Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 41

Málsnúmer 1405003

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 36. fundur - 20.05.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 41. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir 1. lið: Friðrik, Hjálmar Bogi, Þráinn, Trausti, Soffía, Jón Grímsson og Olga.Friðrik leggur fram tillögu um að afgreiðslu nefndarinnar á 1. lið fundargerðarinnar um bílastæði fyrir rútur "drop off" verði vísað aftur til nefndarinnar. Einnig er lagt til að nefndin óski eftir umsögn frá hagsmunaaðilum áður en málið verði afgreitt. Tillaga Friðriks samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Jóns Helga, Olgu, Trausta, Friðriks, Hjálmars Boga og Soffíu. Þráinn og Jón Grímsson sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.