Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

117. fundur 14. maí 2014 kl. 13:00 - 14:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Grímsson formaður
  • Soffía Helgadóttir varaformaður
  • Guðlaug Gísladóttir aðalmaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Hauksdóttir aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis á Höfða

Málsnúmer 201403061Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu á tillögu að breytingu deiliskipulags iðnaðarsvæðis á Höfða. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum. 1. Óðinn Sigurðsson f.h. Bradda ehf: Farið er fram á að breyting deiliskipulagsins skerði ekki nýtingarmöguleika hússins sem Braddi á og stendur á stöðuleyfi á lóðinni að Höfða 6. Viðbrögð: Tillaga að breytingu deiliskipulags hefur ekki áhrif á nýtingarmöguleika húss Bradda ehf frá því sem skilgreint er í gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur því ekki þörf á breytingu deiliskipulagstillögunnar vegna athugasemdarinnar. 2. Víðir Smári Petersen hjá Lex f.h. Olíudreifingar ehf.2a) Olíudreifing telur að skort hafi á að verið hafi rannsakað með fullnægjandi hætti hvort aðrir valkostur gætu uppfyllt fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu án sambærilegrar röskunar fyrir lóðarhafa. Með því að kanna ekki hvort aðrir raunhæfir, en minna íþyngjandi valkostir, komi til greina hafi sveitarfélagið brotið gegn 10. gr. stjórnsýslulaga.Viðbrögð: Vegagerðin hefur annast hönnun fyrirhugaðrar veglagningar. Þar hafa ýmsir kostir verið skoðaðir, þ.m.t. skurður í gegn um Húsavíkurhöfða sem vísað er til í umsögn Olíudreifingar sem og breytilegar staðsetningar jarðgangna. Í minnisblaði Vegagerðarinnar, merkt Gísla Eiríkssyni, frá 14. apríl s.l. er farið nokkuð yfir þá kosti sem skoðaðir hafa verið. Ef gangnamunni yrði færður austar til að tankar Olíudreifingar slyppu þá myndi athafnasvæði á Höfða spillast meira en í fyrirliggjandi tillögu og flytja þyrfti eða fjarlægja húseignir í stað tanka. Eins var farið yfir möguleikann á að færa veglínuna til vesturs þannig að ekki þyrfti að raska lóðarréttindum að Höfða 10. Ströndin þarna er á móti opnu hafi og þarf mikinn brimvarnargarð til að verja veg þar. Það hefði þurft a.m.k. 100 m brimvarnargarð að auki og yrði sá garður sérlega dýr vegna sjávardýpis og sjávarágangs. Kostnaðarauki vegna þeirrar tilhögunar hefur verið metinn sem umtalsverður. Skipulagsnefnd hafnar því að aðrir kostir hafi ekki verið fullnægjandi skoðaðir þegar valin var sú leið sem liggur í deiliskipulagstillögunni og telur athugasemdina ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni. 2b) Olíudreifing telur að ekki hafi verið haft samráð við gerð skipulagsins og vísar til stafliðar d í 1. mgr. 1. gr. skipulagslaga þar sem fjallað er um samráð við almenning um gerð skipulagsáætlana. Einnig er vísað í grein 2.5.1 í skipulagsreglugerð um samráð. Loks telur Olíudreifing að gera þurfi grein fyrir samráði við hagsmunaaðila í greinargerð.Viðbrögð: Norðurþing og Vegagerðin hafa ítrekað reynt að hafa samráð við Olíudreifingu vegna fyrirhugaðrar jarðgangnagerðar og skerðingar lóðar að Höfða 10. Þeirri viðleitni hefur verið vísað frá af hálfu Olíudreifingar. Þess ber einnig að geta að skv. áðurgildandi Aðalskipulagi Húsavíkurbæjar 2005-2025 var gert ráð fyrir að tankar Olíudreifingar vikju vegna veglagningar með sjávarbökkunum. Svo er einnig í Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 og loks þeirri breytingu aðalskipulags vegna gerðar jarðgangna sem samþykkt var í bæjarstjórn Norðurþings 25. mars s.l. Það hefur því legið fyrir í aðalskipulagi um árabil að tankar Olíudreifingar að Höfða 10 þurfa að víkja vegna vegagerðar. Skipulagsnefnd fellst á að bætt verði við setningu í greinargerð um tilraunir Norðurþings til samráðs við lóðarhafa vegna skerðingar lóðarinnar að Höfða 10. 2c) Olíudreifing telur að í deiliskipulaginu þurfi að fjalla um áhrif deiliskipulagsins á umferðar og samgöngumál og vísar þar að lútandi í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð.Viðbrögð: Tillaga að breytingu deiliskipulags hefur óveruleg áhrif á umferð innan skipulagssvæðisins, enda allar götur óbreyttar frá gildandi skipulagi. Ekki er tilefni til umfjöllunar um áhrif deiliskipulagsbreytingarinnar á umferðarmál. Um jarðgöngin var fjallað í breytingu aðalskipulags sem samþykkt var í bæjarstjórn í mars s.l. 2d) Olíudreifing telur að skv. gr. 5.4.1 í skipulagsreglugerð skuli meta líkleg áhrif af fyrirhuguðum framkvæmdum og starfsemi á aðliggjandi svæði og einstaka þætti áætlunarinnar sjálfrar. Þá skuli í greinargerð með deiliskipulagi lýsa umhverfismati sbr. gr. 5.5.1.Viðbrögð: Við breytingu aðalskipulags vegna jarðgangna fylgdi sjálfstæð umhverfisskýrsla sem m.a. fjallaði um umhverfisáhrif jarðgangnagerðar. Deiliskipulagsbreytingin snýst f.o.f. um að minnka skipulagssvæði gildandi deiliskipulags vegna samþykktrar breytingar aðalskipulags. Ekki er tilefni til sérstaks umhverfismats deiliskipulagsins vegna skerðingar einnar lóðar. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeirri breytingu sem lögð er til hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins.

