Bæjarráð Norðurþings

85. fundur 29. október 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Valdimarsdóttir varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi, 6. mál

201310062

Fyrir bæjarráði liggur, til umsagnar, tillaga allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi - 6. mál. Lagt fram til kynningar.

2.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti auglýsir til umsóknar byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014

201309028

Fyrir bæjarráði liggur svar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna umsóknar sveitarfélagsins um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014. Vísað er í svarinu til umsóknar sveitarfélagsins en ráðuneytið hefur fjallað um umsóknina og er niðurstaðan að úthlutun byggðakvóta eftirfarandi:Húsavík - 210 þorskígildistonnKópasker - 55 þorskígildistonnRaufarhöfn - 149 þorskígildistonnÍ 10.gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum og reglugerð nr. 664 frá 10. júlí 2013 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga er kveðið á um hve mikinn byggðakvóta ráðuneytið hefur til ráðstöfunar og á hvern hátt skuli skipta magninu til byggðarlaga sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi og háð eru veiðum og/eða vinnslu á botnfiski sbr. 4. gr. og í öðru lagi er ákveðið á hvern hátt skuli reikna byggðakvóta til byggðarlaga sem orðið hafa fyrir samdrætti vegna rækjuvinnslu/skelvinnslu, á rækju/skel sem veidd er hér við land.Í reglugerð nr. 665 frá 10. júlí 2013, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2013/2014 er kveðið á um það í fyrsta lagi hvaða skilyrði fiskiskip og útgerðir þeirra þurfa að uppfylla til að fá úthlutun, sbr. 1. gr. og í öðru lagi hvernig að úthlutun byggðakvóta til einstakra fiskiskipa skuli staðið, sbr. 4. gr. og 6. gr reglugerðarinnar.Athygli bæjar- og sveitarstjórna er vakin á að engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar frá reglugerð síðasta fiskveiðiárs, aðrar en magntölur og dagsetningar hafa breyst. Fiskistofa annarst úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á grundvelli þeirra reglna sem um það gilda.Reglur samkvæmt reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa eru almennar og gilda um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í öllum byggðarlögum nema frá þeim sé vikið. Megintilgangur þeirra er að tryggja fiskiskip sem gerð eru út frá tilteknum byggðalögum, og landað hafa afla þar, fái hluta í byggðakvótanum sem landað er til vinnslu í viðkomanandi byggðarlagi. Frá þessum almennu reglum er heimilt að víkja samkvæmt tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórna enda rökstyðji sveitarstjórnir tillögur sínar og sýni fram á að skilyrði sem hún leggur til séu byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum og í samræmi við hagsmuni viðkomandi byggðarlags.Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

3.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, fjárhagsleg viðmið EFS ásamt ósk um upplýsingar

201310118

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga. Tilv.:IRR13010030/18.11.1. Fram kemur í bréfinu að EFS hafi sent bréf í september árið 2011 til sveitarstjórna landsins þar sem m.a. er greint frá þeim viðmiðum og lykiltölum sem nefndin hefur sett fram vegna samspils skulda, framlegðar og veltufjár frá rekstri. Með erindi þessu er það vilji nefndarinnar að halda áfram samskiptum sínum við sveitarstjórnir með það að markmiði að auka upplýsingar, auðvelda samanburð á rekstrarlegum og fjárhagslegum stærðum milli sveitarfélaga og skapa umræðu um fjármál þeirra.Efni erindisins er tvíþætt, annars vegar að greina frekar frá fjárhagslegum viðmiðum EFS sem nefndin hefur til hliðsjónar vegna yfirferðar á fjármálum sveitarfélaga og hins vegar að óska eftir upplýsingum frá öllum sveitarstjórnum með hvaða hætti þær hagi fjármálastjórn síns sveitarfélags og eftirliti með því frá mánuði til mánaðar.Erindið er lagt fram.

4.Erindi vegna Norðurlax hf.

201310092

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð frá Norðurlax hf. Fundurinn fór fram þann 28. október s.l. Bæjarstjóri var fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundi félagsins.

5.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra

201302078

Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir 154., 155. og 156. fundar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Kvenfélag Húsavíkur sækir um styrk vegna þorrablóts í janúar 2014

201310108

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni Kvenfélags Húsavíkur vegna þorrablóts sem fram fer í janúar 2014. Kvenfélag Húsavíkur leggur fram beiðni um styrk til greiðslu launa tveggja slökkviliðsmanna á næturvakt vegna árlegs Þorrablóts Húsavíkur sem haldið verður í Íþróttahöllinni á Húsavík laugardaginn 18. janúar 2014. Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

7.Ósk um tilnefningu til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

201309061

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir tilnefningu til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu sem veitt verða á Nýsköpunarráðstefnu sem fer fram þann 24. janúar n.k. á Grand hótel Reykjavík.Tilnefningar ásamt rökstuðningi skulu berast til ráðneytisins fyrir 8. nóvember n.k.Erindið lagt fram til kynningar.

