Fara í efni

Jennifer Flume óskar eftir lóð í eitt ár undir gám sem hýsir verkefnið Artsave

Málsnúmer 201405022

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 41. fundur - 14.05.2014

Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur beiðni frá Jennifer Flume um að staðsetja gám (Artist container) á hafnarstéttinni undir listasmiðju. Verkefnið hófst í Reykjavíkurhöfn árið 2010 í samvinnu við nokkra aðila þ.á.m. FRAFL, Hugmyndahús Háskólanna ofl. Verkefnið hefur þróast síðan og má geta þess að Hafnasjóður Norðurþings lagði til eina verðbúð sumarið 2013 undir sýningaaðstöðu. Með bréfi þessu er óskað eftir leyfi til að setja niður gám (útbúinn sem listasmiðja) á hafnarsvæðið og að hann fái að standa í 1 ár. Aðgengi að rafmangi þarf að vera til staðar. Ef ekki er hægt að setja hann niður á hafnarsvæðinu er ósk um staðsetningu annars staðar á Húsavík.
Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar bréfritara fyrir erindið og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ræða við bréfritara og lóðahafa á svæðinu um staðsetningu.