Fara í efni

Verðkönnun á jarðvegsskiptum vegna bílastæðis við Vallholtsveg

Málsnúmer 201405008

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 41. fundur - 14.05.2014

Á fundi framkvæmda- og hafnanefndar liggja fyrir kostnaðartölur um gerð nýrra bílastæða við Vallholtsveg annars vegar og hins vegar við Stóragarð. Óskað var eftir verðkönnun meðal verktaka á Húsavík í gerð bílastæðis við Vallholtsveg en tilboðin lágu á bilinu um 1.000.000.- til 2.200.000.- krónur í jarðvegsskipti ( frágang undir malbik ). Áætlaður kostnaður við að malbika er um 4.700.000.- króna.Til athugunar hefur verið að útbúa bílastæði fyrir rútur "drop off" við Stóragarð, annars vegar norðan við Kirkjuna og hins vegar austan við Íslandsbanka og er komin gróf áætlun um kostnað vegna þessara tveggja bílastæða. Við gerð bílastæðis norðan krirkjunnar þarf að skoða frekar þar sem þar liggja undir lagnir og hituveitukista sem mun hafa áhrif á kostnað við gerð bílastæðis. Við gerð bílastæðis austan Íslandsbanka er gróf áætlun um 600.000.- til 800.000.- krónur en þar þyrfti að fjarlægja tré og hafa smá jarðvegsskipti og leggja grasstein. Verkið yrði unnið að mestu af Þjónustustöðinni. Garðyrkjustjóri hefur komið því á framfæri að hann sjái eftir trjánum sem nú eru þar og bent á að við Héðinsbraut, þar sem Besstaðir voru áður, mætti útbúa og koma fyrir stæði fyrir rútur.<SPAN lang=EN-GB style="FONT-SIZE: 11pt; FONT-FAMILY: " Arial?,?sans-serif?; mso-fareast-font-family: ?Times New Roman?; mso-ansi-language: EN-GB; mso-fareast-language: EN-US; mso-bidi-language: AR-SA?>Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að undirbúningur verði hafinn um að gera “drop off” stæði fyrir rútur austan Íslandsbanka. Verkið verði unnið eins og kostur er af Þjónustumistöðinni.