8.Pálsreitur ehf

201308051

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar ársreikningur ársins 2012 og 3ja ára fjárhagsáætlun Pálsreits ehf.
Ekki hefur enn tekist að ljúka fjármögnun verkefnisins um byggingu íbúða við Pálsreit eins og gert var ráð fyrir í upphafi.

Greinargerð.
Þann 22. 12. 2010 skrifaði félags- og tryggingamálaráðherra, Guðbjartur Hannesson, undir samkomulag um fjármögnun og byggingu 3ja íbúða fyrir geðfatlaða á Húsavík. Samningurinn var hluti af þjónustusamnings sem sveitarfélagið Norðurþing og félagsmálaráðuneytið höfðu áður gert með sér. Sá samningur er dagsettur 30. apríl 2007.
Samningurinn um framkvæmdina var að tilstuðlan og tillögum ráðuneytisins stillt upp með þeim hætti, (þar sem fyrir lá að málaflokkurinn færðist frá ríki til sveitarfélaga), að ráðuneytið leggði fram um 20 m.kr. stofnframlag og eftirstöðvar framkvæmdakostnaðar, um 40 m.kr., yrðu fjármagnaðar með lántöku frá Íbúðalánasjóði. Útreikningarnir voru á ábyrgð ráðuneytisins og framkvæmdar af sérfræðingum Fasteigna ríkisins. Stofnað var sérstakt leigufélag, í eigu sveitarfélagsins um bygginguna, og framkvæmdir hafnar í samræmi við fyrirliggjandi samning.
Um mitt ár 2012 var framkvæmdum að fullu lokið og umsóknarferli sveitarfélagsins hefst hjá Íbúðalánasjóði en á framkvæmdatímanum fjármagnaði sveitarfélagið (með yfirdrætti), byggingarkostnað þ.e. fyrir hönd leigufélagsins. Í svari frá Íbúðalánasjóði vegna umsóknar sveitarfélagsins er tilkynnt að reglugerð sé væntanleg sem heimili sjóðnum að lána til verkefna af þessum toga. En ekki er hægt að afgreiða umsóknina fyrr en hún liggur fyrir. Í árslok 2012 eru engar fréttir að hafa af fyrirhugaðri reglugerð og því hefjast fyrirspurnir sveitarfélagsins til ráðuneytisins.
í árslok 2012 gekk Sveitarfélagið Norðurþing að samkomulagi við ráðuneytið í góðri trú að sú leið sem valin var til fjármögnunar framkvæmdanna gæti gengið. Annað hefur komið á daginn og hefur sá dráttur sem orðinn er kostað sveitarfélagið 10.226.347 .kr.
Ítrekað hefur verið haft samband við ráðuneytið vegna framangreinds forsendubrests en því miður hefur verið fátt um svör og engar tillögur til lausnar lagðar fram. Að vísu skal því komið á framfæri að starfsmenn ráðuneytisns hafa harmað þessa stöðu.
Sveitarfélagið Norðurþing hefur þegar farið þess á leit við fjárlaganefnd Alþingisins að nú þegar verði gengið frá uppgjöri við sveitarfélagið með þeim hætti að þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar uppbyggingu íbúða fyrir geðfatlaða á Húsavík standist og áfallinn kostnaður verði greiddur. Þingmenn kjördæmisins hafa verið upplýstir um málið.

9.Sorpsamlag Þingeyinga 2013

201304003

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga ehf., ásamt minnispunktum samráðshóps um úrgangsmál. Lagt fram til kynningar.

10.Söluheimild eigna - Grundargarður 6-102

201310120

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Eignasjóði þar sem óskað er eftir söluheimild fyrir Grundargarð 6, íbúð 102. Bæjarráð samþykkir söluheimild eignarinnar.

11.Velferðarnefnd Alþingis, 22. mál til umsagnar, lögfesting Norðurlandasamnings um almannatryggingar

201310105

Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni velferðarnefndar Alþingis um framvarp til laga um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar - 22. mál. Erindið lagt fram til kynningar.

12.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2014 - samstæða

201309019

Fyrir bæjarráði liggur til meðferðar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Fyrir liggur beiðni um tilflutning á fjármagni milli málaflokka vegna fjárhagsramma 2014 að upphæð 1.670.000.-. Upphæðin er flutt af málaflokki 04 - fræðslu- og menningarmála yfir á 05 - menningarmál. Heildarfjárhagsrammi A - hluta breytist ekkert. Bæjarráð samþykkir ofangreinda breytingu frá úthlutun. Bæjarráð vísar jafnframt fjárhagsáætlun ársins 2014, með áorðnum breytingum, til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 18:00.