Fara í efni

Kvenfélag Húsavíkur sækir um styrk vegna þorrablóts í janúar 2014

Málsnúmer 201310108

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 85. fundur - 29.10.2013

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni Kvenfélags Húsavíkur vegna þorrablóts sem fram fer í janúar 2014. Kvenfélag Húsavíkur leggur fram beiðni um styrk til greiðslu launa tveggja slökkviliðsmanna á næturvakt vegna árlegs Þorrablóts Húsavíkur sem haldið verður í Íþróttahöllinni á Húsavík laugardaginn 18. janúar 2014. Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 24. fundur - 05.11.2013

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir eftirgjöf á húsaleigu til Kvenfélags Húsavíkur vegna þorrablóts í janúar 2014.Nefndin vonar að fólk skemmti sér vel og fallega.

Bæjarráð Norðurþings - 88. fundur - 28.11.2013

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Kvennfélagi Húsavíkur vegna þorrablóts sem fer fram í janúar 2014. Kvennfélag Húsavíkur leggur fram beiðni um styrk til greiðslu launa tveggja slökkviliðsmanna á næturvakt vegna árlegs Þorrablóts Húsavíkur sem haldið verður í Íþróttahöllinni á Húsavík laugardaginn 18. janúar. Erindið var á dagskrá síðasta fundar bæjarráðs en þá var því frestað. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni Kvennfélags Húsavíkur.