Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

106. fundur 15. maí 2014 kl. 16:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Ársreikningar Norðurþings 2013

Málsnúmer 201404004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ársreikningur samstæðu sveitarfélagsins fyrir árið 2013. Bæjarráð vísar ársreikningi samstæður sveitarfélagsins til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 20. maí n.k.

2.Lokun starfsstöðvar Vísis hf. á Húsavík.

Málsnúmer 201403088Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði er til umfjöllunar erindi sem tekið hefur verið fyrir á 100., 101. og 103. fundi bæjarráðs.
Sveitarfélagið Norðurþing hefur sent forsvarmönnum Vísis hf., erindi þar sem óskað er eftir að fá endurkeyptar eignir félagsins sem eru á Húsavík, þ.e. fiskverkun, verksmiðju og þró staðsetta við Hafnarstéttina á Húsavík. Jafnframt er óskað eftir viðræðum um kaup á allt að 700 þorskígildistonnum af aflaheimildum Vísis hf.Er það mat sveitarfélagsins að þessi aflaheimild teljist um 30% af eignarhlut aðila á Húsavík í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. árið 2003. Um er að ræða hlutdeild sveitarfélagsins og verkalýðsfélagsins. Sem stendur hefur ekki borist svar frá Vísi hf.Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og víðar kom ákvörðun Vísis hf., um að loka á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri, íbúum þessara samfélaga í opna skjöldu. Um 150 manns hefur verið sagt upp störfum, þar af um 60 á Húsavík. Ljóst er að hér er um grafalvarlega stöðu að ræða með tilheyrandi uppnámi í þeim samfélögum er málið varðar. Eftir standa fjölmargir starfsmenn og byggðarlög í sárum, með tilheyrandi tekjumissi fyrir báða aðila. Forsvarmenn Norðurþings hafa átt fund með þingmönnum kjördæmisins og sjávarútvegsráðherra vegna málsin. Á fundinum var óskað eftir aðgerðum af hálfu stjórnvalda til að koma á móts við þá skelfilegu stöðu sem upp er kominn. Mikið liggur á ef ekki á að verða verulegt tjón fyrir þau samfélög sem um ræðir. Stjórnvöld hyggjast bregðast við bortthvarfi Vísis hf. á Djúpavogi og þingeyir með auknum aflaheimildum an án sýringa hafa stjórnvöld engin viðbrögð sýnt varðandi brotthvarf Vísis hf., á Húsavík. Bæjarráð fer fram á skýringu á þessu. Forsendubresturinn er sá sami á öllum þremur stöðunum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita sjávarútvegsráðherra og Byggðastofnun erindi og leita skýringa.Í ljósi alvarleika stöðunnar fer bæjarráð Norðurþings þess á leit við þingmenn kjördæmisins og sjávarútvegsráherra að þeir komi á fund bæjarstjórnar Norðurþings eins fljótt og auðið er. Bæjarstjóra er falið að finna fundartíma í samráði við fyrsta þingmann kjördæmisins.

3.12. fundur stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 201405053Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 12. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir til umsóknar byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014

Málsnúmer 201309028Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur svarbréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti vegna umsóknar sveitarfélagsins um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014. Fram kemur í bréfi ráðuneytisins að beðið er afsökunar á þeim drætti sem orðið hefur á viðbrögðum vegna óska sveitarfélagsins um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014. Beiðni sveitarfélagsins var sett fram með breytingu á orðavalinu byggðarlag og sveitarfélag. Að mati ráðuneytisins er Norðurþing langt frá því að vera eina "Fjölkjarnasveitarfélagið" á landinu og því er ekki talin næg rök til breytinga á úthlutunarreglum, hvað varðar notkun á orðunum byggðarlag og sveitarfélag. Þar sem kvartanir hafa borist frá útgerð á Húsavík var það von ráðuneytisins að álit Umboðsmanns Alþingis myndi liggja fyrir fljótlega á árinu 2014. Ráðuneytinu hefur ekki enn borist álit Umboðsmanns og því óhjákvæmilegt að ráðuneytið taki afstöðu til óska bæjarstjórnar.Það er því niðurstaða í máli þessu að ráðuneytið hafnar óskum Norðurþings um að breyta orðalagi á 1. gr. c-liðar reglugerðar ráðuneytisins, en getur fallist á aðrar breytingar sem fram koma í bréfi sveitarfélagsins og telur að þær séu byggðar á málefnalegum og staðbundnum ástæðum og samræmi við hagsmuni viðkomandi byggðarlaga. Bæjarráð hefur meðtekið svarbréf ráðuneytisins sem er endanleg niðurstaða vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014 og fagnar því að úthlutun byggðakvóta í sveitarfélaginu geti farið fram.Bæjarráð samþykkir jafnframt að þær útgerðir sem fá úthlutaðan byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2013/2014 skili inn til sveitarfélagsins ráðstöfunarskýrslu frá viðmiðunartímabili þar sem fram koma upplýsingar um landaðan afla sem er til viðmiðunar við úthlutun byggðakvóta og í samræmi við samning sveitarfélagsins, fiskvinnslu og útgerðar. Hafi viðmiðunarafli ekki farið til vinnslu hjá fiskvinnslu sem útgerðaraðili er með samning við, mun sveitarfélagið ekki gera nýja samning fyrir úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014.

5.Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. 2014

Málsnúmer 201402080Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fundargeðir 1. fundar stjórnar Leigufélags Hvamms ehf, 50. og 51. fundur stjórnar DA sf. frá 4. og 6. maí s.l. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra, fundargerðir 2014

Málsnúmer 201403030Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 161. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra ásamt ársreikningi. Lagt fram til kynningar.

7.Ingunn St. Svavarsdóttir, uppgjör vegna útilistaverksins Dans

Málsnúmer 201405025Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Ingunni St. Svavarsdóttir að upphæð 300.000.- krónur vegna gerð listaverksins "Dansinn". Lokauppgjör vegna verksins er um 4 milljónir króna. Hugmyndavinna að verkinu hósfst fyrir 15. árum. Jafnframt er boð um að koma og taka á móti Dansinum til eignar f.h. Norðurþings á sólstöðum föstudaginn 20. júní n.k. við Presthólalón. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 300.000.- krónur.

8.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Axel Yngvasyni vegna Áin gistihús

Málsnúmer 201405026Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Axel Yngvasyni á nýju rekstrarleyfi til sölu gistinga og/eða veitingu veitinga í nýju gistihúsi sem verið er að setja niður og mun bera nafnið Áin gistihús. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um leyfisveitinguna fjalla geri slíkt hið sama.

9.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Elínu Þórhallsdóttur

Málsnúmer 201405041Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Elínu Þórhallsdóttir, f.h. Fensala ehf. á Ásgarðsvegi 2, Húsavík á nýju rekstrarleyfi til sölu gistinga og/eða veitingu veitinga í íbúð á neðri hæð í Skólagarði 8 á Húsavík. Er um að ræða leyfi yfir sumarið 2014. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um leyfisveitinguna fjalla geri slíkt hið sama.

10.Gráni ehf

Málsnúmer 201405019Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á síðasta fundi bæjarráðs en þar kom m.a. fram að bæjarstjóra og fjármálastjóra var falið að ræða við forsvarsmenn félagsins um framtíðaráform og rekstrarfyrirkomulag félagsins. Fyrirliggjandi er greinargerð frá bæjarstjóra vegna erindisins. Bæjarráð tekur jákvætt í að hafa einhverja aðkomu að uppbyggingu félagssins og er bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna að drögum að samstarfssamningi sem er ásættanlegur fyrir báða aðila og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

Fundi slitið - kl. 17:00.