Fara í efni

Bæjarstjórn Norðurþings

32. fundur 21. janúar 2014 kl. 16:15 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Gunnlaugur Stefánsson Forseti
 • Jón Grímsson aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Jón Helgi Björnsson aðalmaður
 • Olga Gísladóttir 2. varaforseti
 • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
 • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
 • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
 • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
 • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri

Málsnúmer 201401009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 91. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá LSS, Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, um endurgeiðsluhlutfall á greiddum lífeyri lífeyrisþega í fyrrum Lífeyrissjóði starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar.

Fram kemur í erindinu að stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga hafi farið yfir, á stjórnarfundi sínum
þann 18. desember s.l., fyrirliggjandi tillögu tryggingarstærðfræðings þar sem lagt er til að endurgeiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóði starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar í B -deild LSS haldis óbreytt eða 67% fyrir árið 2014.Stjórn lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga samþykkti tillögu tryggingarstærðfræðingsins fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar í samræmi við ákvæði 1. og 2. mgr. 49. gr. í samþykktum LSS.Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verði samþykkt. Fyrirliggjandi tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.

2.Deiliskipulag iðnaðarlóðar á Bakka, 2. áfangi

Málsnúmer 201312053Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 113. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Nú er kynningu skipulagslýsingar lokið. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra.1. Umhverfisstofnun telur umfjöllun um umhverfisáhrif skipulags fullnægjandi.2. Heilbrigðiseftirlit telur að skipulags- og matslýsing taki til helstu þátta umhverfismála sem máli skipta og gerir því ekki athugasemd við lýsinguna.3. Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu, en minnir á að kynna þarf skipulagstillöguna skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga áður en sveitarstjórn samþykkir hana til auglýsingar.Nefndin telur að umsagnir um skipulagslýsingu gefi ekki tilefni til breytinga á henni.
Tillaga ráðgjafa að deiliskipulagi var kynnt á opnu húsi í bæjarskrifstofunni á Húsavík mánudaginn 13. janúar s.l. skv. ákvæðum 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Engar ábendingar um breytingar komu fram á þeirri kynningu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi 2. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka.
Þar er gert ráð fyrir þremur iðnaðarlóðum á 6,6 ha svæði norðan Bakkaár og austan þjóðvegar nr. 85.
Skipulagstillagan er til samræmis við skýringarmynd sem fylgdi 1. áfanga deiliskipulags á Bakka.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt óbreytt skv. ákvæðum 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til máls tók: Jón Grímsson. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

3.Deiliskipulag urðunarstaðar við Kópasker

Málsnúmer 201212023Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 113. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Þann 19. desember s.l. lauk athugasemdafresti við tillögu að breytingu aðalskipulags vegna stækkunar sorpförgunarsvæðis á Kópaskeri og tillögu að deiliskipulagi sama svæðis.
Engar athugasemdir bárust innan athugasemdafrests.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillögurnar verði samþykktar báðar eins og þær voru kynntar.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að senda aðalskipulagsbreytinguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ennfremur skal skipulags- og byggingarfulltrúi senda deiliskipulagið til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Fyrirliggjandi tillögur skipulags- og byggingarnefndar samþykktar samhljóða.

4.Breyting aðalskipulags Norðurþings vegna lagningar jarðstrengs frá Húsavík að Höfuðreiðarmúla

Málsnúmer 201309015Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 113. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Þann 19. desember s.l. lauk athugasemdafresti við tillögu að breytingu aðalskipulags vegna lagningar jarðstrengs frá Höfuðreiðarmúla að tengivirki á Húsavík.


Engar athugasemdir bárust innan athugasemdafrests.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að senda aðalskipulagsbreytinguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

5.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna iðnaðarlóðar á Bakka

Málsnúmer 201303042Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 113. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Þann 19. desember s.l. lauk athugasemdafresti við tillögu að breytingu aðalskipulags vegna tilfærslu háspennumannvirkja á Bakka.


