Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 37

Málsnúmer 1401002

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 32. fundur - 21.01.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 37. fundar framkvæmda- og hafnanefndar. Til máls tóku undir lið 12. - Trausti. Trausti leggur til að gerð verði breyting á ákvæði í leigusamningi um landafnot á Þórseyri þannig að garðyrkjumaður sveitarfélagsins Norðurþings hafi eftirlit með að beit verði hófleg og valdi ekki skaða á hinu leigða landi. Leigutaka beri að skila landinu í sambærilegu ástandi hið minnsta við skil. Þannig verði samingurinn til samræmis við aðra sambærilega samninga sveitarfélagsins um landafnot. Bæjarstjórn samþykkir tillögu Trausta með atkvæðum Gunnlaugs, Jóns Helga, Olgu, Þráins, Trausta, Friðriks, Hjálmars Boga og Soffíu. Jón Grímsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðs. Til máls tóku undir lið 9. - Soffía.Til máls tóku undir lið 15. - Friðrik, Bergur, Soffía, Trausti og Jón Grímsson.Til máls tóku undir lið 5. - Friðrik. Til máls tóku undir lið 19. - Trausti, Hjálmar Bogi, Friðrik, Þráinn og Gunnlaugur.Til máls tóku undir lið 2. - Friðrik, Hjálmar Bogi, Bergur, Jón Grímsson og Jón Helgi.Til máls tóku undir lið 20. - Olga, Þráinn, Jón Helgi, Hjálmar Bogi og Trausti.Til máls tóku undir lið 16. - Gunnlaugur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.