Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

121. fundur 06. nóvember 2014 kl. 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Bergþóra Höskuldsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Bergþóra Höskuldsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Úttekt á fjárhagslegri stöðu, stjórnsýslu og mannauðsmálum í Norðurþingi

Málsnúmer 201411007Vakta málsnúmer

Verksamningur yrði gerður um:

Úttekt á fjárhagslegri stöðu Norðurþings, bæði rekstri og fjárhag fyrir A og B hluta, og bera saman við valin sveitarfélög, m.a. með þekktum kennitölum úr rekstri.

Úttekt á stjórnsýslu/stjórnskipan Norðurþings og bera saman við valin sveitarfélög.

Úttekt á mannauðsmálum og stefnu Norðurþings í þeim efnum

Vinna að tillögum að viðbrögðum og/eða aðgerðum til úrbóta við alla ofangreinda þáttum. Leitað verði tilboðs/tilboða í ofangreinda vinnu og lagt fyrir bæjarráð á ný ásamt greinargerð með verklýsingu og tímaáætlun.
Kristján Þór gerði grein fyrir málinu og óskar eftir samþykki bæjarráðs að leita tilboða í ráðgjafaþjónustu til að gera úttektina
Bæjarráð samþykkir tillöguna og óskar eftir að tilboð verði lögð fram á næsta fundi

2.821. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201411011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

3.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2014

Málsnúmer 201401098Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

4.Eyþing ýmis mál 2014

Málsnúmer 201403078Vakta málsnúmer

Erindi frá Eyþing þar sem óskað er eftir að skipaður verði fulltrúi frá Norðurþingi í fulltrúaráð Eyþings. Fulltrúi Norðurþings í stjórn Eyþings er sjálfkjörinn í fulltrúaráðið en Norðurþing þarf að skipa 2 aðila sem aðalmenn og 2 sem varamenn.

Bæjarráð skipar Olgu Gísladóttur sem aðalmann,
Friðrik Sigurðsson og Óli Halldórsson verði varamenn

5.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 26. mál til umsagnar

Málsnúmer 201411010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið.