Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

41. fundur 14. maí 2014 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Þráinn Guðni Gunnarsson formaður
  • Jón Grímsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Sigríður Hauksdóttir varamaður
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Verðkönnun á jarðvegsskiptum vegna bílastæðis við Vallholtsveg

Málsnúmer 201405008Vakta málsnúmer

Á fundi framkvæmda- og hafnanefndar liggja fyrir kostnaðartölur um gerð nýrra bílastæða við Vallholtsveg annars vegar og hins vegar við Stóragarð. Óskað var eftir verðkönnun meðal verktaka á Húsavík í gerð bílastæðis við Vallholtsveg en tilboðin lágu á bilinu um 1.000.000.- til 2.200.000.- krónur í jarðvegsskipti ( frágang undir malbik ). Áætlaður kostnaður við að malbika er um 4.700.000.- króna.Til athugunar hefur verið að útbúa bílastæði fyrir rútur "drop off" við Stóragarð, annars vegar norðan við Kirkjuna og hins vegar austan við Íslandsbanka og er komin gróf áætlun um kostnað vegna þessara tveggja bílastæða. Við gerð bílastæðis norðan krirkjunnar þarf að skoða frekar þar sem þar liggja undir lagnir og hituveitukista sem mun hafa áhrif á kostnað við gerð bílastæðis. Við gerð bílastæðis austan Íslandsbanka er gróf áætlun um 600.000.- til 800.000.- krónur en þar þyrfti að fjarlægja tré og hafa smá jarðvegsskipti og leggja grasstein. Verkið yrði unnið að mestu af Þjónustustöðinni. Garðyrkjustjóri hefur komið því á framfæri að hann sjái eftir trjánum sem nú eru þar og bent á að við Héðinsbraut, þar sem Besstaðir voru áður, mætti útbúa og koma fyrir stæði fyrir rútur.<SPAN lang=EN-GB style="FONT-SIZE: 11pt; FONT-FAMILY: " Arial?,?sans-serif?; mso-fareast-font-family: ?Times New Roman?; mso-ansi-language: EN-GB; mso-fareast-language: EN-US; mso-bidi-language: AR-SA?>Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að undirbúningur verði hafinn um að gera “drop off” stæði fyrir rútur austan Íslandsbanka. Verkið verði unnið eins og kostur er af Þjónustumistöðinni.

2.Jennifer Flume óskar eftir lóð í eitt ár undir gám sem hýsir verkefnið Artsave

Málsnúmer 201405022Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur beiðni frá Jennifer Flume um að staðsetja gám (Artist container) á hafnarstéttinni undir listasmiðju. Verkefnið hófst í Reykjavíkurhöfn árið 2010 í samvinnu við nokkra aðila þ.á.m. FRAFL, Hugmyndahús Háskólanna ofl. Verkefnið hefur þróast síðan og má geta þess að Hafnasjóður Norðurþings lagði til eina verðbúð sumarið 2013 undir sýningaaðstöðu. Með bréfi þessu er óskað eftir leyfi til að setja niður gám (útbúinn sem listasmiðja) á hafnarsvæðið og að hann fái að standa í 1 ár. Aðgengi að rafmangi þarf að vera til staðar. Ef ekki er hægt að setja hann niður á hafnarsvæðinu er ósk um staðsetningu annars staðar á Húsavík.
Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar bréfritara fyrir erindið og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við bréfritara og lóðahafa á svæðinu um staðsetningu.

3.Ályktanir frá aðalfundi Garðyrkjufélags Íslands

Málsnúmer 201404090Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til kynningar ályktun frá aðalfundi Garðyrkjufélags Íslands um kynbætur á yndisplöntum ásamt ályktun um mótun landslags og ræktun í þéttbýli.Ályktanir frá aðalfundi Garðyrkjufélags Íslands lagðar fram til kynningar.

4.Átak í lækkun orkukostnaðar á Raufarhöfn

Málsnúmer 201404068Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi sem tekið var fyrir á 40. fundi nefndarinnar en í afgreiðslu fundarins var óskað eftir frekari upplýsingum um málið m.a. kostnað. Borist hafa svör en þar kemur fram að átaksverkefnið er hugsað sem ráðgjöf og styrkir vegna orkusparandi framkvæmda á Raufarhöfn. Kostnaður ræðst af umfangi hverrar framkvæmdar og því alfarið á hendi húseiganda að ákveða umfangið og þar með kostnaðinn. Aftur á móti mun "verkefnið" með þátttöku Orkustofnunar/Orkuseturs geta veitt styrki til endurgreiðslu hluta kostnaðar. Upphæðir styrkja ráðast í fyrsta lagi af eðli og upphæð kostnaðar og einnig af fjölda umsækjanda. Væntanlega yrði miðað við að styrkupphæð verði að hámarki helmingur af efniskostnaði og flutningskostnaði. Glerskipti og þakeinangrun er tiltölulega einföld verkefni í framkvæmd. Klæðning er hinsvegar eftirsóknarverð með tilliti til sjónrænna áhrifa. Enn fremur koma önnur verkefni til greina, t.d. varmadælur.Það er vonast eftir að sveitarfélagið Norðurþing sjái sér fært að taka þátt í verkefninu með því að skipleggja viðhald á einhverjum húseigna sinna á Raufarhöfn og nýta þannig aukið tækifæri til endurgreiðslu kostnaðar, umfram það sem þegar er í gildi varðandi tímabundna auka endurgreiðslu virðisaukaskatts og fyrirframgreiðslu niðurgreiðslna á rafmangi skv. almennum reglum.Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu og ein eign í eigu sveitarfélagsins verði tekin út sem fallið geti að verkefninu að upphæð allt að 1 mkr. á árinu 2014. Ráðhúsið gæti hentað vel.

