Fara í efni

Efla hf. f.h. MW Group óska eftir tímabundinni úthlutun lóða á Bakka undir vinnubúðir

Málsnúmer 201405054

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 117. fundur - 14.05.2014

Óskað er eftir fimm lóðum undir vinnubúðir vegna uppbyggingar lóðar PCC á Bakka. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmdanefnd og bæjarstjórn að MW-group verði boðið að nýta lóðir B1, B2, B3, B4 og B6 tímabundið undir vinnubúðir.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 41. fundur - 14.05.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til umfjöllunar ósk um vinnubúðalóðir vegna uppbyggingu á Bakka. Um er að ræða lóðirnar B-1, B-2, B-3, B-4, B-5 og B-6 samkvæmt skipulagi. Erindið var tekið fyrir á 117. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Nú hefur MW Group sem mun annast uppbyggingu PCC á Bakka falast eftir 5 lóðum undir vinnubúðir fyrir um 400 starfsmenn og eru það lóðirnar B-1, B-2, B-3, B-4 og B-6.Eins og fram kemur í afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar þá eru lóðirnar ekki tilbúnar með tilheyrandi vegtengingum og því þarf að semja sérstaklega um framkvæmdir og gjöld fyrir afnot lóðanna.Framkvæmda- og hafnanefnd felur bæjarstjóra, Bergi Elíasi Ágústssyni að fara með samningsumboð vegna afnot lóðanna á uppbyggingartíma fyrir vinnubúðir.

Bæjarstjórn Norðurþings - 36. fundur - 20.05.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 117. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir fimm lóðum undir vinnubúðir vegna uppbyggingar lóðar PCC á Bakka.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmdanefnd og bæjarstjórn að MW-group verði boðið að nýta lóðir B1, B2, B3, B4 og B6 tímabundið undir vinnubúðir. Á 41. fundi framkvæmda- og hafnanefnd kemur fram að nefndin hefur samþykkt fyrir sitt leiti afhendingu lóðanna með samningi við umsækjanda. Til máls tóku: Þráinn, Friðrik, Jón Grímsson, Bergur, Jón Helgi og Soffía. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.