Engar athugasemdir bárust innan athugasemdafrests. Hinsvegar er ósvarað umsögn Tjörneshrepps um skipulagslýsingu sem barst skipulagsfulltrúa 7. október s.l.
Þar kemur fram að hreppsnefnd Tjörneshrepps telji breytinguna almennt til bóta en að rétt hefði verið að leggja háspennulínur í jörð austur fyrir heiðarbrún til að draga sem mest úr sjónmengun fyrir vegfarendur og íbúa bæjanna á Héðinshöfða.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur undir sjónarmið hreppsnefndar Tjörneshrepps að breytingin felur í sér framför í umhverfislegu tilliti frá gildandi aðalskipulagi þar sem háspennulína er tekin til jarðar austan þjóðvegar og jafnframt færð lengra frá bæjum á Héðinshöfða.
Þann 6. maí 2013 barst Norðurþingi ítarlegt svar Landsnets vegna fyrirspurnar Norðurþings um kosti og galla þess að leggja jarðstrengi að Bakka í stað loftlína síðustu fjóra kílómetrana. Í því svari kemur fram að lagning 220 kV jarðstrengs sé hvorki talin tæknilega né kostnaðarlega fýsileg á þessu spennustigi. Hún kæmi eingöngu til athugunar á styttri köflum og við mjög sérstakar aðstæður s.s. í þéttri íbúðarbyggð. Á grunni þessa svars telur skipulagsnefnd ekki raunhæft að gera það að kvöð í skipulagi að háspennulínan verði tekin til jarðar mörgum kílómetrum austan við spennivirki.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að senda aðalskipulagsbreytinguna til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til máls tóku: Friðrik, Jón Grímsson og Trausti Friðrik og Trausti óska bókað að þeir taki undir sjónarmið hreppsnefndar Tjörneshrepps að breytingin felur í sér framför í umhverfislegu tilliti frá gildandi aðalskipulagi þar sem háspennulína er tekin til jarðar austan þjóðvegar og jafnframt færð lengra frá bæjum á Héðinshöfða og harma að ekki sé tekið tillit til þessa. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Jóns Helga, Soffíu, Hjálmars Boga, Þráins, Jóns Grímssonar og Olgu. Friðrik og Trausti greiddu atkvæði gegn tillögunni.

6.Deiliskipulag iðnaðarlóðar á Bakka

Málsnúmer 201209005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 113. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Þann 19. desember s.l. lauk athugasemdafresti vegna tillögu að deiliskipulagi 1. áfanga iðnaðarsvæðis á Bakka.
Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt óbreytt.
Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda deiliskipulagið til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en gildistaka þess verður auglýst. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

7.Breyting aðalskipulags Norðurþings vegna ferðaþjónustu í landi Krossdals

Málsnúmer 201401050Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 113. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Þann 7. janúar s.l. lauk athugasemdafresti vegna skipulagslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags í landi Krossdals vegna nýs þjónustusvæðis og deiliskipulags sama svæðis.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra.
1. Skipulagsstofnun bendir á að gera þarf grein fyrir fjölda gistiskála á lóðinni og hámarksstærð þeirra.2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra bendir á mikilvægi þess að fram komi í deiliskipulagi svæðisins áætlanir um fráveitu og þær verði í samræmi við reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp, leiðbeiningar um fráveitur og skólp sem Umhverfisstofnun hefur gefið út og Samþykkt um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra að undanteknum Húsavíkurbæ.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á þau sjónarmið sem fram koma hér að ofan.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar þjónustulóðar ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu.
Skipulagshugmyndin var kynnt á almennum fundi á opnu húsi á bæjarskrifstofu Norðurþings 13. janúar s.l.
Engar athugasemdir/ábendingar komu fram á kynningarfundinum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að aðalskipulagsbreytingu verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

8.Deiliskipulag lóðar undir ferðaþjónustu í landi Krossdals

Málsnúmer 201312021Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 113. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Þann 7. janúar s.l. lauk athugasemdafresti vegna skipulagslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags í landi Krossdals vegna nýs þjónustusvæðis og deiliskipulags sama svæðis.
Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Eystra.
1. Skipulagsstofnun bendir á að gera þarf grein fyrir fjölda gistiskála á lóðinni og hámarksstærð þeirra.2. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra bendir á mikilvægi þess að fram komi í deiliskipulagi svæðisins áætlanir um fráveitu og þær verði í samræmi við reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp, leiðbeiningar um fráveitur og skólp sem Umhverfisstofnun hefur gefið út og Samþykkt um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra að undanteknum Húsavíkurbæ.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á þau sjónarmið sem fram koma hér að ofan.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi nýs ferðaþjónustusvæðis í landi Krossdals ásamt tilheyrandi umhverfisskýrslu.

