Fara í efni

Atvinnuveganefnd Alþingis, 282. og 283. mál til umsagnar

Málsnúmer 201302028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 67. fundur - 11.02.2013

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Atvinnuveganefnd Alþingis 282. og 283. mál. Frumvarp til laga um búfjárhald og frumvarp til laga um dýravelferð. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar framkvæmda- og hafnanefndar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 41. fundur - 14.05.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga en svo virðist sem frumvörp til laga um búfjárhald og dýravelferð hafi ekki borist sveitarfélögum landsins eða landshlutasamtökum þeirra. Frumvörpin snerta hagsmuni sveitarfélaga með ýmsum hætti og efni þeirra á auk þess erindi við landshlutasamtök. Starfsmenn Sambandsins hafa fylgst með málinu og er meðfylgjandi minnisblað um möguleg kostnaðaráhrif. Sambandið mælist til að sveitarfélög hraði umsögn sinni og sendi á Atvinnuveganefnd Alþingis.Lagt fram til kynningar.