Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2014 - samstæða

Málsnúmer 201309019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 82. fundur - 12.09.2013

Fyrir bæjarráði liggja drög að verk- og tímaáætlunum við gerð fjárhagsáætlun samstæðu sveitarfélagsins fyrir árið 2014. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram drög að tekjuáætlun fyrir árið 2014 á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Norðurþings - 83. fundur - 26.09.2013

Fyrir bæjarráði liggur fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014.Vinna við fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2014 er hafin og mun sú vinna taka næstu 3 mánuði en tvær umræður í bæjarstjórn þarf áður en endanleg fjárahagsáætlun öðlast gildi. Skipting skatttekna til ráðstöfunar í reksturs málaflokka A - hluta er gert ráð fyrir um 1.626.- milljónir króna. Lykilforsendur við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2014 byggja á forsendum Seðalabanka Íslands og Hagstofunnar við gerð fjárlagafrumvarp ríksins. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um úthlutun fjárhagsramma á málaflokka A hluta fyrir árið 2014 og felur bæjarstjóra að kynna stjórnendum fyrirliggjandi ramma.

Bæjarráð Norðurþings - 85. fundur - 29.10.2013

Fyrir bæjarráði liggur til meðferðar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Fyrir liggur beiðni um tilflutning á fjármagni milli málaflokka vegna fjárhagsramma 2014 að upphæð 1.670.000.-. Upphæðin er flutt af málaflokki 04 - fræðslu- og menningarmála yfir á 05 - menningarmál. Heildarfjárhagsrammi A - hluta breytist ekkert. Bæjarráð samþykkir ofangreinda breytingu frá úthlutun. Bæjarráð vísar jafnframt fjárhagsáætlun ársins 2014, með áorðnum breytingum, til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð Norðurþings - 86. fundur - 07.11.2013

Fyrir bæjarráði liggur fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014 ásamt útgönguspá ársins 2013. Fjárhagsáætlun ársins 2014 var tekin fyrir á síðasta fundi bæjarráðs en nú hefur útgönguspá ársins bæst við. Bæjarráð vísar fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Norðurþings - 30. fundur - 19.11.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu fyrri umræða um fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014. Erindið var tekið fyrir á 86. fundi bæjarráðs. Til máls tók: Guðbjartur Bæjarstjórn hefur tekið fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014 til fyrri umræðu og vísar henni til meðferðar í bæjarráði fyrir síðari umræðu.Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Norðurþings - 89. fundur - 05.12.2013

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014. Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 90. fundur - 12.12.2013

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014. Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Norðurþings - 31. fundur - 17.12.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu, við síðari umræðu, fjárhagsáætlun samstæðu sveitarfélagsins fyrir árið 2014, sem tekin var til meðferðar á 90. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs: "Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014. Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings til síðari umræðu í bæjarstjórn." Til máls tóku: Bergur, Friðrik, Hjálmar Bogi, Þráinn, Gunnlaugur og Soffía.
Eftirfarandi er bókun bæjarstjórnar:
Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2014 er gert ráð fyrir að A - hluti skili tekjuafgangi fyrir fjármagnsliði upp á 261 m.kr. en niðurstaða samstæðu sveitarfélagsins skilar tekjuafgangi að upphæð 256,5 m.kr. Að teknu tilliti til fjármagnsliða, skatta og hlutdeild minnihluta er afkoman fyrir A - hluta jákvæð um 145,7 m.kr. og fyrir samstæðu sveitarfélagsins um 81,6 m.kr. Hreint veltufé frá rekstri er 363,8 m.kr. fyrir A - hluta og 521,9 m.kr fyrir samstæðu Norðurþings.
Sveitarfélagið Norðurþing hefur á undanförnum misserum unnið að atvinnuuppbyggingu á Bakka, í samvinnu við ríkisvaldið, Landsvirkjun, Landsnet og fjárfesta og hefur það verkefni þokast í rétta átt. Á þessu tímabili hefur sveitarfélagið hagað rekstri sínum í samræmi við þau verkefni sem bíða þess þegar framkvæmdir hefjast. Fjárfestingar hafa verið í lágmarki og hagræðinga hefur gætt í rekstri og þjónustu en þó án þess að til skerðinga hafi komið. Árið 2013 var fimmta árið í röð þar sem umtalsverð óvissa gætti um þróun tekna og hefur þessi staða gert sveitarfélaginu erfiðara um vik við gerð fjárhagsáætlana. Ef hliðrun verður á tímasetningum um verkefnið á Bakka mun það án efa hafa áhrif á áætlanir sveitarfélagsins en þess bera að geta að fjárhagsáætlanir eru áætlanir og taka mið af þeim forsendum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Sveitarfélagið mun ekki ráðast í stórtækar framkvæmdir fyrr en fyrirliggjandi samningar eru frágengnir og því eðlilegt að sveitarfélagið fái andrými til að gera viðeigandi lagfæringar á fjárhagsáætlunum sínum þar til undirritaðir samningar verða virkir.
Þeir sem til þekkja eru meðvitaðir um að það sem skiptir máli fyrir framtíðar rekstur sveitarfélagsins og burði þess til að þjónusta íbúa, er öflugt atvinnulíf með tilheyrandi hagvexti. Það er trú bæjarstjórnar að samstaða um atvinnuuppbyggingu í tengslum við orkufrekan iðnað í Þingeyjarsýslum er lykillinn að hagsæld svæðisins til lengri tíma. Fjárfesting í orkufrekum iðnaði mun skila verulegum tekjum inn í samfélagið og styrkja tekjugrunn þess varanlega til langs tíma.
Í allri þessari óvissu sem ríkt hefur undanfarin ár hefur sveitarfélaginu tekist að þokast nær þeim markmiðum sem sett eru fram í lögum um fjármál sveitarfélaga. Að þeim verður áfram unnið. Fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014 samþykkt samhljóða, við síðari umræðu.