Fara í efni

Forvarnarmál

Málsnúmer 201401095

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 30. fundur - 13.05.2014

Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur það til við Bæjarstjórn að hafin verði vinna við það að koma upp forvarnarstefnu í sveitarfélaginu.

Bæjarstjórn Norðurþings - 36. fundur - 20.05.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 30. fundi tómstunda- og æskulýðsnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við það að koma upp forvarnarstefnu í sveitarfélaginu. Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Soffía, Jón Helgi, Trausti og Þráinn. Hjálmar Bogi leggur til afgreiðslutillögu um að Tómstunda- og æskulýðsnefnd verði falið að vinna stefnuna, kostnaðargreina ferlið og leggja fyrir bæjarstjórn.Í stefnunni verði aðgerðaráætlun og feli í sér sértækar og almennar aðgerðir sem miða að því að börn og ungmenni í Norðurþingi búi við öryggi, umhyggju, þroskavænleg uppeldisskilyrði og lifi heilbrigðu lífi án vímuefna.Stefnan tekur til barna og ungmenna frá fæðingu til 18 ára aldurs. Fyrirliggjandi tillaga samþykkt samhljóða.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 46. fundur - 24.11.2015

Rædd voru forvarnarmál í sveitarfélaginu.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd vill hvetja til þess að virkt starf verði tekið upp í forvarnarhópi Norðurþings.

Nefndin hefur áhuga á að koma á auknu samstarfi við forvarnarhópinn.

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 5. fundur - 11.10.2016

Til umfjöllunar var forvarnarhópur í Norðurþingi sem hefur nýlega verið settur á.
Í honum sitja fulltrúar af félagsmálasviði, grunnskólum, leikskólum,lögreglu og af æskulýðs- og menningarsviði.
Hópurinn stendur fyrir ráðstefnunni ,,Tökum höndum saman" sem fer fram á Húsavík dagana 20-21 október.
Æskulýðs- og menningarnefnd hvetur fólk til að taka þátt í ráðstefnunni og þakkar forvarnarhópnum fyrir gott framtak.