Um er að ræða 3 ha lóð þar sem ætlunin er að reisa tvo gistiskála auk þjónustuhúss fyrir tjaldsvæði. Hluti lóðarinnar er afmarkaður undir tjaldstæði og húsbílastæði.
Vegtenging við þjóðveg nr. 85 verði um núverandi afleggjara að fyrrum seiðaeldisstöð. Gerð er grein fyrir fráveitumálum til samræmis við ábendingu Heilbrigðiseftirlits við skipulagslýsingu og skilmálar settir um byggingarmagn á lóð til samræmis við ábendingu Skipulagsstofnunar.
Hugmynd að deiliskipulagi svæðisins var kynnt á almennum fundi á opnu húsi í bæjarskrifstofu Norðurþings þann 13. janúar s.l.
Engar athugasemdir/ábendingar bárust í kjölfar fundarins.
Skipulagsnefndin fer fram á að sett verði í skipulagsskilmála að litaval veggja og þaks falli að nánasta umhverfi.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan að deiliskipulagi verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða tillögu að aðalskipulagsbreytingu. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

9.Deiliskipulag hótellóðar Stracta

Málsnúmer 201309010Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 113. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Fram kemur í bréfi Skipulagsstofnunar frá 12. desember s.l. að gera þurfi eftirfarandi breytingar á tillögu að breytingu aðalskipulags vegna stækkunar verslunar og þjónustusvæðis V3 áður en hún er auglýst til almennrar kynningar:
1. Breyta tölugildi flatarmáls þjónustulóðar í töflu bls. 14 í kafla 24.2. Rökstyðja nánar hvernig aðkoma að Holtahverfi batni með tilkomu nýrrar vegtengingar við þjóðveg nr. 85.3. Óska þarf umsagnar Vegagerðarinnar vegna breyttra vegtenginga við þjóðveg.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga eftir að tekið hefur verið tillit til ofangreindra athugasemda.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti breytta tillögu að aðalskipulagsbreytingunni þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan með áorðnum breytingum verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
Samhliða verði auglýst tillaga að deiliskipulagi svæðisins eins og áður hefur verið ákveðið. Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

10.Bæjarráð Norðurþings - 91

Málsnúmer 1401001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 91. fundar bæjarráðs. Fundargerðin staðfest án umræðu.

11.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 33

Málsnúmer 1401003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 33. fundar fræðslu- og menningarnefndar. Til máls tóku undir lið 10. - Hjálmar Bogi.Til máls tóku undir lið 1. - Friðrik, Bergur, Gunnlaugur, Jón Helgi og Hjálmar Bogi.Til máls tóku undir lið 7. - Soffía, Friðrik og Hjálmar Bogi Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

12.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 26

Málsnúmer 1401005Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 26. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

13.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 113

Málsnúmer 1401004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 113. fundar skipulags- og byggingarnefndar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

14.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 37

Málsnúmer 1401002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 37. fundar framkvæmda- og hafnanefndar. Til máls tóku undir lið 12. - Trausti. Trausti leggur til að gerð verði breyting á ákvæði í leigusamningi um landafnot á Þórseyri þannig að garðyrkjumaður sveitarfélagsins Norðurþings hafi eftirlit með að beit verði hófleg og valdi ekki skaða á hinu leigða landi. Leigutaka beri að skila landinu í sambærilegu ástandi hið minnsta við skil. Þannig verði samingurinn til samræmis við aðra sambærilega samninga sveitarfélagsins um landafnot. Bæjarstjórn samþykkir tillögu Trausta með atkvæðum Gunnlaugs, Jóns Helga, Olgu, Þráins, Trausta, Friðriks, Hjálmars Boga og Soffíu. Jón Grímsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðs. Til máls tóku undir lið 9. - Soffía.Til máls tóku undir lið 15. - Friðrik, Bergur, Soffía, Trausti og Jón Grímsson.Til máls tóku undir lið 5. - Friðrik. Til máls tóku undir lið 19. - Trausti, Hjálmar Bogi, Friðrik, Þráinn og Gunnlaugur.Til máls tóku undir lið 2. - Friðrik, Hjálmar Bogi, Bergur, Jón Grímsson og Jón Helgi.Til máls tóku undir lið 20. - Olga, Þráinn, Jón Helgi, Hjálmar Bogi og Trausti.Til máls tóku undir lið 16. - Gunnlaugur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

15.Bæjarráð Norðurþings - 92

Málsnúmer 1401006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 92. fundar bæjarráðs. Fundargerðin staðfest án umræðu.

Fundi slitið - kl. 18:00.