna áforma Vísis hf. um að loka vinnslustöð félagsins á Húsavík
201404072
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar ályktun stjórnar Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga vegna áforma Vísis hf., um að loka vinnslustöð félagsins á Húsavík. Lagt fram til kynningar.
4.Eyþing ýmis mál 2014
201403078
Fyrir bæjarráði liggja erindi sem tekin hafa verið fyrir hjá fulltrúaráði Eyþings og stjórn Eyþings. Um er að ræða fund fulltrúaráðs um samgöngu- og fjarskiptaáætlun 2015 - 2026. Einnig bókaði stjórn Eyþings vegna gjaldtöku á ferðamannastöðum. Eftirfarandi er bókun stjórnar:
"Stjórn Eyþings samþykkti eftirfarandi bókun á fundi sínum 8. apríl sl. varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum.
Stjórn Eyþings tekur undir ályktanir Markaðsstofu Norðurlands frá 2. apríl og sveitarstjórnar Skútustaðahrepps frá 4. apríl þar sem lýst er yfir áhyggjum af fyrirhugaðri, ótímabærri gjaldtöku á ferðamannastöðum í Skútustaðhreppi.
Stjórn Eyþings harmar að landeigendur Reykjahlíðar hyggist rukka aðgangseyri af ferðamönnum án þess að aukin uppbygging hafi átt sér stað eða þjónusta veitt. Það að einstök náttúrusvæði verði lokuð almenningi á háannatíma nema gegn greiðslu, eftir áratuga athugasemdalausa notkun, er ekki ásættanlegt fyrirkomulag og mun skaða ímynd Mývatnssveitar og ferðaþjónustunnar.
Sjálfsagt er að landeigendur Reykjahlíðar setji upp ferðaþjónustu og taki þóknun fyrir veitta þjónustu, þegar þeir hafa lagt í uppbyggingu á svæðinu og þjónustan veitt.
Stjórn Eyþings vonar að landeigendur Reykjahlíðar fresti fyrirhugaðri gjaldtöku við Dettifoss, Hveri og Leirhnjúk þar sem verið er að vinna að lausn þessara mála á landsvísu. Óskipulögð gjaldtaka eins og nú er boðuð skaðar orðspor Íslands erlendis og er úr takti við þá ímynd sem ferðaþjónustuaðilar hafa lagt mikla vinnu í að kynna. Mikilvægt er að standa saman um leið sem byggir á áframhaldandi opnu aðgengi að náttúruperlum og sjálfbæri uppbyggingu á ferðamannastöðum."
Lagt fram til kynningar.
"Stjórn Eyþings samþykkti eftirfarandi bókun á fundi sínum 8. apríl sl. varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum.
Stjórn Eyþings tekur undir ályktanir Markaðsstofu Norðurlands frá 2. apríl og sveitarstjórnar Skútustaðahrepps frá 4. apríl þar sem lýst er yfir áhyggjum af fyrirhugaðri, ótímabærri gjaldtöku á ferðamannastöðum í Skútustaðhreppi.
Stjórn Eyþings harmar að landeigendur Reykjahlíðar hyggist rukka aðgangseyri af ferðamönnum án þess að aukin uppbygging hafi átt sér stað eða þjónusta veitt. Það að einstök náttúrusvæði verði lokuð almenningi á háannatíma nema gegn greiðslu, eftir áratuga athugasemdalausa notkun, er ekki ásættanlegt fyrirkomulag og mun skaða ímynd Mývatnssveitar og ferðaþjónustunnar.
Sjálfsagt er að landeigendur Reykjahlíðar setji upp ferðaþjónustu og taki þóknun fyrir veitta þjónustu, þegar þeir hafa lagt í uppbyggingu á svæðinu og þjónustan veitt.
Stjórn Eyþings vonar að landeigendur Reykjahlíðar fresti fyrirhugaðri gjaldtöku við Dettifoss, Hveri og Leirhnjúk þar sem verið er að vinna að lausn þessara mála á landsvísu. Óskipulögð gjaldtaka eins og nú er boðuð skaðar orðspor Íslands erlendis og er úr takti við þá ímynd sem ferðaþjónustuaðilar hafa lagt mikla vinnu í að kynna. Mikilvægt er að standa saman um leið sem byggir á áframhaldandi opnu aðgengi að náttúruperlum og sjálfbæri uppbyggingu á ferðamannastöðum."
Lagt fram til kynningar.
5.Fjallalamb hf - Aðalfundarboð 2014
201404073
Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Fjallalambs hf., sem haldinn verður laugardaginn 26. apríl n.k. í sal Fjallalambs og hefst hann kl. 14.00 Bæjarráð felur Gunnlaugi Stefánssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.
6.Samtök orkusveitarfélaga, fundargerðir
201404074
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð og ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
7.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2014
201401098
Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem fram fer þriðjudaginn 29. apríl n.k. í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík og hefst hann kl. 13:00 Bæjarráð felur Jóni Helga Björnssyni að fara með umboð sveitarélagsins á fundinum og Þráinn Gunnarsson til vara.
Fundi slitið - kl. 17:00.