2.Hulda Sigmarsdóttir arkitekt f.h. Jónasar Sigmarssonar og Þórhildar Jónsdóttur óskar eftir fresti til að skila teikningum einbýlishúss að Lyngholt 3

Málsnúmer 201405004Vakta málsnúmer

Óskað er eftir fresti fram yfir komandi áramót til að leggja fram uppdrætti fyrir íbúðarhúsi að Lyngholti 3. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að Jónasi og Þórhildi verði veittur frestur til loka febrúar til að skila inn fullnægjandi teikningum af húsi að Lyngholti 3.

3.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Axel Yngvasyni vegna Áin gistihús

Málsnúmer 201405026Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn um leyfi til sölu gistingar í fyrirhuguðu húsi á skipulögðu svæði við Krossdal. Skipulags- og byggingarnefnd veitir jákvæða umsögn um sölu gistingar á viðkomandi lóð, enda standist húsnæði ákvæði reglugerða þar að lútandi.

4.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Elínu Þórhallsdóttur

Málsnúmer 201405041Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn um leyfi til sölu gistingar í íbúð á neðri hæð Skólagarðs 8. Skipulags- og byggingarnefnd veitir jákvæða umsögn um sölu gistingar að Skólagarði 8, enda verði eingöngu nýtt til gistingar þau rými sem til þess eru ætluð skv. samþykktum teikningum.

5.Umhverfisskýrsla kerfisáætlunar Landsnets til umsagnar

Málsnúmer 201405042Vakta málsnúmer

Landsnet kynnir nú tillögu að kerfisáætlun 2014-2023 ásamt umhverfisskýrslu. Skýrslan er aðgengileg á heimasíðu Landsnets og skal koma athugasemdum og ábendingum á framfæri fyrir 18. júní n.k. Bréf lagt fram til kynningar.

6.Efla hf. f.h. MW Group óska eftir tímabundinni úthlutun lóða á Bakka undir vinnubúðir

Málsnúmer 201405054Vakta málsnúmer

Óskað er eftir fimm lóðum undir vinnubúðir vegna uppbyggingar lóðar PCC á Bakka. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við framkvæmdanefnd og bæjarstjórn að MW-group verði boðið að nýta lóðir B1, B2, B3, B4 og B6 tímabundið undir vinnubúðir.

Fundi slitið - kl. 14:30.