Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

36. fundur 20. maí 2014 kl. 16:15 - 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
  • Jón Grímsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Jón Helgi Björnsson aðalmaður
  • Olga Gísladóttir 2. varaforseti
  • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Ársreikningar Norðurþings 2013

Málsnúmer 201404004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu við síðari umræðu, ársreikningur samstæðu Norðurþings fyrir árið 2013. Ársreikningi samstæðunnar var vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn á 106. fundi bæjarráðs. Til máls tóku: Gunnlaugur, Bergur, Jón Helgi og Hjálmar Bogi Bæjarstjórn samþykkir, við síðari umræðu, ársreikning samstæðu Norðurþings fyrir árið 2013 samhljóða.

2.Hulda Sigmarsdóttir arkitekt f.h. Jónasar Sigmarssonar og Þórhildar Jónsdóttur óskar eftir fresti til að skila teikningum einbýlishúss að Lyngholt 3

Málsnúmer 201405004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 117. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir fresti fram yfir komandi áramót til að leggja fram uppdrætti fyrir íbúðarhúsi að Lyngholti 3.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að Jónasi og Þórhildi verði veittur frestur til loka febrúar til að skila inn fullnægjandi teikningum af húsi að Lyngholti 3. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða og án umræðu.

3.Efla hf. f.h. MW Group óska eftir tímabundinni úthlutun lóða á Bakka undir vinnubúðir

Málsnúmer 201405054Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 117. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir fimm lóðum undir vinnubúðir vegna uppbyggingar lóðar PCC á Bakka.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmdanefnd og bæjarstjórn að MW-group verði boðið að nýta lóðir B1, B2, B3, B4 og B6 tímabundið undir vinnubúðir. Á 41. fundi framkvæmda- og hafnanefnd kemur fram að nefndin hefur samþykkt fyrir sitt leiti afhendingu lóðanna með samningi við umsækjanda. Til máls tóku: Þráinn, Friðrik, Jón Grímsson, Bergur, Jón Helgi og Soffía. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

4.Forvarnarmál

Málsnúmer 201401095Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 30. fundi tómstunda- og æskulýðsnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við það að koma upp forvarnarstefnu í sveitarfélaginu. Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Soffía, Jón Helgi, Trausti og Þráinn. Hjálmar Bogi leggur til afgreiðslutillögu um að Tómstunda- og æskulýðsnefnd verði falið að vinna stefnuna, kostnaðargreina ferlið og leggja fyrir bæjarstjórn.Í stefnunni verði aðgerðaráætlun og feli í sér sértækar og almennar aðgerðir sem miða að því að börn og ungmenni í Norðurþingi búi við öryggi, umhyggju, þroskavænleg uppeldisskilyrði og lifi heilbrigðu lífi án vímuefna.Stefnan tekur til barna og ungmenna frá fæðingu til 18 ára aldurs. Fyrirliggjandi tillaga samþykkt samhljóða.

5.Bæjarráð Norðurþings - 105

Málsnúmer 1405001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 105. fund bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir 13. lið: Hjálmar Bogi og Bergur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

6.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 37

Málsnúmer 1405005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 37. fundar fræðslu- og menningarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 3. lið: Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

7.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 30

Málsnúmer 1405004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 30. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

8.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 117

Málsnúmer 1405002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 117. fundar skipulags- og byggingarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

9.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 41

Málsnúmer 1405003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 41. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 1. lið: Friðrik, Hjálmar Bogi, Þráinn, Trausti, Soffía, Jón Grímsson og Olga.Friðrik leggur fram tillögu um að afgreiðslu nefndarinnar á 1. lið fundargerðarinnar um bílastæði fyrir rútur "drop off" verði vísað aftur til nefndarinnar. Einnig er lagt til að nefndin óski eftir umsögn frá hagsmunaaðilum áður en málið verði afgreitt. Tillaga Friðriks samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Jóns Helga, Olgu, Trausta, Friðriks, Hjálmars Boga og Soffíu. Þráinn og Jón Grímsson sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

10.Bæjarráð Norðurþings - 106

Málsnúmer 1405006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 106. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir 2. lið: Jón Helgi, Trausti, Hjálmar Bogi, Soffía og Bergur. Bæjarstjórn ítrekar afgreiðslu bæjarráðs sem er eftirfarandi.
Sveitarfélagið Norðurþing hefur sent forsvarmönnum Vísis hf., erindi þar sem óskað er eftir að fá endurkeyptar eignir félagsins sem eru á Húsavík, þ.e. fiskverkun, verksmiðju og þró staðsetta við Hafnarstéttina á Húsavík. Jafnframt er óskað eftir viðræðum um kaup á allt að 700 þorskígildistonnum af aflaheimildum Vísis hf.
Er það mat sveitarfélagsins að þessi aflaheimild teljist um 30% af eignarhlut aðila á Húsavík í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. árið 2003. Um er að ræða hlutdeild sveitarfélagsins og Verkalýðsfélagsins Framsýnar. Sem stendur hefur ekki borist svar frá Vísi hf.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og víðar kom ákvörðun Vísis hf., um að loka á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri, íbúum þessara samfélaga í opna skjöldu. Um 150 manns hefur verið sagt upp störfum, þar af um 60 á Húsavík. Ljóst er að hér er um grafalvarlega stöðu að ræða með tilheyrandi uppnámi í þeim samfélögum er málið varðar. Eftir standa fjölmargir starfsmenn og byggðarlög í sárum, með tilheyrandi tekjumissi fyrir báða aðila.
Forsvarmenn Norðurþings hafa átt fund með þingmönnum kjördæmisins og sjávarútvegsráðherra vegna málsin. Á fundinum var óskað eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda til að koma á móts við þá skelfilegu stöðu sem upp er komin. Mikið liggur á ef ekki á að verða verulegt tjón fyrir þau samfélög sem um ræðir. Stjórnvöld hyggjast bregðast við brotthvarfi Vísis hf. á Djúpavogi og Þingeyri með auknum aflaheimildum og án skýringa hafa stjórnvöld engin viðbrögð sýnt varðandi brotthvarf Vísis hf., á Húsavík. Forsendubresturinn er sá sami á öllum þremur stöðunum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita sjávarútvegsráðherra og Byggðastofnun erindi og leita svara.
Í ljósi alvarleika stöðunnar fer bæjarráð Norðurþings þess á leit við þingmenn kjördæmisins og sjávarútvegsráherra að þeir komi á fund bæjarstjórnar Norðurþings eins fljótt og auðið er. Bæjarstjóra er falið að finna fundartíma í samráði við fyrsta þingmann kjördæmisins. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

Fundi slitið - kl. 16:15.