Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis á Höfða

Málsnúmer 201403061

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 115. fundur - 19.03.2014

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu deiliskipulags athafnasvæðis á Höfða (merkt A2 í aðalskipulagi). Breytingin felst í skerðingu svæðisins vegna jarðgangnagerðar í gegn um Húsavíkurhöfða. Breytingin er bein afleiðing breytingar aðalskipulags vegna breyttrar veglegu út til iðnaðarsvæðis. Skipulagssvæði núverandi deiliskipulags skerðist um 6.692 m² sem m.a. skerðir lóðir að Höfða 8 og 10. Lóðirnar að Höfða 6 og 8 eru sameinaðar og til þess horft að þær nýtist mögulega undir vinnubúðir til bráðabirgða. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur frávik frá gildandi skipulagi ekki stórvægileg og þau skýrt skilgreind í aðalskipulagsbreytingunni. Því telur nefndin ekki tilefni til að taka saman lýsingu vegna skipulagsbreytingarinnar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 34. fundur - 25.03.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 115. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu deiliskipulags athafnasvæðis á Höfða (merkt A2 í aðalskipulagi). Breytingin felst í skerðingu svæðisins vegna jarðgangnagerðar í gegn um Húsavíkurhöfða. Breytingin er bein afleiðing breytingar aðalskipulags vegna breyttrar veglegu út til iðnaðarsvæðis. Skipulagssvæði núverandi deiliskipulags skerðist um 6.692 m² sem m.a. skerðir lóðir að Höfða 8 og 10. Lóðirnar að Höfða 6 og 8 eru sameinaðar og til þess horft að þær nýtist mögulega undir vinnubúðir til bráðabirgða.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði kynnt skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur frávik frá gildandi skipulagi ekki stórvægileg og þau skýrt skilgreind í aðalskipulagsbreytingunni. Því telur nefndin ekki tilefni til að taka saman lýsingu vegna skipulagsbreytingarinnar. Til máls tóku: Friðrik og Bergur. Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 117. fundur - 14.05.2014

