Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings - 106

Málsnúmer 1405006

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 36. fundur - 20.05.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 106. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir 2. lið: Jón Helgi, Trausti, Hjálmar Bogi, Soffía og Bergur. Bæjarstjórn ítrekar afgreiðslu bæjarráðs sem er eftirfarandi.
Sveitarfélagið Norðurþing hefur sent forsvarmönnum Vísis hf., erindi þar sem óskað er eftir að fá endurkeyptar eignir félagsins sem eru á Húsavík, þ.e. fiskverkun, verksmiðju og þró staðsetta við Hafnarstéttina á Húsavík. Jafnframt er óskað eftir viðræðum um kaup á allt að 700 þorskígildistonnum af aflaheimildum Vísis hf.
Er það mat sveitarfélagsins að þessi aflaheimild teljist um 30% af eignarhlut aðila á Húsavík í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. árið 2003. Um er að ræða hlutdeild sveitarfélagsins og Verkalýðsfélagsins Framsýnar. Sem stendur hefur ekki borist svar frá Vísi hf.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og víðar kom ákvörðun Vísis hf., um að loka á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri, íbúum þessara samfélaga í opna skjöldu. Um 150 manns hefur verið sagt upp störfum, þar af um 60 á Húsavík. Ljóst er að hér er um grafalvarlega stöðu að ræða með tilheyrandi uppnámi í þeim samfélögum er málið varðar. Eftir standa fjölmargir starfsmenn og byggðarlög í sárum, með tilheyrandi tekjumissi fyrir báða aðila.
Forsvarmenn Norðurþings hafa átt fund með þingmönnum kjördæmisins og sjávarútvegsráðherra vegna málsin. Á fundinum var óskað eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda til að koma á móts við þá skelfilegu stöðu sem upp er komin. Mikið liggur á ef ekki á að verða verulegt tjón fyrir þau samfélög sem um ræðir. Stjórnvöld hyggjast bregðast við brotthvarfi Vísis hf. á Djúpavogi og Þingeyri með auknum aflaheimildum og án skýringa hafa stjórnvöld engin viðbrögð sýnt varðandi brotthvarf Vísis hf., á Húsavík. Forsendubresturinn er sá sami á öllum þremur stöðunum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita sjávarútvegsráðherra og Byggðastofnun erindi og leita svara.
Í ljósi alvarleika stöðunnar fer bæjarráð Norðurþings þess á leit við þingmenn kjördæmisins og sjávarútvegsráherra að þeir komi á fund bæjarstjórnar Norðurþings eins fljótt og auðið er. Bæjarstjóra er falið að finna fundartíma í samráði við fyrsta þingmann kjördæmisins. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.