5.Áætlun til þriggja ára um refaveiðar-drög til umsagnar

Málsnúmer 201404063Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til umfjöllunar áætlun til þriggja ára um refaveiðar. Málið var áður á dagskrá á 40. fundi nefndarinnar. Meðfylgjandi gögn vantaði í málið en hafa þau nú borist.Eins og fram kemur í meðfylgjandi drögum er kostnaður sveitarfélaga misjafn og að sama skapi endurgreiðslur frá ríkinu. Í meðfylgjandi drögum er lagt til aukin ábyrgð, vinna og frágangur gagna sveitarfélaga vegna refaveiða án þess að fullkomlega sé tryggt að greiðsluþátttaka ríkisins fylgi í sama hlutfalli. Áætlunin ber með sér auknar áherslur og faglegri umsjón með veiðum þar sem miklum upplýsingum um veiðarnar, veiðistaði og felld dýr er safnað saman í gagnagrunn. Ekki eru gerðar athugasemdir við betri nýtingu fjármagns sem til málaflokksins fer en þó ber að geta þess að það skiptir máli hver ber þungan af kostnaðinum.Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til að ríkið annist refa- og minkaeyðingu á landinu og feli eftirlit og umsjón með því Náttúrustofum á viðkomandi landsvæðum.

6.Samstarfssamningur um brunavarnir

Málsnúmer 201404088Vakta málsnúmer


Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur fyrir samningur um brunavarnir milli sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum frá árinu 2007. Nú þegar hafa nokkur sveitarfélög sagt sig frá samningnum með tilkomu sameiningu sveitarfélaga. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að segja sig frá samningnum þar sem hann uppfyllir ekki lengur markmið hans.
Slökkviliðsstjóri Norðurþings óskar eftir að gerður verði nýr samningur um brunavarnir við Tjörneshrepp. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi ósk Slökkviliðsstjóra Norðurþings.

7.Stækkun veiðisvæðis hreindýra, ósk um umsögn

Málsnúmer 201405015Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur umsagnarbeiðni frá Umhverfisstofnun um stækkun og útvíkkun á veiðisvæði 1 og ágangssvæði 1 í samræmi við útbreiðslu hreindýra.Framkvæmda- og hafnanefnd gerir ekki athugasemd við stækkun veiðasvæðis hreindýra.

8.Svar frá Minjastofnun vegna umsóknar Norðurþings um styrk til húsakönnunar

Málsnúmer 201404094Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur svarbréf frá Minjastofnun vegna umsóknar sveitarfélagsins um styrk til húsakönnunar. Minjastofnun Íslands þakkar sveitarfélaginu fyrir umsókn um styrk úr húsfriðunarsjóði vegna verkefnis um byggða- og húsakönnun. Fram kemur í bréfinu að ekki hafi verið unnt að styrkja verkefnið.Lagt fram til kynningar.

9.Atvinnuveganefnd Alþingis, 282. og 283. mál til umsagnar

Málsnúmer 201302028Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga en svo virðist sem frumvörp til laga um búfjárhald og dýravelferð hafi ekki borist sveitarfélögum landsins eða landshlutasamtökum þeirra. Frumvörpin snerta hagsmuni sveitarfélaga með ýmsum hætti og efni þeirra á auk þess erindi við landshlutasamtök. Starfsmenn Sambandsins hafa fylgst með málinu og er meðfylgjandi minnisblað um möguleg kostnaðaráhrif. Sambandið mælist til að sveitarfélög hraði umsögn sinni og sendi á Atvinnuveganefnd Alþingis.Lagt fram til kynningar.

10.Þráinn Ómar Sigtryggsson og Einar Ófeigur Björnsson f.h. fjallskiladeilda í Kelduhverfi og Reykjahverfi, sækja um styrk vegna aukakostnaðar við göngur og leitir hjá bændum á þessu svæði

Málsnúmer 201210102Vakta málsnúmer


Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá fjallskiladeildum í Kelduhverfi og Reykjahverfi þar sem óskað er eftir styrk vegna aukakostnaðar við göngur, leitir og fjallskil frá september 2012.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að leggja til 500.000.- krónur í hvora fjallskiladeild.

11.Efla hf. f.h. MW Group óska eftir tímabundinni úthlutun lóða á Bakka undir vinnubúðir

Málsnúmer 201405054Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur til umfjöllunar ósk um vinnubúðalóðir vegna uppbyggingu á Bakka. Um er að ræða lóðirnar B-1, B-2, B-3, B-4, B-5 og B-6 samkvæmt skipulagi. Erindið var tekið fyrir á 117. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Nú hefur MW Group sem mun annast uppbyggingu PCC á Bakka falast eftir 5 lóðum undir vinnubúðir fyrir um 400 starfsmenn og eru það lóðirnar B-1, B-2, B-3, B-4 og B-6.Eins og fram kemur í afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar þá eru lóðirnar ekki tilbúnar með tilheyrandi vegtengingum og því þarf að semja sérstaklega um framkvæmdir og gjöld fyrir afnot lóðanna.Framkvæmda- og hafnanefnd felur bæjarstjóra, Bergi Elíasi Ágústssyni að fara með samningsumboð vegna afnot lóðanna á uppbyggingartíma fyrir vinnubúðir.

Fundi slitið - kl. 18:00.