Nú er lokið kynningu á tillögu að breytingu deiliskipulags iðnaðarsvæðis á Höfða. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum. 1. Óðinn Sigurðsson f.h. Bradda ehf: Farið er fram á að breyting deiliskipulagsins skerði ekki nýtingarmöguleika hússins sem Braddi á og stendur á stöðuleyfi á lóðinni að Höfða 6. Viðbrögð: Tillaga að breytingu deiliskipulags hefur ekki áhrif á nýtingarmöguleika húss Bradda ehf frá því sem skilgreint er í gildandi deiliskipulagi. Nefndin telur því ekki þörf á breytingu deiliskipulagstillögunnar vegna athugasemdarinnar. 2. Víðir Smári Petersen hjá Lex f.h. Olíudreifingar ehf.2a) Olíudreifing telur að skort hafi á að verið hafi rannsakað með fullnægjandi hætti hvort aðrir valkostur gætu uppfyllt fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu án sambærilegrar röskunar fyrir lóðarhafa. Með því að kanna ekki hvort aðrir raunhæfir, en minna íþyngjandi valkostir, komi til greina hafi sveitarfélagið brotið gegn 10. gr. stjórnsýslulaga.Viðbrögð: Vegagerðin hefur annast hönnun fyrirhugaðrar veglagningar. Þar hafa ýmsir kostir verið skoðaðir, þ.m.t. skurður í gegn um Húsavíkurhöfða sem vísað er til í umsögn Olíudreifingar sem og breytilegar staðsetningar jarðgangna. Í minnisblaði Vegagerðarinnar, merkt Gísla Eiríkssyni, frá 14. apríl s.l. er farið nokkuð yfir þá kosti sem skoðaðir hafa verið. Ef gangnamunni yrði færður austar til að tankar Olíudreifingar slyppu þá myndi athafnasvæði á Höfða spillast meira en í fyrirliggjandi tillögu og flytja þyrfti eða fjarlægja húseignir í stað tanka. Eins var farið yfir möguleikann á að færa veglínuna til vesturs þannig að ekki þyrfti að raska lóðarréttindum að Höfða 10. Ströndin þarna er á móti opnu hafi og þarf mikinn brimvarnargarð til að verja veg þar. Það hefði þurft a.m.k. 100 m brimvarnargarð að auki og yrði sá garður sérlega dýr vegna sjávardýpis og sjávarágangs. Kostnaðarauki vegna þeirrar tilhögunar hefur verið metinn sem umtalsverður. Skipulagsnefnd hafnar því að aðrir kostir hafi ekki verið fullnægjandi skoðaðir þegar valin var sú leið sem liggur í deiliskipulagstillögunni og telur athugasemdina ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni. 2b) Olíudreifing telur að ekki hafi verið haft samráð við gerð skipulagsins og vísar til stafliðar d í 1. mgr. 1. gr. skipulagslaga þar sem fjallað er um samráð við almenning um gerð skipulagsáætlana. Einnig er vísað í grein 2.5.1 í skipulagsreglugerð um samráð. Loks telur Olíudreifing að gera þurfi grein fyrir samráði við hagsmunaaðila í greinargerð.Viðbrögð: Norðurþing og Vegagerðin hafa ítrekað reynt að hafa samráð við Olíudreifingu vegna fyrirhugaðrar jarðgangnagerðar og skerðingar lóðar að Höfða 10. Þeirri viðleitni hefur verið vísað frá af hálfu Olíudreifingar. Þess ber einnig að geta að skv. áðurgildandi Aðalskipulagi Húsavíkurbæjar 2005-2025 var gert ráð fyrir að tankar Olíudreifingar vikju vegna veglagningar með sjávarbökkunum. Svo er einnig í Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 og loks þeirri breytingu aðalskipulags vegna gerðar jarðgangna sem samþykkt var í bæjarstjórn Norðurþings 25. mars s.l. Það hefur því legið fyrir í aðalskipulagi um árabil að tankar Olíudreifingar að Höfða 10 þurfa að víkja vegna vegagerðar. Skipulagsnefnd fellst á að bætt verði við setningu í greinargerð um tilraunir Norðurþings til samráðs við lóðarhafa vegna skerðingar lóðarinnar að Höfða 10. 2c) Olíudreifing telur að í deiliskipulaginu þurfi að fjalla um áhrif deiliskipulagsins á umferðar og samgöngumál og vísar þar að lútandi í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð.Viðbrögð: Tillaga að breytingu deiliskipulags hefur óveruleg áhrif á umferð innan skipulagssvæðisins, enda allar götur óbreyttar frá gildandi skipulagi. Ekki er tilefni til umfjöllunar um áhrif deiliskipulagsbreytingarinnar á umferðarmál. Um jarðgöngin var fjallað í breytingu aðalskipulags sem samþykkt var í bæjarstjórn í mars s.l. 2d) Olíudreifing telur að skv. gr. 5.4.1 í skipulagsreglugerð skuli meta líkleg áhrif af fyrirhuguðum framkvæmdum og starfsemi á aðliggjandi svæði og einstaka þætti áætlunarinnar sjálfrar. Þá skuli í greinargerð með deiliskipulagi lýsa umhverfismati sbr. gr. 5.5.1.Viðbrögð: Við breytingu aðalskipulags vegna jarðgangna fylgdi sjálfstæð umhverfisskýrsla sem m.a. fjallaði um umhverfisáhrif jarðgangnagerðar. Deiliskipulagsbreytingin snýst f.o.f. um að minnka skipulagssvæði gildandi deiliskipulags vegna samþykktrar breytingar aðalskipulags. Ekki er tilefni til sérstaks umhverfismats deiliskipulagsins vegna skerðingar einnar lóðar. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeirri breytingu sem lögð er til hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins.