Fara í efni

Eyþing ýmis mál 2014

Málsnúmer 201403078

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 101. fundur - 04.04.2014

Fyrir bæjarráði liggja nokkur mál til kynningar frá Eyþingi. Í fyrsta lagi er kynnt málþing um sóknaráætlun sem haldið verður 30. apríl n.k. Í öðru lagi er fundarboð fulltrúaráðs en það fer fram á Húsavík 8. apríl n.k. Í þriðja og síðasta lagi er boðað til fundar um framtíðarsýn fyrir leikskóla landsins. Slíkir fundir eru haldnir í öllum landshlutum. Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 104. fundur - 25.04.2014

Fyrir bæjarráði liggja erindi sem tekin hafa verið fyrir hjá fulltrúaráði Eyþings og stjórn Eyþings. Um er að ræða fund fulltrúaráðs um samgöngu- og fjarskiptaáætlun 2015 - 2026. Einnig bókaði stjórn Eyþings vegna gjaldtöku á ferðamannastöðum. Eftirfarandi er bókun stjórnar:
"Stjórn Eyþings samþykkti eftirfarandi bókun á fundi sínum 8. apríl sl. varðandi gjaldtöku á ferðamannastöðum.
Stjórn Eyþings tekur undir ályktanir Markaðsstofu Norðurlands frá 2. apríl og sveitarstjórnar Skútustaðahrepps frá 4. apríl þar sem lýst er yfir áhyggjum af fyrirhugaðri, ótímabærri gjaldtöku á ferðamannastöðum í Skútustaðhreppi.
Stjórn Eyþings harmar að landeigendur Reykjahlíðar hyggist rukka aðgangseyri af ferðamönnum án þess að aukin uppbygging hafi átt sér stað eða þjónusta veitt. Það að einstök náttúrusvæði verði lokuð almenningi á háannatíma nema gegn greiðslu, eftir áratuga athugasemdalausa notkun, er ekki ásættanlegt fyrirkomulag og mun skaða ímynd Mývatnssveitar og ferðaþjónustunnar.
Sjálfsagt er að landeigendur Reykjahlíðar setji upp ferðaþjónustu og taki þóknun fyrir veitta þjónustu, þegar þeir hafa lagt í uppbyggingu á svæðinu og þjónustan veitt.
Stjórn Eyþings vonar að landeigendur Reykjahlíðar fresti fyrirhugaðri gjaldtöku við Dettifoss, Hveri og Leirhnjúk þar sem verið er að vinna að lausn þessara mála á landsvísu. Óskipulögð gjaldtaka eins og nú er boðuð skaðar orðspor Íslands erlendis og er úr takti við þá ímynd sem ferðaþjónustuaðilar hafa lagt mikla vinnu í að kynna. Mikilvægt er að standa saman um leið sem byggir á áframhaldandi opnu aðgengi að náttúruperlum og sjálfbæri uppbyggingu á ferðamannastöðum."

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 121. fundur - 06.11.2014

Erindi frá Eyþing þar sem óskað er eftir að skipaður verði fulltrúi frá Norðurþingi í fulltrúaráð Eyþings. Fulltrúi Norðurþings í stjórn Eyþings er sjálfkjörinn í fulltrúaráðið en Norðurþing þarf að skipa 2 aðila sem aðalmenn og 2 sem varamenn.

Bæjarráð skipar Olgu Gísladóttur sem aðalmann,
Friðrik Sigurðsson og Óli Halldórsson verði varamenn